Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
✝ Jón Kristjáns-son var fæddur
að Víðikeri í Bárð-
ardal 9. ágúst 1924.
Hann lést á Dval-
ar- og hjúkrunar-
heimilinu Hlíð 1.
september 2015.
Hann var sonur
hjónanna Kristjáns
Guðnasonar frá
Eyjadalsá, f. 30. júlí
1891, d. 7. mars
1945, og Helgu Kristrúnar
Tryggvadóttur frá Stóru-Tungu,
f. 18. október 1900, d. 24. mars
1996.
Systkini Jóns eru Gerður
Kristjánsdóttir, f. 25. apríl 1926,
Hreinn Kristjánsson, f. 3. mars
1928, og Tryggvi Kristjánsson, f.
28. september 1936.
Jón hóf nám við Bændaskól-
bergsdóttur, f. 14. apríl 1959, þau
skildu, Jón Gunnar Jónsson, f. 14.
maí 1957, kvæntur Ingigerði
Guðmundsdóttur, f. 27. nóv-
ember 1964, Soffía Jónsdóttir, f.
16. febrúar 1962, gift Halldóri
Brynjarssyni, f. 10. ágúst 1959,
Rósa Guðrún Daníelsdóttir fóst-
urdóttir, f. 1. maí 1974, sambýlis-
maður Guðmundur B. Þórð-
arson, f. 27.4. 1961.
Barnabörn þeirra eru orðin 16
og barnabarnabörnin 16.
Jón og Guðrún létu af bústörf-
um og fluttu inn á Akureyri árið
2002.
Jón starfaði mikið að mál-
efnum sveitarinnar og tók að sér
ýmis trúnaðarstörf, var meðal
annars oddviti, sveitarstjóri og
sat einnig í sveitarstjórn til fjölda
ára enda málefni og velferð
sveitarinnar honum ofarlega í
huga alla tíð.
Útförin fer fram frá Akur-
eyrarkirkju í dag, 25. september
2015, kl. 13.30.
ann að Hvanneyri
og var einn vetur
þar til hann þurfti
að taka við búi föð-
ur síns vegna frá-
falls hans.
Hann fluttist
ásamt móður sinni
og systkinum árið
1946 frá Svartár-
koti í Bárðardal og
fram í „Öxnafells-
kot“ í Eyjafjarð-
arsveit sem síðar fékk nafnið
Fellshlíð og þau byggðu upp af
einstökum myndarskap.
Jón kvæntist Guðrúnu Krist-
jánsdóttur frá Akureyri 1. júní
1952, f. 3. júlí 1923, d. 27. október
2012.
Börn Jóns og Guðrúnar eru:
Kristján Jónsson, f. 26. maí 1953,
var kvæntur Svanborgu Svan-
Nonni í Fellshlíð hefur fengið
hvíldina að lokinni langri ævi. Síð-
asti spölurinn var erfiður, en nú
leitar hugurinn til gamalla tíma
þegar Nonni var í essinu sínu sem
stórbóndi í Fellshlíð – og jafnvel
enn fyrr, sem stóri bróðir á Geir-
bjarnarstöðum og í Svartárkoti.
Myndirnar sem koma upp í hug-
ann eru margar og allar tengdar
góðmennsku Nonna og geðprýði.
Erfitt er að finna eitt einasta skipti
þar sem Nonni skipti skapi. Hann
leitaði sífellt að því góða í fólki og
var flinkur að draga fram mann-
kosti fólks. Hann var vakinn og
sofinn yfir velferð annarra sem við
sáum glöggt í því hvernig hann
hugsaði um Helgu ömmu okkar,
um Gunnu eiginkonu sína, sem
sagt var að hefði verið gift besta
manni í heimi, og svo um börn,
barnabörn og barnabarnabörn
sem hann snerist í kringum. Um-
hyggjuna fékk Nonni ríkulega
endurgoldna síðustu misserin. Á
seinni árum ræddu þau systkin,
Nonni og Gerður, daglega saman í
síma. Þau stöppuðu stálinu hvort í
annað og sögðu fréttir af sínum. Þá
mátti heyra hvernig áhugi Nonna á
velferð fjölskyldu sinnar var óbil-
andi – og einnig af öðru venslafólki
og samferðamönnum.
Við höfum notið umhyggju
Nonna í áratugi. Eftirminnilegast
er þegar við stelpurnar dvöldum
með mömmu sumar eftir sumar í
kjallaranum í Fellshlíð hjá Gunnu
og Nonna. Þá var alltaf sólskin og
ævintýrin gerðust oft á dag í leik
með Kristjáni, Jóni Gunnari og
Soffíu. Seinna kom svo Rósa
Gunna í fjölskylduna og henni
kynntumst við líka vel. Nonni var
harðduglegur bóndi sem aldrei féll
verk úr hendi. Samt hafði hann
alltaf tíma til að huga að ungviðinu
sem smátt og smátt lærði að taka
til hendinni. Það þurfti líka að hafa
aðgát; smástelpur af mölinni vissu
ekki hvað þyrfti að varast í bú-
skapnum og í skurðum og skorn-
ingum vítt um landið.
Við þökkum Nonna langa og
góða samferð og vottum Kristjáni,
Jóni Gunnari, Soffíu og Rósu
Gunnu og fjölskyldum samúð okk-
ar, fullvissar þess að minningar
um góðan fjölskylduföður ylji ykk-
ur í sorginni.
Gerður systir og systradæturn-
ar
Helga, Sólveig og Sigrún.
Elsku afi, það er erfitt að trúa
því að þú sért farinn frá okkur, það
var alltaf gaman að koma til þín.
Ég man eftir því þegar þú spilaðir
alltaf olsen olsen við mig og Birg-
ittu þegar þið amma bjugguð í
sveitinni, það var mjög gaman.
Elsku afi, ég man eftir því hvað
Írenu og Emblu fannst gaman að
tala við þig í símann þegar þær
voru litlar. Við munum sakna þín.
Katrín Ósk.
Elsku afi, hvar skal byrja? Það
eru í raun engin orð sem geta lýst
þér. Æðruleysi og lífsgleði koma
þó fyrst upp í hugann. Þú varst af
þeirri kynslóð sem kom þjóðinni
úr torfkofunum í það að vera ein
mest velmegandi þjóð heims. Við
vitum að það var hvorki einfalt
verk né auðvelt og lífsbaráttan
ekki alltaf dans á rósum. Þrátt fyr-
ir það minnist ekkert okkar þess
að hafa séð þig öðruvísi en með
bros á vör. Hvernig þú leystir öll
verkefni með æðruleysi og bros að
vopni, er lærdómur sem mun
fylgja okkur út lífið. Ef við höfum
erft svo mikið sem 1% af þessu lífs-
viðhorfi, munum við ævinlega
njóta þess.
Þó að heldur hafi hallað undan
fæti síðustu misserin var ennþá
alltaf stutt í þetta lífsviðhorf.
Haddi Binni mun aldrei gleyma
því þegar hann heimsótti þig með
Margréti Önnu í vor og þú endaðir
eina söguna á orðunum: „Þá hefði
ég sko orðið reiður.“ Síðan tók við
stutt þögn, yfir andlitið færðist
lúmskt bros og við bættust orðin:
„Ég veit nú reyndar ekki alveg
hvernig ég ætti að fara að því, held
ég hafi aldrei gert það. Kann það
varla úr þessu.“
Einmitt þessi saga lýsir þér svo
vel. Aldrei sáum við þig reiðan eða
vart svo mikið sem hækka róminn.
Það er ómetanlegt veganesti í líf-
inu að alast upp við slíka fyrir-
mynd.
Tommi, sem var hálfpartinn al-
inn upp á Hlíð, vildi hvergi annars
staðar vera, enda fann hann þar
alltaf fyrir skilyrðislausri ást og
hlýju. Hann áttaði sig reyndar ný-
lega á því að hann vann þig senni-
lega óeðlilega oft í ólsen ólsen, en
það lýsir því kannski ágætlega
hvernig „rúsínu afi“ vildi allt fyrir
alla gera.
Við sáum öll hversu erfið síð-
ustu misserin voru þér. Samtalið
sem þú áttir við Kollu kvöldið sem
hún kvaddi þig rennur henni aldr-
ei úr minni. Hún vildi enn og aftur
minna þig á hversu góður afi þú
værir og hvað allir elskuðu þig
mikið. Þú svaraðir að það vonaðir
þú, en innst inni óskum við þess öll
að þú hafir ekki bara vonað, held-
ur vitað hversu góður maður þú
varst og hversu djúpstæð áhrif þú
hafðir á okkur öll.
Þú óskaðir þess líka að þér færi
nú að líða betur. Barnlega sjálfið
innra með okkur óskaði þess auð-
vitað að elsku afi myndi rísa upp
úr rekkjunni, búinn að sigra þessi
veikindi eins og svo marga aðra
sigra í sínu lífi, ná í stafinn sinn,
hann Kolla sinn og rölta með Kollu
í morgunmat eins og í gamla daga.
Amma biði í sófanum eftir okkur
og kvartaði á sinn góðlátlega hátt
hvað við hefðum nú verið lengi í
burtu.
En þannig er nú lífið víst ekki.
Við vonum að þú hafir nú öðlast
frið og þér líði nú loksins betur. Þú
munt að eilífu skipa stóran sess í
hjarta okkar allra.
Takk fyrir allt elsku afi. Takk fyrir að hafa
verið þú.
Elsku afi minn
hjá þér fann ég frið og gleðina mína
með hlýju og yl vafðir þú faðminn þinn
utan um litlu tátuna þína.
Elsku afi minn, ég sakna þín
en ég veit að nú kemur þú til mín
og passar mig um ókomin ár.
Elsku Kolla þín þerrar í burtu eitt örlítið
tár
en hún er sterk eins og þú elsku afi
minn
og nú kveður hún besta afa sinn.
Hvíl í friði, elsku afi okkar.
Þín barnabörn
Halldór Brynjar,
Kolbrún og Tómas Dan.
Þar sem mest var þörf á þér,
þar var best að vera.
(Stephan G. Stephansson)
„Það má ekki hlæja að litlum
börnum“ sagði ég þriggja ára gam-
all við Nonna föðurbróður minn í
Fellshlíð. Ég hafði potað í raf-
magn, fengið stuð og farið að há-
gráta. Mér sárnaði hláturinn og
kvartaði við mömmu sem sagði að
ekki mætti hlæja að litlum börn-
um. Ég fór upp og sagði Nonna
þetta. Líklega var það eina skiptið
sem okkur varð sundurorða. Ég
var búinn að gleyma þessu en
Nonni rifjaði það upp í næstsíðasta
skiptið sem ég heimsótti hann í
sumar. „Ég átti náttúrlega ekki að
hlæja að þér,“ sagði hann og bætti
við að þetta væri sér minnisstætt.
Hann var góðhjartaður og mátti
ekkert aumt sjá – því sat það í
huga hans alla ævi að hafa sært
stráksnáða að óþörfu.
Ég efast um að Nonni hafi aftur
hlegið að barni en hann hló oft með
börnum og spjallaði við þau í hlý-
legri glettni, sýndi þeim virðingu
svo þau hændust að honum. Góð-
vild hans var hrein og skilyrðis-
laus. Þess vegna hlakkaði ég alltaf
til að fara út í Fellshlíð eftir að við
fluttum þaðan, ekki bara til að
hitta strákana eða fá kökur hjá
Gunnu, heldur líka af því manni
leið vel nálægt Nonna.
Það er ekki sjálfgefið að menn
rækti með sér slík viðhorf. Lífsbar-
áttan var hörð um miðbik síðustu
aldar og mikil ábyrgð og erfiði
lögðust á herðar Nonna eftir að afi
dó fyrir aldur fram árið 1945.
Hann var elstur systkinanna og
bar því mesta ábyrgð á búskapn-
um, og einnig búferlaflutningum
úr Svartárkoti inn í Eyjafjörð árið
eftir. Stritið sást á herðum hans en
ekki huga og ég held hann hafi allt-
af gert meiri kröfur til sjálfs sín en
annarra. Hann byggði upp stórbú
sem verðlaunað var fyrir snyrti-
mennsku.
Þó að Nonni væri afburðagóður
bóndi gat hann verið hrakfalla-
bálkur við bústörf. Mig minnir að
hann hafi til að mynda velt yfir sig
dráttarvél, nánast bitið í sundur á
sér tunguna þegar hann rann til
og datt á sleipri fjósstéttinni og
fengið heyskera í hausinn aftur
þegar hann kastaði honum upp á
stabba í hlöðunni.
Nonni var umhyggjusamur og
liðsinnti þeim sem undir högg áttu
að sækja. Jónas á Guðrúnarstöð-
um, næsta bæ sunnan við Fells-
hlíð, var kynlegur kvistur sem átti
það til að vera þrasgjarn. Hann
var einstæðingur sem enginn
skildi á elliheimili síðustu árin sem
hann lifði. Eitt sinn sótti Nonni
hann og fór með hann að heim-
sækja gamla nágranna í Möðru-
vallaplássinu til að gleðja hann.
Jónas var samur við sig og í Öxna-
felli hnakkreifst hann í Hallgrími
bónda út af gömlum ágreiningi um
landamerki. Jónas gisti svo í góðu
yfirlæti í Fellshlíð. „Þú ættir nú að
hugsa eitthvað fallegt fyrir svefn-
inn eins þú hefur hagað þér í
kvöld“, sagði Nonni kankvís við
Jónas sem varð steinhissa og
kannaðist ekkert við slæma hegð-
un.
Nonni hugsaði ugglaust eitt-
hvað fallegt á dánarbeði sínum,
þótt þrotinn væri að kröftum og
þráði hvíld. Við Hríshólsfjölskyld-
an búum yfir björtum minningum
um einstakan öðling, þakklát fyrir
langa og góða samfylgd og send-
um Kristjáni, Jóni Gunnari,
Soffíu, Rósu Guðrúnu og fjöl-
skyldum þeirra okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Viðar Hreinsson.
Mikill öðlingur og höfðingi er
fallinn í valinn, Jón Kristjánsson
eða Nonni frá Fellshlíð.
Við andlát föðurbróður míns og
vinar rifjast upp gáta sem hann lét
okkur krakkana í skólabílnum
glíma við til að róa okkur þegar
fullmikil læti voru í bílnum. „Hvað
er það sem allir vilja verða en eng-
inn vill vera?“ Rólegheitum í bíln-
um var síðan haldið daginn eftir
með vangaveltum um svarið.
Gamall. Jú, við vorum sammála
því að allir vildu verða gamlir.
Sem betur fer geta samt flestir
notið elliáranna, þó að vissulega sé
oft erfitt að vera gamall.
Þó að nánast sé hálf öld liðin er
minnisstætt hve gott hann átti með
að ræða við okkur krakkana, hvort
sem var í skemmtilegum um-
ræðum eða til að fipa okkur í ólát-
um. Annað dæmi um það er úr
skólabílnum, þegar ekið var í snjó-
slóðum í ófærð. „Nú verða allir að
horfa á veginn svo ég fari ekki út
af.“ Þar með datt allt í dúnalogn og
allir rýndu á slóðirnar.
„Er það ekki dæmalaust,“ sagði
Nonni oft þegar hann varð hissa á
einhverju, og beindi vísifingri til
himins. Þetta orðatiltæki notaði
hann þegar háttalag veðurs eða
manna var með eitthvað sérstök-
um hætti. Í gamansemi var sagt að
Nonni hefði misst þessa setningu
út úr sér við upphaf inngöngubæn-
ar þegar hann var meðhjálpari í
Möðruvallakirkju. Þó ósagt sé látið
um sannleiksgildi þess, þá hefði
það reyndar átt ágætlega við.
Eftir var tekið hversu lipur og
góður eiginmaður Nonni var.
Sennilega var það Gunna sem var
frumkvöðull að þeim utanlands-
ferðum sem þau hjón fóru í en slík-
ur flækingur var ekki algengur
meðal bænda á þeim árum og ekki
sjálfgefið að Nonni fyndi tíma til
þeirra ferðalaga. Þar kynntust þau
góðu fólki og áttu ógleymanlegar
stundir. Eitt sinn þegar hann kom í
Hríshól daginn fyrir brottför til
framandi landa sagði hann þegar
inn úr dyrunum kom. „Það er nú
vissara að kveðja almennilega þeg-
ar verið er að asnast til útlanda.
Það er nú ekki sjálfgefið að það
komi allir til baka.“
Samfélagið valdi hann oft til
trúnaðarstarfa, þó að honum sjálf-
um fyndist alveg dæmalaust að
einhverjum skyldi detta í hug að
kjósa sig. Fyrir mig var mikils
virði að fá að starfa með og læra af
jafn heiðarlegum manni sem hafði
að leiðarljósi að vinna á jákvæðan
hátt og vinna þannig að sátt yrði
um málefnin.
Þakklæti var ríkt í huga hans,
hvort sem var við störf eða sein-
ustu árin á Dvalarheimilinu Hlíð
þegar litið var til hans. Hann þakk-
aði þannig fyrir sig að ekki var
nokkur vafi að hugur fylgdi máli.
Eitt sinn þegar ég hafði rétt hon-
um smávegis hjálparhönd á bú-
skaparárunum í Fellshlíð sagði
hann „þú veist að þú færð ekkert
nema þakkir, en þær færð þú eins
ríkulegar og hægt er“.
Nokkuð er til í fyrrnefndri gátu,
þó að oft sé gott að vera gamall er
stundum nóg komið þegar þrautir
sækja á og ekki er lengur hægt að
taka þátt í störfum eða njóta lífs-
ins. Þá verða menn hvíldinni fegn-
ir.
Innilegar samúðarkveðjur til
okkar góða frændfólks frá Fells-
hlíð.
Sigurgeir B. Hreinsson.
Jón Kristjánsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi. Það var alltaf
gaman að koma til þín á
elliheimilið, þú varst svo
góður og við fengum alltaf
eitthvað gott hjá þér og við
eigum eftir að sakna þín
mikið, elsku afi. Þú verður
alltaf hjá okkur í huganum.
Við elskum þig.
Írena Þöll og Embla.
✝ SigurveigKnútsdóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 14. ágúst
1953. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 11. september
2015.
Foreldrar Sig-
urveigar voru
Anna Þóra Þor-
láksdóttir bóka-
safnsfræðingur, f. 5. júní 1931,
og Knútur Björnsson lýtalækn-
ir, f. 1. maí 1930, d. 26. ágúst
2014. Þau eignuðust fimm
börn. Þau eru, auk Sig-
urveigar: Sæmundur hjúkr-
Margrét, f. 25. apríl 1988. Fyrr-
verandi sambýlismaður Sig-
urveigar var Pjetur Hafstein
Lárusson og áttu þau soninn
Þór, f. 19. mars 1978, d. 15. júlí
1978.
Sigurveig var stúdent frá
Menntaskólanum á Laug-
arvatni. Hún stundaði nám í
sálfræði við Háskóla Íslands og
myndlist við Myndlistarskóla
Reykjavíkur. Hún útskrifaðist
jafnframt frá grafíkdeild Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
og lauk kennararéttindanámi
frá Háskóla Íslands. Sigurveig
bjó erlendis um nokkurra ára
skeið með Pétri Erni, fyrst í
Árósum í Danmörku og síðar í
Sandnes í Noregi. Sigurveig
starfaði á Íslandi um árabil við
myndlistarkennslu meðfram
listsköpun sinni.
Útför Sigurveigar fer fram
frá Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 25. september 2015, kl. 15.
unarfræðingur, f.
1. ágúst 1954, Kári
lýtalæknir, f. 22.
desember 1958,
Steinunn sviðs-
listakona, f. 23. júlí
1965, og Björn við-
skiptafræðingur, f.
30. desember 1972.
Fyrir átti Knútur
eina dóttur, Sól-
veigu sjúkraliða, f.
11. september
1948.
Sigurveig giftist Pétri Erni
Björnssyni, f. 10. apríl 1955, í
ágúst 1986. Þau skildu í byrjun
árs 2014. Börn þeirra eru Anna
Þóra, f. 20. júní 1984, og Eva
„Maður verður svo feiminn við
síðustu blómin, þau eru öll að
fara,“ sagði Sigurveig rétt fyrir
andlátið.
Já, maður verður eitthvað svo
feiminn þegar maður þarf að
kveðja fyrir fullt og allt, því síð-
ustu andartökin, síðustu orðin
verða umsvifalaust að minningum
um stóra systur sem var svo
leyndardómsfull, ævintýraleg, fal-
leg, hæfileikarík, ófullkomin, við-
kvæm, lítil, heimsvön, hamingju-
söm, óhamingjusöm, litrík,
fyndin, djörf en feimin. Síðustu
blómin hennar Sigurveigar eru
komin og farin en minning þeirra
lifir.
Steinunn Knútsdóttir.
Elsku Sigurveig frænka mín,
nafna og vinkona er látin eftir
snarpa og stutta sjúkdómslegu.
Baráttan var erfið og lauk á
nokkrum dögum og eftir sitja
dætur, systkini, ættingjar og aðr-
ir ástvinir harmi slegnir og vart
búnir að átta sig á þessum örlög-
um.
Ég hef þekkt Sigurveigu alla
mína ævi, við vorum ekki bara
frænkur og nöfnur heldur líka
vinkonur. Í uppvexti okkar voru
fjölskyldur okkar nánar og sam-
gangurinn mikill. Feður okkar
spiluðu golf saman og mæður okk-
ar góðar vinkonur og við, krakka-
hópurinn, bundumst sterkum
böndum sem aldrei hafa slitnað.
Heimili Önnu Þóru og Knúts var
okkar systkina annað heimili.
Þetta voru áhyggjulaus ár.
Anna Þóra og Knútur fluttu
svo til Svíþjóðar með krakkana
sína þar sem Knútur var í sérnámi
í læknisfræði. Ég naut þeirra for-
réttinda að fá að fara með ömmu
Sigurveigu aðeins tólf ára til Sví-
þjóðar og dvelja þar heilt sumar.
Það var mikið ævintýri, enda ekki
algengt í þá daga að ungir krakk-
ar væru að fara til útlanda.
Unglingsárin liðu hratt og við
frænkur tókumst á við lífið og til-
veruna. Sambandið alltaf gott þó
að fjarlægðin væri stundum mikil.
Ég flutti með mína fjölskyldu til
New York og Sigurveig var byrj-
uð í háskólanámi og sambúð með
frænda mínum, Pjetri Hafsteini
Lárussyni, og eignuðust þau son-
inn Þór. Þá kom áfallið, Þór litli dó
aðeins fjögurra mánaða gamall og
áfallið óbærilegt. Hjartsár sem
aldrei greri. Nokkrum mánuðum
síðar kom hún út til mín til New
York til að reyna að ná áttum og
einnig að vera hjá mér þar sem ég
átti von á mínu þriðja barni. Það
hafa örugglega verið blendnar til-
finningar hjá henni að takast á við
þetta verkefni eins og gefur að
skilja. Hún dvaldi hjá mér sum-
arlangt og við vorum eins og áður,
frænkur og vinkonur sem þekktu
hvor aðra út í gegn.
Þegar ég flutti heim aftur til Ís-
lands nokkrum árum síðar var
hún komin með nýja fjölskyldu.
Hamingjuhjólið farið að snúast
aftur, búin að eignast góðan
mann, Pétur Örn, og saman eign-
uðust þau gullmolana sína tvo,
þær Önnu Þóru og Evu Margréti.
Sigurveig var skemmtileg
manneskja, mjög fyndin, með ríka
kímnigáfu og voru tilsvör hennar
oft óborganleg. Já, við hlógum
mikið saman. Hún var einnig
feimin og hógvær og sussaði á mig
þegar ég hrósaði henni fyrir hvað
hún væri mikill myndlistarmaður.
Hún hefði getað átt glæstan feril á
því sviði þar sem hæfileikarnir
voru miklir en því miður stóðu
veikindi því til fyrirstöðu. Hún bar
ekki sorgir sínar né tilfinningar á
borð en var hlý og gefandi við
aðra.
Elsku Anna Þóra og Eva Mar-
grét, missir ykkar er mikill en
minningarnar um yndislegu
mömmu ykkar lifa áfram og munu
hjálpa ykkur í sorginni og að tak-
ast á við lífið án hennar.
Ég kveð elsku frænku mína og
vinkonu með söknuði og trega, en
jafnframt þakklæti fyrir allt.
Hvíl í friði, Sigurveig mín.
Anna Sigurveig.
Sigurveig
Knútsdóttir