Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Borgara-stríðið íLíbýu hef-
ur nú geisað í
nærri því þrjú ár,
þó að átökin þar hafi fallið
verulega í skuggann af
ástandinu í Sýrlandi. Landið
hefur í raun gliðnað í tvennt,
og í ringulreiðinni sem ríkt
hefur hafa hryðjuverkahópar
á borð við Ríki íslams náð
fótfestu. Auk þess hafa vopn-
aðir vígahópar getað farið
sínu fram og stundum tekið
lögin í eigin hendur.
Þetta ástand er á meðal
þess sem hefur ýtt undir hinn
mikla straum flóttamanna til
Evrópu, einkum Ítalíu, auk
þess sem smygl á vopnum og
fólki hefur getað aukist
óáreitt í skjóli lögleysunnar.
Þá hefur ástandið beinlínis
ýtt undir pólitískan óróa ann-
ars staðar í Norður-Afríku.
Það er því skiljanlega mikill
áhugi, bæði innan Evrópu-
sambandsins og hjá Samein-
uðu þjóðunum, að koma á
samkomulagi á milli vestur-
og austurhluta Líbýu og auka
þannig stöðugleika í þessum
heimshluta. Það gæti svo að
auki dregið eitthvað úr þeim
fjölda sem nú leitar yfir Mið-
jarðarhafið í leit að betra lífi.
Bernardino León, sérlegur
sendiboði Sameinuðu þjóð-
anna, hefur haft það van-
þakkláta starf með höndum
síðustu mánuði að halda báð-
um aðilum við
samningaborðið
og reyna að finna
pólitíska lausn
sem myndi duga,
en samkomulagsfrestur rann
út á sunnudag. Engu að síður
var viðræðunum haldið
áfram, og hillti loksins á
þriðjudaginn undir sam-
komulag sem báðir aðilar
ættu að geta fellt sig við.
León tók sérstaklega fram að
þetta væri síðasta tilboð
Sameinuðu þjóðanna og
ábyrgðin væri nú fylking-
anna að samþykkja eða hafna
því, en þeim hefur verið
veittur frestur til 20. október
til þess að samþykkja það
formlega.
Ýmislegt getur gerst á
þeim tíma, og traust á milli
deilenda er í algjöru lág-
marki. Í slíku ástandi þarf
sjaldnast mikið til að tendra
eldana á ný, og veltur því
mikið á að ríki heims séu
tilbúin til þess að veita Líbýu
stuðning frá fyrsta degi, fari
svo að samkomulag náist.
Í kjölfarið þarf samstillt
átak til þess að ryðja þeirri
fótfestu sem Ríki íslams hef-
ur fengið í landinu úr vegi.
Þegar haft er í huga að hinn
valkosturinn fyrir Líbýu er
áframhaldandi glundroði ætti
það að vera auðveld ákvörð-
un fyrir þjóðir heims að
fylkja sér á bak við sam-
komulag af þessu tagi.
Stríðandi fylkingar í
Líbýu ræða saman}Samkomulag í augsýn?
Ein undarleg-asta kosn-
ingabarátta síðari
tíma heldur áfram
að koma á óvart.
Nú hafa tveir af þeim 17 sem
gefið höfðu kost á sér til þess
að vera forsetaframbjóðandi
Repúblikanaflokksins dregið
sig í hlé, þeir Rick Perry og
Scott Walker. Báðir áttu feril
sem ríkisstjórar og báðir voru
taldir eiga góðan möguleika á
því að hreppa hnossið árið
2016. Báðir stóðu sig langt
undir væntingum þegar í al-
vöruna var komið.
Perry fór með himin-
skautum árið 2012, en kastaði
möguleikum sínum á glæ þeg-
ar hann gat ekki munað
helstu atriði eigin stefnu-
skrár í kappræðum. 49 sek-
úndum síðar voru vonir hans
um Hvíta húsið horfnar, en
fjölmiðlar vestra voru á því að
það væri allt gleymt og grafið
nú. Svo virðist sem stuðnings-
menn Repúblikanaflokksins
hafi ekki verið á sama máli,
því að Perry komst aldrei á
flug, og náði held-
ur ekki að heilla
þjóðina í kapp-
ræðunum.
Öðru máli
gegndi um Walker hvað skoð-
anakannanirnar varðaði. Þeg-
ar kosningabaráttan hófst
varð hann fljótlega einn af
þeim sem mældust hvað hæst,
og skipti þar ekki síst máli að
hann leiddi í Iowa, þar sem
fyrstu forkosningarnar fara
fram í febrúar. Þegar auðkýf-
ingurinn Donald Trump bauð
sig fram hrapaði stuðning-
urinn við Walker og mældist
að lokum innan við hálft pró-
sent.
Walker endaði kosninga-
baráttu sína á hvatningu til
hinna frambjóðendanna, um
að þeir myndu einnig falla á
sverð sín svo hægt yrði að
koma í veg fyrir framgang
Trumps. Sú hvatning þarf
ekki að koma á óvart, þar sem
Trump hefur náð þeim ótrú-
lega árangri að láta kosninga-
baráttuna snúast um sig,
algerlega óverðskuldað.
Walker og Perry
hrökklast úr leik}Og þá voru eftir fimmtán
F
jögur ríki Evrópusambandsins
lögðust í vikunni gegn því að
sambandið tæki sér það vald
að skikka ríkin til þess að taka
við ákveðnum hluta þeirra
hælisleitenda sem komið hafa inn fyrir ytri
landamæri Schengen-svæðisins á und-
anförnum mánuði. Engu að síður var sam-
þykkt með auknum meirihluta að Evrópu-
sambandið fengi valdheimildir til þess.
Ríkin fjögur, Tékkland, Slóvakía, Ungverja-
land og Rúmenía, verða því að framfylgja
ákvörðuninni þrátt fyrir að vera henni and-
víg.
Það er engan veginn nýtt að ríki innan
Evrópusambandsins lendi í minnihluta í at-
kvæðagreiðslum á vettvangi þess og verði
fyrir vikið að framfylgja ákvörðunum sem
þau hafa lagst gegn. Jafnvel barist gegn á hæl og
hnakka. Meðal annars í málum sem varðað hafa mjög
mikilvæga hagsmuni. Dæmi um það er til að mynda þeg-
ar Írar lögðust gegn samningi við Færeyinga um mak-
rílveiðar sem gerður var á fyrri hluta síðasta árs á þeim
forsendum að hann færi gegn írskum hagsmunum. Írar
urðu undir í atkvæðagreiðslu í ráðherraráði sambands-
ins og urðu að framfylgja samningnum. Evrópusam-
bandið hafði þó ítrekað lagt áherzlu á það í makríldeil-
unni við okkur Íslendinga að makríllinn væri gríðarlegt
hagsmunamál fyrir Írland.
Raunveruleikinn er einfaldlega sá að það er goðsögn
svo ekki sé sterkara til orða tekið að ekki sé
gengið gegn mikilvægum hagsmunum ríkja inn-
an Evrópusambandsins eins og gjarnan hefur
verið haldið fram hér á landi af ófáum stuðnings-
mönnum þess að Ísland gangi í sambandið og
lúti þar með yfirstjórn þess á flestum og sífellt
fleiri sviðum. Gjarnan hefur verið talað um að
við inngöngu í Evrópusambandið fengjum við
sæti við borðið innan þess. Þessi málflutningur
hefur hins vegar tekið grundvallarbreytingum á
liðnum árum. Áður var því haldið fram að Ísland
þyrfti að ganga í sambandið til þess að hafa áhrif
innan þess. Það orðalag heyrist hins vegar nán-
ast ekki lengur. Þess í stað er talað um sæti við
borðið. En sæti við borðið er engin sjálfkrafa
ávísun á áhrif.
Þetta er ekki sízt staðreynd í ljósi þess að ein-
róma samþykki ríkja innan Evrópusambandsins
hefur verið á hröðu undanhaldi á liðnum árum og heyrir í
raun til undantekninga í dag. Miðað við þróunina til þessa
mun vægi þess minnka enn frekar í framtíðinni. Þess í
stað er í langflestum tilfellum aðeins gerð krafa um auk-
inn meirihluta eða einfaldan meirihluta. Þessi þróun hefur
komið sér verst fyrir minni ríki Evrópusambandsins enda
fer vægi ríkja innan þess fyrst og fremst eftir því hversu
fjölmenn þau eru. Þetta er einmitt það sem gerðist fyrr í
vikunni þegar fjögur ríki sambandsins voru skikkuð til
þess að taka við ákveðnum hluta hælisleitenda. Ákvörðun
sem áður þurfti einróma samþykki til að taka var tekin
með auknum meirihluta atkvæða. hjortur@mbl.is
Hjörtur J.
Guðmundsson
Pistill
Mikilvægir hagsmunir skipta engu
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Með aukningunni komaupp fleiri núningsfletirsem við þurfum aðleysa og finna leiðir til
að okkur líði vel í eigin samfélagi
með ferðaþjónustunni sem er uppi-
staðan í atvinnulífi sveitarinnar,“
segir Ólafur Þröstur Stefánsson, bý-
flugnabóndi og leiðsögumaður í
Reykjahlíð. Hann er formaður Fjör-
eggs, félags um náttúruvernd og
heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit,
sem stendur fyrir fundi um sambýli
íbúa og ferðamanna í sveitinni á
morgun, laugardag.
Markmið fundarins er að ræða
helstu núningsfletina sem íbúar
finna fyrir vegna aukins straums
ferðamanna og ekki síður að koma
fram með lausnir sem geta bætt
samfélagið og umhverfið.
Vantar betri leiðbeiningar
Auk þess álags sem stóraukinn
ferðamannastraumur er á umhverfi
Mývatns og þá þjónustu sem þar er í
boði verður rætt um þann átroðning
sem íbúarnir eru farnir að finna á
eigin lóðum. „Ferðamennirnir eru
komnir of nálægt prívatlífi fólks. Allt
sem ferðamennirnir eru að skoða er
á einkajörðum eða í einkaeigu og allt
nálægt byggð. Ferðafólk villist inn á
heimreiðar og er komið heim á hlað
til fólks. Er kannski að leita að
öðru,“ segir Ólafur Þröstur. Einnig
segir hann alltaf dæmi um að ferða-
fólk villist út af stígum eða slóðum
og inn á svæði sem heimafólk vilji
hafa frið með. Þar séu eignir þess og
munir. „Við viljum ekki girða allt af
og setja upp bannskilti með nei-
kvæðum skilaboðum. Viljum frekar
hafa þau leiðbeinandi. Við viljum
auðvitað að ferðafólki sem heimsæk-
ir okkur líði vel,“ segir Ólafur. Hann
tekur fram að menn viti ekki nógu
vel hvað megi og hvað ekki, hvorki
heimafólk né ferðafólk. Þess vegna
flytur Aagot Vigdís Óskarsdóttir
lögfræðingur erindi um heimildir
ferðamanna til frjálsrar farar og
dvalar á eignarlöndum.
Hvar á að byggja upp?
Veruleg uppbygging hefur ver-
ið á gististöðum við Mývatn á und-
anförnum árum og framundan eru
frekari framkvæmdir, meðal annars
á nýju stóru hóteli á Grímsstöðum.
Það hefur ýtt undir umræðuna hjá
Fjöreggi. Þá er sveitarstjórn Skútu-
staðahrepps að vinna að stefnu-
mörkun um uppbyggingu ferðaþjón-
ustu. Yngvi Ragnar Kristjánsson,
oddviti og hótelstjóri á Seli – Hótel
Mývatni, segir að undirbúningur
stefnumörkunar sé vel á veg kom-
inn. Meðal annars hafi upplýsinga
verið aflað hjá íbúum og nokkrum
fyrirtækjum og stofnunum. Nú sé
komið að pólitísku ákvörðuninni.
Hún snúist um það hvað eigi að leyfa
mikla uppbyggingu hótela og hvar.
„Mér finnst umræðan núna vera á
þeim grundvelli að menn vilja ekki
sjá sveitina kafna í hótelum. Það
þurfi að finna hinn gullna meðal-
veg,“ segir Yngvi Ragnar og vill
frekar nálgast spurninguna með því
að banna uppbyggingu á ákveðnum
svæðum við vatnið frekar en að
beina henni á viss svæði.
„Við ráðum ekki hvað
margir ferðamenn koma.
Stóra málið hjá okkur er að
tryggja að hægt sé að taka á
móti þeim mikla fjölda sem
kemur og gera það í sátt og
samlyndi við íbúa sveit-
arinnar,“ segir Yngvi og bætir
við að ávallt þurfi að gæta
gulleggsins, Mývatns. Það
sé ekki aðeins mál íbúa
Mývatnssveitar heldur
allra landsmanna.
Ferðafólkið komið of
nálægt einkalífi íbúa
Morgunblaðið/Eggert
Á puttanum Erlendir ferðamenn leggja mikið á sig til að geta komist að
Mývatni í Íslandsheimsókn. Mörgum finnst nóg komið.
Áætla má að rúmlega 200 þús-
und erlendir ferðamenn hafi
sótt Mývatnssveit heim á há-
önn, í júní til ágúst, á síðasta
ári og þeim fjölgaði í ár. Til við-
bótar koma ferðamenn sem bú-
settir eru á Íslandi. Talsvert á
þriðja hundrað þúsund gestir
komu því þangað sumarið
2014.
Það er nokkuð mikið lagt á
íbúa Skútustaðahrepps sem
eru innan við 400. Áætlað er að
40% þeirra vinni við ferðaþjón-
ustu og mun fleiri þegar tengd
störf bætast við. Starfs-
mannafjöldinn er meiri
því sumarstarfsmenn
sem búa annars staðar
bætast við, eða eitt-
hvað á þriðja hundrað.
Það er frekar unga fólk-
ið sem sækir í störf
við ferðaþjón-
ustu en það
eldra.
250 þúsund
ferðamenn
FÁMENNT SVEITARFÉLAG
Yngvi Ragnar
Kristjánsson