Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
MOSFELLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
Brauð dagsins alla föstudaga
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.
Til stendur að nýta Knarr-
arósvita, sem stendur skammt
austan við Stokkseyri, sem
áfangastað ferðamanna. Vitinn
er alls 26,2 metrar á hæð og þar
með hæsta bygging Suðurlands.
Setur vitinn því sterkan svip á
umhverfið í lágsveitum Flóans.
Bragi Bjarnason, menningar-
og frístundafulltrúi hjá Árborg,
segir að sveitarfélagið hafi haft
frumkvæðið að því að ræða við
Vegagerðina um möguleikann á
því að nýta vitann til ferða-
mennsku. Að sögn hans fékk
sveitarfélagið tveggja milljóna
króna styrk frá Framkvæmda-
sjóði ferðamannastaða síðasta
vetur og verður styrknum að
mestu varið í að bæta öryggismál
í vitanum.
„Ef allt gengur að óskum mun
fram-
kvæmdum
ljúka í vetur,“
segir Bragi.
Knarrar-
ósviti, sem
byggður var á
árunum 1938
til 1939, er
fyrsti vitinn á
Íslandi sem
byggður er úr járnbentri stein-
steypu. „Vitinn er í raun einn
geimur. Við innkomu ertu stadd-
ur í stórum sal, en svo liggja stig-
ar upp á toppinn. Þegar upp er
komið blasir svo við manni alveg
magnað útsýni - maður hefur sjó-
inn fyrir framan þig og í raun
alla fjallasýn Suðurlands á góð-
viðrisdögum,“ segir Bragi.
vidar@mbl.is
Ferðamenn fái aðgang að Knarrarósvita
Ljós Til stendur að gera Knarrarósvita aðgengilegan ferðamönnum
og standa nú yfir viðhaldsframkvæmdir í tengslum við það.
Sjór og fjallasýn
yfir Suðurland
Bragi Bjarnason
Sveitarfélagið Árborg varð til við sameiningu fjögurra sveitar-
félaga árið 1998 og búa þar rúmlega 8.000 manns, en sveitar-
félagið er alls um 157 ferkílómetrar að stærð. Innan þess má finna
fjölbreytt landslag, s.s. tilkomumikla fjallasýn og stórbrotnar
fjörur, en atvinna er þar helst iðnaður, verslun og þjónusta.
meðal annars rætt við Rune Hesager,
drenginn sem lenti í háskanum. Sagð-
ist hann hafa verið á gangi efst í snjó-
brekku inni í gilinu fyrir ofan bæinn,
þegar jörðin fór skyndilega öll á
hreyfingu. Rann hann því næst niður
hlíðina og grófst undir snjó, en flóðið
féll um það bil 150 metra.
„[É]g sá ekkert og vissi ekkert
fyrr en ég var allt í einu alveg fastur
þarna í snjónum, gat hvorki hreyft
legg né lið,“ sagði Rune í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins sem sótti
drenginn og fjölskyldu hans heim fá-
einum dögum eftir snjóflóðið.
„Ég varð auðvitað dálítið hrædd-
ur þegar ég fann að ég gat alls ekki
hreyft mig neitt, en ég fór fljótlega að
hugsa um að pabbi myndi fljótlega
koma og bjarga mér. Mér kólnaði
mjög fljótt, en það varð aldrei neitt
óbærilegt og ég gat mjög vel andað
allan tímann. Svo kom bara stöngin í
mig og þá vissi ég auðvitað að mér
yrði fljótlega bjargað.“
Fram kemur í viðtalinu við fjöl-
skylduna að tugi manna hafi fljótlega
drifið að á skömmum tíma og fannst
Rune eftir um eins og hálfs tíma leit,
en þá höfðu meðal annars stangir og
skóflur verið notaðar við leitina.
Rune var fluttur til læknisskoðunar á
sjúkrahúsið á Selfossi, en var þó fljót-
ur að jafna sig eftir hnjaskið, að því er
fram kemur í áðurnefndri frétt Morg-
unblaðsins.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Göngugarpur Útivist er helsta áhugamálið og hér má sjá Heiðar Bjarndal ásamt góðum hópi í hlíðum Ingólfsfjalls.
Á vaktinni Heiðar Bjarndal vann hjá lögreglunni í
Árnessýslu í 38 ár, en sinnir nú áhugamálunum.
Drengurinn Rune litli á heimili sínu í fullu fjöri, en myndin
birtist fyrst í Morgunblaðinu þremur dögum eftir flóðið.
sem í bænum býðst „Til að byggja
traustari stoðir undir reksturinn
erum við líka með átta til níu
manna bíla og förum með fólk
gullna hringinn, í norðurljósaferðir
og annað slíkt,“ segir Kristján.
Hluthafar í Arctic wings eru alls
tuttugu og einn. Í þeim hópi eru til
að mynda ferðaþjónustufyrirtæki,
fyrirtæki í flugtengdum rekstri,
flugáhugamenn og aðrir áhuga-
menn um rekstur félagsins.
Glæsileg Tveggja hreyfla Piper Senica kemur til landsins í október.