Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 2

Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þróunarfélagið Landstólpar telur að bætur hljóti að koma á móti þeim kostnaði sem hlotist hefur af skyndi- friðun Minjastofnunar á hafnargarði við Austurbakka í Reykjavík. Reisa á fjölda íbúða og verslunarhúsnæði á þessum eftirsótta reit í borginni. Gísli Steinar Gíslason, stjórnar- formaður Landstólpa þróunarfélags, segir uppbyggingu á reitnum hafa tafist um að lágmarki þrjá mánuði. Fulltrúar Landstólpa hafa verið í viðræðum við Minjastofnun eftir að hafnargarðarnir fundust við jarð- vegsvinnu á reitnum í júní. „Við hófum strax viðræður við Minjastofnun en síðan urðu sumarfrí hjá stofnuninni til tafar. Starfsmenn Minjastofnunar héldu því fram að veggirnir væru báðir yfir 100 ára gamlir. Svo kom í ljós að annar vegg- urinn var mun yngri og þá var beitt skyndifriðun. Þetta hefur valdið töf- um og þar af leiðandi tjóni.“ Getur sett verkið í uppnám Yngri veggurinn er nær Geirsgötu en sá eldri. Gísli Steinar segir mun auðveldara að rúma eldri vegginn innan fyrirhugaðs verkefnis en þann yngri. Sá eldri sé mun minni og geti fallið betur inn í bílakjallara. Yngri veggurinn sé hins vegar það stór að hann rúmist ekki með góðu móti inn- an bílakjallarans, sama í hvaða formi hann verði varðveittur. Verði sá yngri friðaður setji það byggingu kjallarans í uppnám. Þar sé gert ráð fyrir 119 bílastæðum fyrir íbúðir og verslanir. Slíkri ákvörðun fylgi því mikið óhagræði. „Við ætluðum að vera byrjaðir að byggja um þetta leyti. Heildarverð- mæti verkefnisins er um tíu millj- arðar króna. Þetta er alvarlegt mál. Það hefur þegar orðið töluvert tjón og einhver hlýtur að þurfa að bera skaðann af því tjóni,“ segir Gísli Steinar og svarar því til að of snemmt sé að fara að ræða um skaðabætur í þessu efni. Minjastofnun krafðist skyndifrið- unar á yngri hafnargarðinum hinn 11. september sl. og hefur sex vikur til að skila forsætisráðherra áliti um hvort friðlýsa eigi garðinn. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, bendir á að það vanti talsvert upp á að yngri hafnargarðurinn sé 100 ára. „Hann er í raun byggður til bráðabirgða því það er síðan mokað yfir hann 15 ár- um síðar,“ segir Hjálmar. Munu krefjast bóta vegna tafa  Landstólpar telja að bætur hljóti að koma til vegna tafa á uppbyggingu félagsins í hjarta Reykjavíkur  Framkvæmdir við Austurhöfn hafa tafist um minnst þrjá mánuði  10 milljarða króna verkefni á ís Morgunblaðið/Golli Steinhlaðinn Yngri hafnargarðurinn er nær á myndinni en sá eldri. Eins og myndin sýnir myndi sá yngri ganga þvert yfir fyrirhugaðan bílakjallara. Fulltrúi frá Ægi sjávarfangi ehf. kynnir þorsk- lifur fyrir stúlkum sem virðist skemmt. Var kynningin hluti af Degi þorsksins sem haldinn var í Sjávarklasanum í gær. Á honum kynnti fjöldi íslenskra fyrirtækja afurðir sem fram- leiddar eru úr þorski hér á landi og þá tækni sem þróuð hefur verið til að hámarka nýtingu og gæði. Gestir smökkuðu m.a. á ýmsum matvælum og kynntust frumkvöðlum í ólíkum geirum. Frumkvöðlar kynntu afurðir unnar úr þorski í Sjávarklasanum Morgunblaðið/Árni Sæberg Stúlkum skemmt á Degi þorsksins Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tunglsteini sem síðustu misserin hef- ur verið til sýnis í Könnunarsafninu á Húsavík var skilað í gær. Stein þenn- an fluttu tunglfarar Apollo 17 til jarð- ar í desember árið 1972 og voru slíkir steinar gefnir til ýmissa þjóða, svo sem hinnar íslensku. Steinninn var á sínum tíma falinn Náttúrugripasafni Íslands til varðveislu, þar sem hann hefur verið síðan og lengst af í geymslu. Í fyrra fékkst hann svo lán- aður til Könnunarsafnsins á Húsavík, en þar eru geim- ferðum og ýmsum landafundum gerð skil. Starfsmenn Náttúrufræði- stofnunar Íslands komu í gær til Húsavíkur með beinagrind steypi- reyðar sem rak á land á Skaga 2010. Hjá Náttúruminjasafni Íslands var einnig áhugi fyrir því að fá hval- beinin, en það var ákvörðun mennta- málaráðuneytis að þau skyldu fara norður og vera varðveitt í Hvalasafn- inu á Húsavík. Samningur ekki framlengdur Ákvörðun um að beinin af hvalnum á Skaga skyldu í Hvalasafnið á Húsa- vík var kynnt 26. ágúst sl. og skv. heimildum Morgunblaðsins barst Ör- lygi Hnefli Örlygssyni hjá Könnunar- safninu tilkynning strax næsta dag um að samningur um lán á tungl- steininum yrði ekki framlengdur. Ör- yggismálum mun þar hafa verið borið við. Og eftir að hafa skilað hvalbein- unum á sinn stað í gær komu sendi- menn Náttúrufræðistofnunar Íslands svo við í Könnunarsafninu, tóku steininn og höfðu með sér suður. Komu með bein og fóru með stein Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Flutningar Hvalbeinunum var komið fyrir á sínum stað á Húsavík í gær. Örlygur Hnefill Örlygsson  Tunglsteinninn á Húsavík sóttur og fluttur aftur suður til Reykjavíkur Indefence-hópurinn hefur sent Má Guðmundssyni seðlabankastjóra bréf þar sem kallað er eftir upplýs- ingum um þau stöðugleikaskil- yrði sem tilkynnt var um samhliða kynningu stjórn- valda á stöðug- leikaskattinum í júní. Er bent á það að ferlið hafi átt að vera opið og gagnsætt en þremur mán- uðum síðar hafi ekki komið fram hvað felist í skilyrðunum. Óska bréfritarar eftir að birt verði tilboð slitabúa föllnu bank- anna um stöðugleikaframlög og hvernig þau uppfylli stöðugleika- skilyrðin, áhrif stöðugleikaframlag- anna á greiðslujöfnuð þjóðarinnar og endurmat á stöðugleikaskilyrð- unum með tilliti til þeirrar áhættu sem Ísland búi við. Davíð Blöndal, einn bréfritara, segir ljóst að Seðlabankinn verði á næstu dögum eða vikum að taka afstöðu til tillagna slitabúanna um stöðugleikaframlag og að stutt sé í að teknar verði ákvarðanir sem munu móta lífskjör hérlendis til langrar framtíðar og það án þess að almenningur eða greiningarað- ilar fái tækifæri til þess að koma með athugasemdir. Stöðugleika- skilyrði verði birt Davíð Blöndal

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.