Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Almyrkvi á tungli verður aðfaranótt mánu-
dagsins 28. september og sést hann að öllu
leyti frá Íslandi, ef veður leyfir.
Sævar Helgi Bragason, formaður
Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, seg-
ir að almyrkvinn sjáist þar sem sjáist í heið-
skíran himin frá Íslandi. Það sé alltaf sér-
stakt að sjá rautt almyrkvað tunglið á
himninum, en það sem sé sérkennilegt núna
sé að almyrkvinn verði á sama tíma og
tunglið verði næst jörðinni. „Það hefur ekki
gerst síðan 1982 og gerist ekki næst fyrr en
2033.“ Hann áréttar að þótt þetta hljómi
spennandi komi fólk samt ekki til með að sjá
mun á stærð tunglsins. „Fólk hefur talað um
ofurmána, en það er hugtak sem fer í taug-
arnar á okkur vísindanördunum af því að
það er ekkert ofur við tunglið þennan dag,“
segir hann.
Tunglið verður rautt vegna þess að það
verður inni í skugganum af jörðinni. Á
stjörnufræðivefnum segir: „tunglmyrkvar
verða þegar sólin, jörðin og tunglið liggja
hér um bil í beinni línu. Tunglmyrkvar verða
því aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn
í skugga jarðar“. Tunglmyrkvar sjást frá
allri næturhlið jarðar, en síðast sást al-
myrkvi frá öllu Íslandi 21. desember 2010.
Sævar segir að stæði maður á tunglinu sæi
hann ljósið frá öllum sólarupprásum og sól-
setrum á jörðinni í einu. „Það væri sjón að
sjá,“ segir hann.
Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu
svæði á jörðinni og síðast frá Íslandi í mars
sem leið. Sævar segir að það gerist ekki oft
að sól- og tunglmyrkvi sjáist á Íslandi á
sama árinu en tunglmyrkvar séu miklu al-
gengari og sjáist frá Íslandi á nokkurra ára
fresti að meðaltali. „Það er alltaf mjög
skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ segir
hann, en tunglmyrkvinn sést vel frá Suður-
Ameríku, Bandaríkjunum, Evrópu og Suð-
ur-Afríku. Almyrkvinn hefst 12 mínútur yfir
miðnætti og milli klukkan 2.11 og 3.23 verð-
ur tunglið almyrkvað og þá blóðrautt.
steinthor@mbl.is
Almyrkvi á tungli eftir helgi
Sést vel frá Íslandi ef veður leyfir Almyrkvinn á sama tíma og tunglið verður næst jörðinni
Tunglmyrkvar verða aðeins þegar tungl er fullt og gengur inn í skugga jarðar
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Almyrkvi Tunglið verður blóðrautt milli klukkan 2.11 og 3.23 aðfaranótt nk. mánudags.
„Þetta er einvörðungu vegna niður-
skurðar á fjárheimildum. Við fórum
af stað með þetta verkefni til að
bæta aðstöðu barna sem koma í
heimsókn til fanga, því aðbúnaður-
inn var ekki bjóðandi börnum eins
og hann var,“ segir Páll Winkel
fangelsismálastjóri um þá ákvörðun
fangelsismálayfirvalda að hafa
Barnakot á Litla-Hrauni lokað um
helgar. Enn verður þó opið fimm
daga vikunnar.
Samrýmist ekki réttindum
Umboðsmaður barna, Margrét
María Sigurðardóttir, sendi form-
legt bréf til Fangelsismálastofnunar
hinn 18. september síðastliðinn þar
sem lokunin um helgar var gagn-
rýnd og farið var fram á skýringar.
Segir meðal annars í bréfi um-
boðsmanns að lokunin um helgar
leiði til þess að börn þurfi að taka frí
frá skóla til að nýta aðstöðuna á
Litla-Hrauni ásamt því að forráða-
menn þeirra muni þurfa frí frá vinnu
af sömu ástæðu.
„Þessar hindranir samræmast illa
réttindum barna og eru líklegar til
þess að draga úr möguleikum þeirra
til þess að heimsækja foreldri á
Litla-Hrauni,“ segir umboðsmaður
og bætir við að ávallt beri að leita
annarra leiða til hagræðingar en að
skerða þjónustu við börn.
Helgaropnunin of dýr
Fangelsismálastjóri segir í svar-
bréfi sínu að ákveðið hafi verið fyrir
um ári að nýta 4 milljónir króna af
rekstrarfé stofnunarinnar í að koma
upp aðstöðunni enda hafi málið verið
brýnt. „Fljótlega kom í ljós að það
var of dýrt. Vegna enn frekari nið-
urskurðarkröfu af hálfu Alþingis var
Fangelsismálastofnun nauðugur
einn kostur að stytta þann tíma sem
opið er, sérstaklega á þeim tímum
þegar lágmarksmönnun er í fangels-
inu, þ.e. um helgar.“
Ekki var lagt sérstakt mat á það,
þegar þessi ákvörðun var tekin,
hvort hún hefði áhrif á hagsmuni og
réttindi barna. laufey@asdf.is
Niðurskurður nær til Barnakots
Morgunblaðið/RAX
Litla-Hraun Börnin þurfa ekki að fara inn í fangelsið við komu í Barnakot.
Barnakot, aðstaða barna til heimsókna á Litla-Hrauni, lokað um helgar Umboðsmaður barna segir
það ekki samrýmast réttindum barna „Einvörðungu vegna niðurskurðar á fjárheimildum“
„Ég held að þetta sé að aukast aftur. Unga fólkið er
líka farið að gera slátur og læra af mömmu,“ segir
Guðbjörg Pálsdóttir, verslunarstjóri Hagkaupa í
Smáralind. Þar var opnaður í gær sláturmarkaður
SS og Hagkaupa. Nú er hægt að kaupa kalónaðar
vambir á ný, eftir árs hlé. Vanaföstu konurnar
sækja í það. Guðbjörg segir að próteinpokarnir
sem fylgja öllum slátrum séu handhægir og kalli á
minni saumaskap við sláturgerð.
Morgunblaðið/Eggert
Unga fólkið lærir af mömmu
Sláturmarkaður SS og Hagkaupa tekinn til starfa í Smáralind
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðis-
flokks lagði fram tillögu á fundi
borgarráðs í gær um að fella úr gildi
tillögu Reykjavíkurborgar um að
sniðganga vörur frá Ísrael. Í tillög-
unni segir að mikilvægt sé að eyða
allri óvissu í málinu. „Greinargerð
sem fylgdi tillögu Samfylkingar, Pí-
rata, Bjartrar framtíðar og Vinstri
grænna í borgarstjórn 22. þ.m. held-
ur málinu ennþá galopnu þar sem
ekki var fallist á að draga greinar-
gerðina til baka, en í henni eru boð-
aðar áframhaldandi aðgerðir borg-
arstjórnar í þessu máli.
Greinargerðin er því stefnumark-
andi. Slík óvissa er mjög skaðleg ís-
lenskum hagsmunum og hefur haft
neikvæð áhrif á ímynd lands og þjóð-
ar. Því er lagt til að greinargerðin
verði felld úr gildi,“ segir í tillögu
Sjálfstæðisflokksins.
Þá lagði Sveinbjörg Birna Svein-
björnsdóttir, fram fyrirspurn vegna
ummæla Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra að leitað hefði verið
álits borgarslögmanns um lögmæti
ákvörðunarinnar áður en hún var
tekin. Óskar hún eftir upplýsingum
borgarlögmanns um þá athugun.
Greinargerð
tillögu verði
felld úr gildi
Óskað upplýsinga
frá borgarlögmanni
Umboðsmaður barna segir
Barnakot, aðstöðuna á Litla-
Hrauni, taka tillit til hagsmuna
og þarfa barna. Lokunin um
helgar hafi mikil áhrif á börn
fanga og möguleika þeirra til að
njóta samvista við foreldra sína
í sem bestu umhverfi miðað við
aðstæður.
Í barnasáttmálanum og
barnalögum segir að það sem
börnum sé fyrir bestu eigi ávallt
að hafa forgang þegar teknar
eru ákvarðanir sem varða börn.
Í forgang
BARNVÆN AÐSTAÐA