Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Þökkum frábærar
viðtökur á Van Gogh
olíulitunum og
Amsterdam
akryllitunum, sem
seldust nánast upp.
Ný sending með fullt af
nýjungum komin í sölu.
Kolibri trönur
í miklu úrvali,
gæðaværa
á góðu verði
Ný sending af
Kolibri penslum
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki á afar hagstæðu verði
Ný sendingfrá
Ennþá meira úrval af
listavörum
Gunnar Rögnvaldsson dregurályktanir af síðustu atburð-
um í Evrópu:
Litlu ríkin, semgengu í Evr-
ópusambandið,
verða eins og öll
smáríki sem lent
hafa innan keisara-
velda og sovétríkja
– ekkert. Þau
verða „ekkert“ í
sovétbandaríkjum Evrópu.
Þetta blasir við okkur á degihverjum þessi árin.
Og engar lausnir á þeim hrika-legu vandamálum sem sjálf
tilvist Evrópusambandsins hefur
skapað á meginlandinu munu
rúmast innan ramma lýðræðislegs
stjórnar- og réttarfars. Og það er
ekki á öðru von.
Engin önnur leið hefur nokk-urn tíma verið í „pakk-
anum“.
Lögin í velmegandi þjóðríkiverða bráðnauðsynlega að
grundvallast á engilsaxneskri
heimspeki og hefð, sett af þinginu
og framkvæmd til verndar okkur
fólkinu í þjóðríkinu en ekki öfugt;
lögin mega ekki vera samin, sett
og framkvæmd fyrst og fremst til
verndar ríkisvaldinu, valdi yf-
irvalda eða yfirríkisveldis, eins og
í Evrópusambandinu.
Slíkt er eitur í beinum Evrópu-sambandsins.
Það var og er því á degi hverj-um stofnað til að þurrka af
sér allt lögmæti sem minnt getur á
engilsaxneska heimspeki, hefðir
og lýðræði. Það hatar Pax Am-
ericana ofar öllu.“
Gunnar
Rögnvaldsson
Úr ösku í eld
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 24.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 léttskýjað
Bolungarvík 5 skýjað
Akureyri 8 léttskýjað
Nuuk 2 skúrir
Þórshöfn 11 léttskýjað
Ósló 12 skúrir
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Stokkhólmur 13 léttskýjað
Helsinki 16 skúrir
Lúxemborg 16 léttskýjað
Brussel 15 skýjað
Dublin 12 skúrir
Glasgow 12 skúrir
London 17 léttskýjað
París 16 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 16 skýjað
Berlín 17 léttskýjað
Vín 14 skýjað
Moskva 21 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 22 heiðskírt
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 21 léttskýjað
Aþena 25 léttskýjað
Winnipeg 13 alskýjað
Montreal 17 léttskýjað
New York 24 heiðskírt
Chicago 22 skýjað
Orlando 27 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
25. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 7:19 19:21
ÍSAFJÖRÐUR 7:24 19:26
SIGLUFJÖRÐUR 7:07 19:09
DJÚPIVOGUR 6:49 18:50
Heildarsala
áfengis hjá Áfeng-
is- og tóbaks-
verslun ríkisins í
ágúst á þessu ári
var 1.675.346 lítr-
ar. Til saman-
burðar var sala
áfengis í ágúst
2014 samtals
1.892.590 lítrar.
Fyrstu átta
mánuði ársins er heildarsala áfengis
samtals 13.018.435 lítrar en árið 2014
nam heildarsala áfengis á sama tíma
12.875.655 lítrum.
Söluhæsti vöruflokkurinn í áfeng-
issölu hjá ÁTVR í ágúst var lager-
bjórinn sem seldist í 1.241.090 lítrum.
Því næst kemur rauðvín og hvítvín.
Ölið rekur svo lestina.
Sala tóbaks á vegum ÁTVR er
flokkuð í neftóbak, reyktóbak og
píputóbak. Heildarasala þessara
þriggja flokka í ágúst var 3.805 kg.
Mest seldst af neftóbaki eða 2.706 kg.
Það sem af er ári hafa selst samtals
23.086 kg af neftóbaki, þ.e. fyrstu átta
mánuði ársins.
Á sama tíma árið 2014 höfðu selst
21.421 kg neftóbaks. laufey@mbl.is
Lagerbjór
vinsælastur
hjá ÁTVR
13 milljón lítrar
áfengis seldir í ár
Vinsælast virðist að
skála í lagerbjór.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Verðfall varð á fyrsta degi seinasta
minkaskinnauppboðs ársins hjá
danska uppboðshúsinu. Verðið féll
um nærri 40% og aðeins 70-80%
framboðinna skinna seldust. Upp-
boðið stendur í rúma viku en fyrsti
dagurinn gefur vísbendingar um
slaka útkomu uppboðsins í heild.
Loðdýrabændur áttu von á verð-
lækkun á uppboðinu vegna að-
stæðna á aðalmarkaðssvæðinu,
Kína. Þar hefur dregið úr hagvexti,
gengið verið fellt í tvígang og hluta-
bréf lækkað í verði. Einnig eru erf-
iðleikar á fleiri mikilvægum mörk-
uðum. Lækkunin varð þó meiri en
reiknað var með og salan lakari, að
sögn Einars E. Einarssonar, loð-
dýrabónda í Skagafirði og loðdýra-
ræktarráðunautar. Þess ber að geta
að aðeins ein litategund var boðin
upp í gær. „Við verðum að sjá hvað
gerist. Það eru 7 milljónir skinna til
sölu. En uppboðið fer mjög illa af
stað og fáir kaupendur eru mættir,“
segir Einar.
Veturinn í Kína ræður miklu
Fyrsta uppboð nýs söluárs verður
í janúar. Árangurinn þar er talinn
ráðast mikið af því hvernig veturinn
verður í Kína. Kaldur vetur kann að
koma sölunni aftur af stað.
40% verðfall á minkaskinnum
Erfiðleikar í efnahag Kínverja bitnar á íslenskum loðdýrabændum
Ljósmynd/Kopenhagen Fur
Pelsun Lítil spurn er eftir skinnum.