Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 ÁRBORG Á FERÐ UM ÍSLAND Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég ætlaði nú bara að vinna við þetta í eitt sumar, en líkaði starfið vel og sætti mig því við það. Auðvitað kom maður að ýmsum málum, en heilt yf- ir var þetta skemmtilegt,“ segir Heiðar Bjarndal Jónsson frá Neðri- Dal í Biskupstungum og vísar í máli sínu til þess tíma er hann starfaði sem lögreglumaður í Árnessýslu. Feril sinn þar hóf hann hinn 1. maí árið 1975 og lét Heiðar Bjarndal af störfum 38 árum síðar, árið 2013, og þá sem lögregluvarðstjóri. Nú þegar búningurinn hefur verið lagður á hilluna segist Heiðar Bjarndal meðal annars hafa tíma til þess að sinna húsverkum, viðhaldi ýmiss konar og áhugamálum sínum. „Að megninu til er ég nú bara heimavinnandi og sé meðal annars um að skúra gólfið. Við erum búin að skipta þessu niður – konan vinnur úti og ég heima,“ segir hann og hlær, en helsta áhugamál hans er útivist og er Heiðar Bjarndal afar iðinn við að ganga á fjöll. „Ég hef mjög gaman af því að príla upp á fjöll og geri það meðal annars til þess að halda heils- unni,“ segir hann og bætir við: „Og þá er Ingólfsfjallið minn heimavöllur enda næst mér. Þangað reyni ég að fara sem oftast og nýt þess mjög. Þegar upp er komið er mjög skemmtilegt að ganga inn á fjallið og njóta útsýnisins. Það er oft og tíðum stórbrotið og ég á til að gleyma mér yfir því.“ Sólin er í Biskupstungum Heiðar Bjarndal er einnig mikið fyrir það að skella sér í lengri göngu- ferðir með góðum vinum og gekk hann til að mynda á Hvannadals- hnjúk í maí árið 2010. „Þegar kemur að styttri ferðum fer ég nú samt yfirleitt einn. Þá þarf ekkert að vera að spá í það hvort maður sé að stinga göngufélagana af eða þeir mig. Svo er líka oft gott að vera bara einn á göngu með sjálfum sér og sínum hugsunum.“ Spurður hvort hann eigi sér eitt- hvert uppáhaldsfjall til þess að sækja heim kveður Heiðar Bjarndal já við. „Bjarnarfell í Biskupstungum er náttúrlega í miklu uppáhaldi hjá mér. Þar við er ég alinn upp og þrátt fyrir að hafa búið á Selfossi í öll þessi ár lít ég fyrst og fremst á mig sem Bisk- upstungnamann. Þar er best að vera enda alltaf sól og blíða – að minnsta kosti í minningunni.“ Árin í lögreglunni eru honum enn ofarlega í huga, enda starfið krefjandi og tími hans þar langur. Einn vinnudagur líður honum seint úr minni, hinn 19. nóvember 1977. „Þennan dag féll snjóflóð við Sogn í Ölfusi og undir því grófst fimm ára gamall drengur. Við fórum að sjálfsögðu á staðinn og eftir nokkurn tíma fundum við drenginn á lífi,“ seg- ir hann og heldur áfram: „Það vildi svo til að þetta gerðist á afmælisdegi mínum og hefði ég ekki getað hugsað mér betri gjöf en þá að heimta barnið úr flóðinu.“ „Mér kólnaði mjög fljótt“ Greint var frá atburði þessum á sínum tíma í Morgunblaðinu og þar Ljósmynd/Guðmundur Karl Sigurdórsson Mannbjörg „Eftir nokkurn tíma fundum við drenginn á lífi,“ segir Heiðar Bjarndal, sem bjargaði dreng úr snjóflóði. Endurheimt drengsins besta afmælisgjöfin  Heiðar Bjarndal leikur sér nú að því að hlaupa upp fjöll  Áætlað er að uppbygging á nýjum miðbæ á Selfossi kosti þrjá milljarða króna og að hann verði fullbyggður árið 2017. Í heild verða hátt í þrjá- tíu hús á svæð- inu, sem nær yfir tvo hektara. Leó Árnason fer fyrir hópi áhugamanna um uppbygg- inguna. „Við erum í viðræðum við stóra hótelkeðju um aðkomu að hóteli í miðbænum þar sem Hótel Ísland og Hótel Akureyri verða endurbyggð,“ segir Leó. Grunnflötur húsanna verður 180- 190 fermetrar að hámarki og stefnt er að því að öll starfsemi verði opn- uð í einu líkt og um verslunarmið- stöð væri að ræða. Einnig verða veitingastaðir, kaffihús, bakarí og fleira á svæðinu. Þá er einnig stefnt að því að framkvæmdin verði að öllu leyti í höndum einkaaðila. Deiliskipulagsbreytingar vegna verkefnisins verða teknar fyrir á næsta fundi byggingar- og skipu- lagsnefndar Árborgar. vidar@mbl.is Götumyndin Stefnt er að því að nýr miðbær verði tilbúinn árið 2017. Þriggja milljarða króna uppbygging Leó Árnason  Sveitir Flóans hafa fengið nýjan svip á síðustu árum. Á fjölda jarða hefur hefðbundinn búskapur lagst af, þær verið seldar og kaupendur eru gjarnan hestafólk sem byggir upp góða aðstöðu og nýtir úthagann til hrossabeitar. „Þetta er þróun sem nær til fjölda jarða á svæðinu,“ segir Hrafnkell Guðnason í Glóru, bæ sem er skammt neðan við Selfoss. „Á sumum bæjum hafa verið byggðar reiðhallir sem eru stórhýsi.“ Hrafnkell, sem er fæddur og uppal- inn á Selfossi, fluttist í Glóru, hvaðan hann er ættaður, árið 1989, þá liðlega tvítugur. „Reyndar ætlaði ég mér stóra hluti við búskap hér í upphafi, en svo hafa áherslur og aðstæður breyst, eins og gengur. En möguleik- arnir eru miklir. Hér eru víðfeðm og vel gróin svæði sem henta vel til hrossabeitar,“ segir Hrafnkell, sem sækir vinnu út í frá og hið sama gerir Guðný Ingvarsdóttir, kona hans. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bóndinn Hrafnkell hugar að hrossum sínum í gróðursælum úthaganum. Hrossabúskapur víða á bæjum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fyrirtækið Arctic wings hóf starf- semi í sumar og býður ferðamönn- um útsýnisflug um Suðurland. Gert er út frá Selfossflugvelli og að sögn Kristjáns Bergsteinssonar, flug- manns og eins hluthafa fyrirtæk- isins, var áætlað að hefja starfsemi næsta sumar, en eftir að tvö flug- leyfi „duttu í hús“ var hins vegar ákveðið að hefja starfsemi þetta sumar. „Ferðamennirnir eru aðeins farnir að átta sig á þesum valmögu- leika. Við höfum verið að vinna í markaðssetningu núna en vitum að það tekur um eitt ár að komast al- mennilega inn á markaðinn. Við er- um þegar búin að fá bókanir næsta sumar,“ segir Kristján í samtali við Morgunblaðið. Áhugi að utan Fyrirtækið er sem stendur með tvær flugvélar til taks, en að sögn Kristjáns er stefnt að því að vera með fjórar til sex vélar tiltækar í apríl á næsta ári. Er félagið meðal annars að fá tveggja hreyfla Piper Senica-flugvél frá Tékklandi í októ- ber næstkomandi. „Við verðum að binda vonir við að þetta muni ganga og miðað við áhuga erlendra aðila teljum við fulla innistæðu fyrir því að vera með allar þessar vélar tiltækar. Margar þeirra leigjum við af að- ilum tengdum félaginu,“ segir Kristján sem hefur verið viðloðandi flugið á Selfossi allt frá barnsaldri. Er áhuginn því brennandi. Ein klukkustund í útsýnisflugi kostar 35 þúsund krónur í fjögurra sæta flugvél, en í slíkum tækjum er pláss fyrir þrjá farþega. Eins er hægt að fara í dýrari ferðir upp á hálendið, að Eyjafjallajökli og til Vestmannaeyja. Á síðastnefnda staðnum er hægt að stoppa til að skoða aðstæður og kynna sér það Innistæða er fyrir fjórum flugvélum  Bjóða útsýnisflug um Suðurland Ljósmynd/Sigurður Bogi Flugmaður Kristján Bergsteinsson í loftinu. Þar kann hann best við sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.