Morgunblaðið - 25.09.2015, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Að vera sjálfum sér
reiður gagnast öðrum
lítt. Dagur B. Eggerts-
son lætur eðlilega und-
an alvarlegum athuga-
semdum við fljótfærn-
islega samþykkt
meirihluta borgar-
stjórnar um málefni
Palestínu. Hann er
meira að segja sjálfum
sér reiður fyrir að hafa
ekki undirbúið málið betur.
En hvað með öryggishagsmuni Ís-
lendinga og ástæðu til að undirbúa
önnur mál betur?
Tvö ár eru nú liðin frá því að
Hjartað í Vatnsmýri afhenti borg-
arstjórn Reykjavíkur undirskrift
nærri 70.000 Íslendinga þar sem
skorað er á borgaryfirvöld og Al-
þingi að tryggja rekstur Reykjavík-
urflugvallar í óbreyttri mynd. Meiri-
hluti borgarstjórnar Reykjavíkur
ætlar með dyggum stuðningi Vals-
manna að loka neyðarbrautinni hvað
sem öryggi sjúkraflugsins líður.
Meirihluti borgarstjórnar Reykja-
víkur metur þannig hagsmuni bygg-
ingarfélags Valsmanna meira en ör-
yggishagsmuni þjóðarinnar.
Valsmenn segjast munu hagnast um
marga milljarða króna á þessum
byggingarframkvæmdum, sem geta
stofnað mannslífum í voða svo ekki
sé sterkar til orða tekið.
Þessi stærsta undirskriftasöfnun
fyrr og síðar hratt af stað atburða-
rás, sem margir vonuðu að myndi
binda enda á áratuga deilur um
Reykjavíkurflugvöll, en svo er al-
deilis ekki. Allan tímann á meðan
Rögnunefndin var að störfum vann
Dagur B. Eggertsson hörðum hönd-
um að eyðileggingu Reykjavíkur-
flugvallar, þvert ofan í yfirlýstan
vilja 70 til 80 prósenta landsmanna.
Dæmalaus áhættumatsskýrsla
Ísavía hefur fengið falleinkunn hjá
Öryggisnefnd Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna, en allt kemur fyrir
ekki.
En nú er Dagur sjálfum sér reiður
fyrir að hafa flanað að ákvörðun um
viðskipti við Ísrael, en hann þarf að
líta sér nær.
Þegar að því kemur að fyrsta
sjúkraflugvélin getur ekki lent í
Reykjavík vegna þess að búið er að
loka neyðarbrautinni getur Dagur
vitanlega orðið sjálfum sér reiður
fyrir að hafa beitt sér fyrir lokun
hennar. En reiði Dags í eigin garð
mun ekki hjálpa þeim, sem í flugvél-
inni eru.
Hvað þarf til að Dagur B. Egg-
ertsson og meirihluti borgarstjórnar
fáist til að hlusta á vilja mikils meiri-
hluta þjóðarinnar í málefnum
Reykjavíkurflugvallar?
Fyrir hönd Hjartans í Vatnsmýri.
Reiður borgarstjóri
Eftir Friðrik Páls-
son og Njál Trausta
Friðbertsson
»En reiði Dags í eigin
garð mun ekki
hjálpa þeim, sem í flug-
vélinni eru.
Friðrik
Pálsson
Höfundar eru formenn
Hjartans í Vatnsmýri.
Njáll Trausti
Friðbertsson
Það fer býsna margt
um huga hins aldraða
nú á haustdögum, því
nóg er framboð tíðind-
anna og því miður enn
frekar ótíðindanna, þeg-
ar skyggnst er um
heimsbyggð alla.
Flóttamannavanda-
málið risastóra þar sem
allir sem einhvers
megna eiga að leggja lið
herjar á okkur í hryll-
ingsmyndum frá hinum stríðshrjáðu
svæðum. Það leiðir raunar hugann að
rótinni, vígbúnaðarbrjálæðinu, styrj-
öldunum svo víða sem skapa þessi
vandamál, en ekki gleyma misskipt-
ingu auðsins í heiminum, ekki gleyma
trúarofstækinu svo víða
sem byggist eins og
fyrri daginn á fáfræði
og miskunnarlausri
grimmd. Og allra sízt
skyldum við gleyma
hvernig herveldið í
vestri og bandamenn
þess hafa með inngrip-
um sínum skapað
meira illt en gott hvar-
vetna. Lítum til þess
þegar mesti vopna-
framleiðandi heims
heyr styrjaldir til þess
að koma þessum vopnum sínum í
„gagnið“, viðhalda völdum sínum og
heimsyfirráðum, olíuauðnum svo
nærtækt dæmi sé tekið. Hún Stein-
unn Þóra kom rösklega inn á þetta í
umræðunum um stefnuræðu for-
sætisráðherra og hafi hún þakkir fyr-
ir. En ekki fleiri orð hér um, svo
margt sem vel er kveðið um þetta
heimsvandamál af svo mikilli þekk-
ingu og innsæi. En orð megna lítið
gegn sprengjunnar helþunga gný –
og þó.
Og vel á minnst, stefnuræða for-
sætisráðherra, þess annars þokka-
lega drengs, sem ég held að hafi sleg-
ið öll met í sjálfhælni og hefi ég þó
heyrt anzi margt af slíku. Ekki það að
ýmislegt er það sem gleður hugann
eftir svartnætti hrunáranna og sjálf-
sagt að halda því til haga. En þá er
líka skylt að geta þess hversu unnið
var úr þeim skelfilegu aðstæðum.
Auðvitað lítur maður fyrst og síð-
ast til heimahaganna og ótal tilefni
gefast til þessa, ekki sízt nú á haust-
dögum þegar stjórnmálaumræðan
tekur flugið og gamall heimagangur
þar reynir að fylgjast með. Þar eru
mörg fyrirbærin sem hann skilur
ekki til hlítar svo sem geysifylgi „sjó-
ræningjanna“ sem fljúga nú hátt á
vængjum skoðanakannana og vissu-
lega hefur maður séð slíkt áður og
séð hversu fallvalt slíkt fylgi í skoð-
anakönnunum getur orðið, þegar til
kastanna kemur. Mig undrar þegar
menn eru að ræða af mikilli speki um
fylgishrun Bjartrar framtíðar og
raunar Samfylkingarinnar einnig og
leita á þessu skarplegra skýringa. Í
mínum öldnu augum er þetta einfalt:
Óánægjufylgið sem alltaf er talsvert
og óx hratt eftir hrun hefur einfald-
lega séð nýja mannkynsfrelsara í pí-
rötum, en snúið baki við hinum. Ég
segi bara: Verði þeim vonandi að
góðu!
En áfram með alvöruna. Gleymska
í pólitík er einstök eða man nokkur
eftir því nú við hvers konar búi rík-
isstjórn vinstri manna tók eftir hrun-
ið? Maður gæti haldið það þegar nú-
verandi stjórnarherrar hæla sér af
afrekum sínum, menn sem tóku við
allt öðru og langtum betra búi en
vinstri stjórnin á sinni tíð, þegar allt
var í kaldakoli eftir stjórnartíð þeirra
sömu flokka sem nú eru við völd, þar
sem markaðshyggjan var látin ráða
villtri vegferð. Því skal þó haldið til
haga varðandi vinstri stjórnina hver
vonbrigði mín voru mikil með það, að
þegar upp rofaði þá skyldu ekki verst
settu öryrkjarnir og aldraðir njóta
þess, en það virðast þeir heldur ekki
eiga að gera nú í öllu bullandi góð-
ærinu sem boðað er. Í heila átta mán-
uði er dregið að bæta hag þessa fólks
til samræmis við kjarasamninga
vorsins og það get ég sagt þeim Sig-
mundi Davíð og Bjarna að það hefði
þó verið sanngirnismál hið bezta og
munað þennan hóp heilmiklu í lífs-
afkomu allri.
En svona í lokin þá undraði það
mig stórlega þegar sá um margt
mæti drengur, Bjarni Benediktsson,
fór að tala af fjálgleik og vandlætingu
um hið skelfilega þjóðarmein sem
fólst í bjórbanninu.
Af því hann gætir nú ríkiskassans
þá ætti hann að vita að einmitt bjór-
neyzlan hefur fjölgað átakanlega
þeim er þurfa að leita sér aðstoðar
vegna áfengisvandamála og það mun
svo sannarlega taka sinn toll af ríkis-
kassanum okkar allra og gjöra það í
sívaxandi mæli.
Neyzla áfengis hefur nefnilega
stóraukist samkvæmt öllum við-
miðum og það segir til sín hjá með-
ferðarstofnunum svo sannarlega og
ekki síður í lífsafkomu þeirra sem þar
ánetjast.
En að þessu slepptu þá er það
margt sem maður sér til bóta og ekki
rakið hér enda básúnað nógsamlega
af þeim sem með völdin fara og víst
er að efnafólk og kvótaeigendur
brosa nú út í bæði.
Og svona í blálokin; Hvers vegna í
ósköpunum er verið að skera niður
fjármagn til Ríkisútvarpsins okkar?
Er ekki komið nóg af snautlegum
uppsögnum þar. Og mér er spurn:
Hver bað nú um þetta?
Af bæjarhellunni
Eftir Helga Seljan »Mig undrar þegar
menn eru að ræða af
mikilli speki um fylgi-
shrun Bjartrar fram-
tíðar og raunar Sam-
fylkingarinnar einnig
Helgi Seljan
Höfundur er fv. alþingismaður.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| brids@mbl.is
Fjórtán borð
í Gullsmáranum
Mjög góð þátttaka var í Gull-
smára mánudaginn 21. september.
Spilað var á 14 borðum (28 pör).
Úrslit í N/S:
Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 342
Ragnar Jónsson - Sigurður Dagbjartss.
311
Ragnh. Gunnarsd. - Sveinn Sigurjss. 304
Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 301
Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafss. 295
A/V:
Lúðvík Ólafsson - Björn Árnason 343
Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 319
Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 296
Haukur Bjarnason - Hinrik Láruss. 267
Guðl. Bessason - Trausti Friðfinnss. 266
Spilað er alla mánu- og fimmtu-
daga.
Lóðarhafar á Dalvegi 30 í Kópavogi óska eftir tilboðum í
lóðina. Lóðin er 20.688 m2 og skilgreind sem grænt svæði í
deiliskipulagi. Tilboðsgjöfum er bent á að kynna sér vel aðal-
og deiliskipulag Kópavogs. Á lóðinni eru fasteignir sem eru
undanskildar við sölu.
Tilboðum skal skilað inn fyrir kl. 16.00, 30. september nk.,
til Virðingar, b.t. Brynju Hjálmtýsdóttur, Borgartúni 29,
105 Reykjavík.
Lóðarhafar áskilja sér rétt til að hafna öllum tilboðum.
BORGARTÚNI 29 105 REYKJAVÍK
585 6500 WWW.VIRDING.IS
DALVEGUR 30 KÓPAVOGI
TILBOÐ ÓSKAST Í 20.688m2 LÓÐ
Nánari upplýsingar:
Brynja Hjálmtýsdóttir
sími 585 6509, brynja@virding.is
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000
www.kemi.is - kemi@kemi.is
• Almennur handhreinsir
sem byggir á náttúru-
legum efnum.
• Virkar jafnt með vatni
og án.
• Engin jarðolíuefni eru
notuð.
• Inniheldur aloa vera,
jojoba olíu og lanolin
til að mýkja húðina.
• Virkar vel á olíu, feiti,
blek, jarðveg, epoxy
og lím.
• Inniheldur fín malaðan
sand til að hreinsa
betur.
Gengur illa að þrífa
smurolíuna af höndunum?
Eru lófarnir þurrir og rispaðir?