Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 VINNINGASKRÁ 21. útdráttur 24. september 2015 27 7366 17483 28082 37026 53235 60990 72514 58 7460 18349 28151 38518 53806 61148 72605 157 7506 18355 28264 39041 53811 61345 72819 787 7890 18459 28351 39192 53818 62078 72909 903 7926 18534 28652 39345 54252 62171 72961 1257 8589 18910 29041 39843 54467 62381 73067 1402 8966 18943 29213 40061 54474 62813 73437 1514 9161 19237 29639 40762 54477 63176 73576 1929 9312 19789 29746 41373 54815 63615 73819 1989 9351 19883 29750 41438 54827 63922 73898 2254 9392 20194 29776 41687 55025 64201 74227 2287 9656 20560 29973 41798 56043 64774 74337 2415 10064 20842 30336 41902 56144 65416 74470 2484 10108 21243 31751 42523 56167 65599 74751 3147 10232 21374 32187 42537 56241 65633 75037 3436 10841 21494 32271 42589 56247 65855 75278 3578 11360 21568 32322 42858 56291 65983 75578 3740 11582 21834 32846 43612 56485 66101 76268 3979 12246 21849 32859 43877 56601 66150 76273 4067 12299 21957 32898 44264 56662 66515 76353 4288 12561 22053 33074 44380 56719 66693 76817 4400 12665 22263 33446 45222 56748 66884 76877 4575 12947 22407 33483 45913 56792 67094 76906 4836 12999 23377 33684 46368 56840 67829 77809 4881 13096 23658 33721 47203 56849 67885 77996 5176 13549 23962 33737 47530 56926 68484 79066 5218 14431 24121 33928 47672 57772 68679 79280 5837 14778 24713 34457 48179 57787 69204 79309 6023 15099 24907 34711 49651 57972 69681 79465 6050 15204 25585 35017 49915 58770 70041 79643 6129 15253 25825 35157 51034 58979 70170 79678 6189 15399 26112 35424 51136 59264 70180 6233 15462 26342 35587 51291 59341 70292 6373 15811 26400 35689 51647 59535 71290 6548 16022 26503 36391 51650 59773 71490 6981 16593 26518 36543 53027 60346 71518 7017 17157 26759 36978 53147 60599 71985 895 12931 27746 38267 43545 55785 65054 73098 2260 13356 28982 38667 44738 57143 65889 74380 4477 13755 29149 38782 44893 58038 66877 76351 6126 14870 29467 38929 45634 59724 67396 76910 6697 16913 30347 40730 46874 59738 67747 76922 7291 17799 31313 40901 48177 60176 68944 77028 7351 18028 32386 41625 48532 60229 69374 77159 7809 18721 33194 42231 49088 60420 69659 77336 9196 18972 34176 42463 52317 60974 70458 77439 9445 20438 35844 42864 53800 61453 71726 10506 21087 36757 43040 54180 63239 72307 10638 21326 37221 43196 54987 63774 72410 11237 25257 37256 43282 55213 64377 72951 Næsti útdráttur fer fram 1. október 2015 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 7883 15448 16926 46107 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 510 5159 31944 43246 56041 67154 2630 5719 32825 46422 59249 69278 3026 20061 33820 50849 62792 71452 3464 21263 36524 53259 64987 73490 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 5 2 1 Samspil vinnuum- hverfis og heilbrigðis skiptir miklu máli, en er flókið. Áður fyrr var áherslan í vinnuvernd- arstarfi á að fyrir- byggja líkamlegt heilsutjón og slysa- varnir en í dag þarf áherslan að vera meira á félagslega og andlega vinnuumhverfið eða það sem oft er kallað sálfélagsleg vinnuvernd. Sálfélagsleg vinnuvernd er frek- ar nýtt hugtak en með því er átt við allt það sem hefur áhrif á and- lega og líkamlega líðan starfsfólks, þar með talið álag og streita, sam- skipti, skipulag og stjórnun. Um 50-60% allra tapaðra vinnu- daga í ríkjum Evrópusambandsins má tengja streitu. Örorka hefur aukist hér á landi og samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun rík- isins árið 2013 voru geðraskanir al- gengasta orsök fyrir örorku eða 38% og stoðkerfisvandmál um 29%. Til samanburðar var hlutfall geð- raskana um 35% árið 2003. Undir flokkinn geðraskanir falla meðal annar greiningar eins og streita, kvíði og þunglyndi. Alþjóðaheil- brigðisstofnunin spáir því að árið 2020 verði þunglyndi önnur helsta orsök örorku. Geta stjórnendur og starfs- menn haft áhrif á þessa þró- un? Heilsuefling á vinnustað hefur færst frá því að vera eingöngu heilsuhugtak yfir í að vera hug- myndafræði og stjórntæki sem nær utan um mun fleiri þætti en nær- ingu og hreyfingu. Rannsóknir og reynsla sýnir að á þeim vinnustöð- um sem leggja áherslu á heilsuefl- andi stjórnunarhætti hefur heilsa starfsfólks batnað, framleiðni og afkoma aukist. Dæmi frá dönsku fyrirtæki sýndi að þar lækkaði fjarvistarprósentan úr 14% í 2,7% á þremur árum samhliða því að gæði, árangur og hagnaður jukust. Fyrirtæki geta stefnt að heil- brigðum vinnustað til framtíðar. Lykillinn felst fyrst og fremst í góðu skipulagi og stjórnun þar sem leiðtogahæfni stjórn- enda og þátttaka starfsmanna er höfð í fyrirrúmi. Þegar unnið er að heilsuefl- ingu á vinnustöðum þarf að greina áhersluatriði og framkvæma sál- félagslegt áhættumat og kanna hvað er heilsueflandi fyr- ir starfsmannhópinn, því starfsfólk vill gjarnan hafa áhrif og taka þátt í að móta vinnustaðinn sinn og verkefni. Heilsuátak innan vinnustaða, til dæmis þar sem starfsmenn eru hvattir til þess að hreyfa sig meira eða tileinka sér hollara mataræði, getur verið vel þess virði en slíkt átak dugir þó oftast skammt því einn stærsti þátturinn að baki van- líðan á vinnustað og fjarvistum er andlegs eðlis. Von er á mestum ár- angri ef stjórnandinn rýnir í eigin stjórnunarstíl og skilgreinir heilsu- eflandi áherslur samhliða rekstr- arstefnu fyrirtækisins, þar sem rýnt er í samskiptin, menninguna, vinnulag, vinnuálag og streitu. Starfsfólki treyst og það hvatt til að sýna frumkvæði og ábyrgð í starfi. Um helmingur vinnuafls í Noregi telur góða stjórnun og leið- togahæfni hafa meiri áhrif á að það sé áfram í starfi en góð laun. Ávinningur Aukin þátttaka starfsmanna í skipulagi og ákvarðanatöku hefur fylgni við frammistöðu fyrirtækja. Þeir sem eru ánægðir í starfi og líður vel sýna meiri áhuga, vinsam- lega framkomu, veita betri þjón- ustu, hafa meiri þjónustulund og eru hjálpsamir bæði við við- skiptavinina og samstarfsmenn. Minna er um fjarvistir, þeir smita meiri orku og áhuga til samstarfs- manna og eru tilbúnir að læra eitt- hvað nýtt á vinnustaðnum. Heilsueflandi stjórnun fjallar um leiðtogahæfni stjórnandans og mannauðsmálin. Hvernig stjórn- andinn nær að virkja og hvetja mannskapinn, vekja áhuga og leið- beina til að ná sameiginlegum ár- angri fyrirtækisins. Við nútímalega stjórnun fyrirtækja huga yfirmenn mun meira að líðan og heilsu starfsmanna en áður og nýta sér nýjustu þekkingu á forvörnum, samskiptamunstrum og streitu. Það er ekki til einföld uppskrift að því hvernig vinnustaður verður meira heilsueflandi en stjórnandinn þarf að vera meðvitaður um:  Að rýna í eigin leiðtogastíl  Að líta á heilsu og færni starfsmanna sem mikilvægan þátt í rekstri  Að viðhorf og aðgerðir fylgist að  Menningu sem ýtir undir áhuga, samskipti og samstöðu  Að efla sjálfstraust og starfs- hæfni hvers og eins Hver stjórnandi og vinnustaður verður að finna sína leið til þess. Mikilvægt er að byrja á því að átta sig á stöðunni með vinnustaða- greiningum sem gefa yfirlit yfir stöðuna almennt en færst hefur í vöxt að láta gera sálfélagslegt áhættumat þar sem farið er dýpra í þá þætti sem hafa áhrif á andlega líðan á vinnustaðnum og fé- lagsauðinn. Heilsueflandi stjórnandi leggur áherslu á að þróa getu og starfs- hæfni starfsfólks og stjórna kröft- um þeirra í gegnum vinnuferlið heildinni til hagsbóta. Þetta er for- senda fyrir langtímaárangri í mannauðsmálunum. Það er á ábyrgð stjórnandans að ná árangri í gegnum aðra. Heilsueflandi stjórnun Eftir Svövu Jónsdóttur »Heilsueflandi stjórn- un fjallar um leið- togahæfni stjórnandans og mannauðsmálin. Hvernig stjórnandinn nær að virkja og hvetja mannskapinn til árang- urs. Svava Jónsdóttir Höfundur er ráðgjafi hjá Forvörnum ehf. Sálfélagsleg vinnuvernd, www.stress.is Mið-Austurlönd eru ekki paradís mann- réttinda. Mannréttindi og sérstaklega kven- réttindi eru fótum troðin, trúarbragða- ofsóknir algengar og fjöldamorð ná varla athygli vestrænna fjölmiðla. Stúlkur eru ofsóttar, jafnvel drepnar, fyrir að ganga í skóla, kúgaðar í hjóna- bönd á barnsaldri og eru annars flokks borgarar í ríkjum klerka- veldis í miðaldastíl. Í þessum heimshluta sker Ísrael sig úr. Lýðræðisríki með mál- frelsi, opna stjórnarandstöðu; ríki þar sem menning og vísindi eru í hávegum. Ísrael er í fremstu röð í heiminum í nýsköpun, læknisfræði og ýmsum raunvísindum og Ísr- aelsmenn og aðrir gyðingar mik- ilvægur hluti al- þjóðlegs vísindasamfélags. Í nágrenni Ísraels eru ríki og samtök, sem stefna op- inberlega að því að útrýma Ísraelsríki og þá væntanlega þjóð- inni um leið. Stefn- unni er fylgt eftir með eldflaugaárásum og hryðjuverkum og full ástæða til að taka yfirlýst markmið þeirra alvarlega. Aðrir hryðju- verkamenn drepa gyðinga hvar sem til þeirra næst, eins og nýleg dæmi í Evrópu, s.s. Frakklandi, sanna og sumir muna fjöldamorð á ísraelskum íþróttamönnum á Ól- ympíuleikunum í Þýskalandi 1972. Þetta umsátursástand hefur að sjálfsögðu áhrif á ísraelskt sam- félag. Öryggisráðstafanir eru víða sýnilegar og stjórnmálaöfl, sem vilja bregðast harkalega við ógn- inni, njóta vinsælda. Vissulega hafa ísraelsk stjórnvöld beitt Palestínumenn ofríki og eru gagn- rýnd fyrir bæði á alþjóðavettvangi og innanlands í Ísrael. Ýmsir stjórnmála- og fjölmiðla- menn á Íslandi einblína á yfirgang ísraelskra stjórnvalda og einstakl- inga gagnvart Palestínumönnum. Kúgun og fjöldamorð á „trúvill- ingum“ í nágrannaríkjunum ná ekki sömu athygli; rán og nauðg- anir á hundruðum skólastúlkna í Nígeríu kalla ekki á nein viðbrögð, þótt Íslendingar eigi í miklu meiri viðskiptum við Nígeríu en Ísrael. Trúarofstækismenn sem eyði- leggja menningarminjar árþús- undanna vekja enga reiði í borg- arstjórn Reykjavíkur. Yfirlýsing borgarstjórnar um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael hefur vakið athygli um allan heim. Hún lýsir illum vilja gagnvart Ísr- aelsríki og hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr, þá er hún lesin sem illvilji gagnvart gyðingum al- mennt. Margir gyðingar eru ósam- mála framferði samlanda sinna gagnvart Palestínumönnum, en þeir bregðast allir til varnar þegar sótt er að ríki og þjóð gyðinga. Það er vont hlutskipti að þurfa að afsaka og útskýra fyrir sam- starfsmönnum og vinum í al- þjóðlegu vísindasamfélagi að Ís- lendingar séu ekki að hatast út í gyðinga. Við höfum bara lent í því, eins og sumir aðrir, að kjósa yfir okkur stjórnvald, sem fer fram með meira ofstæki en flestum okkar líkar. Hatast út í Ísrael Eftir Einar Stefánsson » Yfirlýsingin lýsir ill- vilja gagnvart Ísraelsríki og hvort sem mönnum líkar betur eða verr er hún skilin sem illvilji gagnvart gyð- ingum almennt. Einar Stefánsson Höfundur er yfirlæknir og prófessor. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.