Morgunblaðið - 19.09.2015, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 9. S E P T E M B E R 2 0 1 5
Stofnað 1913 220. tölublað 103. árgangur
ÞARF AÐ
KUNNA AÐ
LESA VIÐINN TILFINNINGARÍKIR TÓNAR
LEIKA VERK HUGA OG MESSIAENS 46JÓN FIÐLUSMIÐUR 10
Þorsteinn Ásgrímsson
Baldur Arnarson
Verð á vissum innfluttum matvörum
gæti lækkað um tugi prósenta á
næstu fjórum árum ef nýr samning-
ur Íslands og ESB um viðskipti með
landbúnaðarvörur tekur gildi. Þá
eykst innflutningskvóti Íslands á
lambakjöti til ESB úr 1.850 tonnum í
3.350 tonn og kvótinn á íslensku
skyri til ESB fer úr 380 tonnum í
4.000 tonn á ári.
Finnur Árnason, forstjóri Haga,
segir verð á innfluttum matvörum
geta lækkað um tugi prósenta.
Sindri Sigurgeirsson, formaður
Bændasamtakanna, segir jákvætt að
fá aukinn aðgang að markaði ESB.
Þetta sé þó tvíeggja sverð. Samtökin
hafi talað mikið fyrir því að fella ekki
niður tolla einhliða og að tvíhliða
samkomulag sem þetta sé því til fyr-
irmyndar. Hitt sé ljóst að staðan
verði erfið fyrir sumar búgreinar,
t.d. alifugla- og svínarækt.
Ingimundur Bergmann, formaður
Félags kjúklingabænda, gagnrýnir
„baktjaldamakk“ stjórnvalda. Þá
býst Landssamband kúabænda við
að breytingarnar hafi veruleg áhrif.
Mun lækka matarverð
Bændasamtökin telja tollabreytingar geta reynst innlendri framleiðslu erfiðar
Verð innfluttra matvara gæti lækkað mikið Kjúklingabændur afar ósáttir
MVerð á innfluttum … »4
Afnema toll á villibráð
» Dæmi um breytingarnar er
að magntollur á villta rjúpu fer
úr 446 kr. á kílóið niður í 0 kr.
» Einn tollflokkur á rjómaís fer
úr 30% í 18% og tollur á
franskar fer úr 76% í 46%.
„Nú er óhætt að
tala um endan-
lega niðurstöðu
og fullnaðarsigur.
Þó að málinu hafi
í raun að mestu
verið lokið með
dómi EFTA-
dómstólsins var
því haldið áfram,“
segir Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra um lyktir
Icesave-málsins.
Tryggingasjóður innistæðueig-
enda og fjárfesta (TIF) hefur samið
við hollenska seðlabankann og
breska innistæðusjóðinn um loka-
uppgjör krafna sem stafa af inni-
stæðum sem gamli Landsbankinn
safnaði í útibúum sínum fyrir hrun.
TIF greiðir samtals 20 milljarða ís-
lenskra króna, að mestu með fjár-
munum sem voru til í sjóðnum fyrir
fall bankanna. Auk þess hafa þeir
fengið sinn hlut í eignum slitabúsins.
„Það er ánægjulegt að þetta skuli
hafa klárast með þessum hætti. Rétt
er að rifja það upp að auðvitað
björguðu neyðarlögin heilmiklu fyrir
breska og hollenska innistæðu-
eigendur. Innistæður voru færðar
ofar í röð krafna, fengu forgang. Í
rauninni hefðu þeir átt að gleðjast
yfir því að stjórnvöld tryggðu þeim
að tjónið varð ekki meira en raun
bar vitni,“ segir ráðherra. »20
Icesave-
málinu
er lokið
„Fullnaðarsigur“
segir forsætisráðherra
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Blóðrautt sólarlag og litfögur norðurljós á himni
hafa heillað landsmenn og gesti undanfarin
kvöld. Milt veður hefur gert fólki kleift að njóta
útsýnisins í listasal náttúrunnar. Myndin var tek-
in frá Seltjarnarnesi. Útlit er fyrir áframhald-
andi milt veður. Veðurstofan spáir þó vaxandi
suðaustanátt í dag og á morgun með rigningu
eða súld með köflum en hægara og þurrara veðri
norðanlands og austan.
Blóðrautt sólarlag í listasal náttúrunnar
Morgunblaðið/Eggert
„Fyrir utan að
við finnum fyrir
aukningu í sölu á
utanlandsferðum
höfum við orðið
vör við að fólk
velur dýrari gist-
ingu,“ segir Tómas J. Gestsson,
framkvæmdastjóri Heimsferða.
Bæði hefur ásókn í golfferðir aukist
og fólk er þá farið að fara aftur í
dýrari exótískar ferðir á fjarlæga
staði.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram-
leiðslustjóri hjá ferðaskrifstofunni
Vita, tekur í sama streng og Tómas
og bendir á að meiri ásókn sé í Saga
Class-sætin. „Það er slegist um
Saga Class-sætin okkar.“
Einkaneysla hefur ekki vaxið
jafnhratt í níu ár og má sjá það í
ýmsum neysluhornum samfélags-
ins. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðs-
ins er fjallað um aukna sölu utan-
landsferða, dýrari bíla og reiðhjóla
og húsgagna.
Slegist um
flugsæti á
Saga Class
„Reykjavíkurborg ætti í fyrsta lagi
að viðurkenna að þeir hafi ekki að-
stöðu til og sé ekki heimilt að beita
viðskiptaþvingunum gegn öðrum
ríkjum.“ segir Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra um
hver næstu skref Reykjavíkurborg-
ar ættu að vera eftir að hún ákvað
að sniðganga ísraelskar vörur.
Hann segir að málið verði tekið fyr-
ir á ríkisstjórnarfundi í dag.
Í tilkynningu sem utanríkisráðu-
neytið sendi frá sér segir að sam-
þykki Reykjavíkurborg að breyta
innkaupastefnu sinni með bindandi
hætti, þannig að ísraelskir birgjar
skuli sniðgengnir, samræmist það
hvorki íslenskum lögum ná ákvæð-
um í alþjóðlegum skuldbindingum
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Í
Morgunblaðinu í gær var fjallað um
að evrópska gyðingaþingið íhugi að
sækja rétt sinn gagnvart Reykja-
víkurborg.
„Þetta er greinilega hugsað til
þess að afla sér vinsælda, illa und-
irbúið og afleiðingarnar algerlega
vanmetnar,“ segir Gunnar Bragi
Sveinsson utanríkisráðherra í sam-
tali við mbl.is
Guðlaugur Þór Þórðarson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, segir
að tölvupóstum rigni nú inn til hans
vegna ákvörðunarinnar og hún sé
harðlega gagnrýnd. Í mörgum
þeirra segist fólk ætla að sniðganga
Ísland og vörur sem koma héðan.
Taka íslenskar vörur úr sölu
Milljarðamæringurinn Ronald S.
Lauder, forseti Heimsþings gyð-
inga, hefur gagnrýnt ríkisstjórn Ís-
lands harðlega fyrir að beita sér
ekki gegn ákvörðun meirihluta
borgarstjórnar Reykjavíkur. Þá
hefur stór matvörukeðja á austur-
strönd Bandaríkjanna tekið bjór
frá ölgerðinni Einstök úr sölu
vegna ákvörðunarinnar. Ragnheið-
ur Elín Árnadóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra, hyggst láta meta
hversu umfangsmiklar afleiðing-
arnar eru.
Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri hefur sagt að viðbrögðin
komi sér á óvart og að útfæra hefði
mátt tillöguna áður en hún var
samþykkt. Það verði þó að hafa í
huga að ákvörðunin nái aðeins til
varnings sem framleiddur væri af
fyrirtækjum á hernumdu svæðun-
um í Palestínu. isak@mbl.is
MViðskiptabann vekur … »24
Afleiðingarnar vanmetnar
Sniðganga borgarinnar á ísraelskum vörum tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í dag