Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
✝ Þórelfur Jóns-dóttir fæddist
4. júní 1945 á
Siglufirði. Hún lést
á Hrafnistu í Hafn-
arfirði 16. sept-
ember 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Ein-
arsson og Anna
Halldórsdóttir.
Þórelfur var fjórða
í röð tíu systkina
sem öll eru á lífi. Þau heita
Svana, gift Erni Helgasyni, Hall-
dór, Margrét, gift Jónatani Páls-
syni, Lovísa, gift Gísla Þor-
steinssyni, Einar, kvæntur
Guðrúnu Guðmundsdóttur,
Gunnar Þór, kvæntur Ingunni
Sveinsdóttur, Ólöf, gift Gylfa
Lárussyni, Svanfríður, gift
arsdóttur og þeirra börn eru
Gunnar, Anna Dúfa og Snæfríð-
ur.
Þórelfur bjó fyrstu tvö æsku-
árin á Siglufirði, svo í Fljótunum
í Skagafirði til 1955 og síðar á
Akranesi. Á unglingsárum nam
hún í húsmæðraskólanum á Ísa-
firði og fór svo í Fósturskóla
Sumargjafar á Silungapolli þar
sem hún útskrifaðist sem fóstra.
Eftir nám starfaði hún fyrir
Hafnarfjarðarbæ sem fóstra á
leikskólanum Hörðuvöllum,
leikskólanum Álfaskeiði og svo
varð hún leikskólastjóri á leik-
skólanum Víðivöllum. Einnig
vann hún sem dagvistarfulltrúi
Hafnarfjarðarbæjar. Hún tók
aftur upp starf sitt sem fóstra á
leikskólanum Hjalla 1991og
lauk starfsævinni hjá Hjalla-
stefnunni.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 25.
september 2015, kl. 11.
Kristófer Ólivers-
syni, og Svanborg,
gift Valdimar Jó-
hanns.
Þórelfur giftist
Jóhanni Larsen og
átti með honum
fjóra syni. Þau eru
skilin. Elsti son-
urinn heitir Reynir,
kvæntur Láru
Magnúsdóttur og
þeirra börn eru
Heiða Bára, Jóhann Karl og
Davíð Stefán. Annar í aldursröð
bræðranna er Bragi, kvæntur
Árnýju Steindórsdóttur og
þeirra börn eru Steindór, Þór-
elfur, Kristrún Bára og Berg-
heiður. Þriðji er Brynjar,
ókvæntur, og sá fjórði er Hjört-
ur, kvæntur Ragnhildi Gunn-
Ein af mínum fyrstu minning-
um um mömmu er að ég hélt
höndin á henni á fallegum degi á
leiðinni niður í bæ. Man ekki
margt annað eftir þeim degi, en
hvað það var gott að halda í
höndina á henni.
Ég er elstur fjögurra bræðra
og mamma þurfti ekki að kvarta
yfir verkefnaleysi, útivinnandi
með fjóra kraftmikla drengi á
heimilinu. Uppeldi okkar sinnti
hún af þeirri ró og þeirri visku
sem henni var eðlislæg og var
ekki að æsa sig yfir smámunum.
Við fengum töluvert frelsi, en þó
með skýrum afmörkunum. Eftir
á sér maður að eitt það dýrmæt-
asta sem við bræðurnir fengum í
móðurarf voru skýr gildi, sem
byggðust á heiðarleika og að
koma fram við aðra eins og við
vildum að þeir kæmu fram við
okkur. Hún sagði gjarnan að hún
vildi ekki endilega að drengirnir
sínir yrðu miklir menn, frekar að
þeir yrðu góðir menn.
Þá sýndi mamma okkur með
góðu fordæmi annan mikilvægan
eiginleika sem er seiglan. Hún
gafst aldrei upp og tók hverju
því sem upp kom af yfirvegun og
rósemi. Þetta kom svo berlega í
ljós í hennar erfiðu veikindum,
sem hún mætti af æðruleysi og
hugrekki. Aldrei heyrðum við
hana kvarta yfir sínu hlutskipti
eða vorkenna sjálfri sér. Það var
alveg sama hvaða toll veikindin
höfðu tekið, það mætti manni
alltaf bros og höndin hennar
hlýja. Þetta var hennar háttur að
takast á við lífið og gerði það að
verkum að maður upplifði hana
sem klett í hafinu, sem aldrei
haggaðist sama hvað gekk á.
Mamma hafði ríka réttlætis-
kennd og var tilbúin að leggja
hverjum þeim lið sem henni
fannst á hallað. Hún vildi að allir
nytu jafnra mannréttinda, óháð
kyni, trúarsannfæringu, þjóð-
erni, litarhætti, kynhneigð eða
hverju því sem hægt er að nota
sem afsökun til að mismuna
fólki. Hún hafði sterkar skoðan-
ir, sem byggðust á þessari
sterku réttlætiskennd og sam-
kennd með öllum þeim sem
minna máttu sín.
Hún hafði þann eiginleika að
kunna að hlusta og kunni að
meta þögnina. Held að það hafi
átt sinn þátt í að fólki fannst gott
að tala við hana, því hún leyfði
fólki að tala án þess að trufla og
kom svo kannski með eitt gott
heilræði í lokin og fólki leið eins
og það hefði meðtekið mikla
visku, þó svo að það hafi oftast
séð sjálft um samræðurnar og
ályktanirnar.
Orðin, enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur, hafa
öðlast nýja merkingu hjá mér við
fráfall mömmu. Vissi að hún
væri mér mikils virði, en þegar
maður stendur frammi fyrir
þeirri staðreynd að hún er ekki
lengur hér, þá fyrst gerir maður
sér grein fyrir hve mikið maður
saknar. Það er eins og partur af
sjálfum manni hafi dáið. Veit þó
vel að mamma var orðin lúin eft-
ir langa og stranga baráttu sem
hún háði af einstökum hetjuskap
og hún þurfti að fá sína hvíld. Ég
trúi að nú bíði hennar betra hlut-
skipti og hún sé ánægð á nýjum
stað með þeim sem hennar þar
biðu. Veit að þegar minn tími
kemur, bíður hún mín með hönd-
ina hlýju og tekur á móti mér.
Þangað til bið ég Guð um að vera
með þér, elsku mamma mín,
minningin um þig mun lifa og þú
verður áfram hjá okkur í huga
og hjarta.
Reynir Jóhannsson.
Meira: mbl.is/minningar
Ég man alltaf okkar fyrstu
kynni, en það var fyrir nærri 30
árum, en þá var ég hjúkrunar-
nemi á St. Jósefsspítala og ann-
aðist þig. Við spjölluðum saman
og af einhverjum ástæðum
mundi ég vel eftir þér. Þú sagðir
mér seinna að þér hefði litist svo
vel á mig og hugsað að ég væri
tilvalin sem kona fyrir elsta son
þinn Reyni. Veit ekki hvort þú
hafðir svo eitthvað með það að
gera, en það endaði alla vega
þannig.
Þú varst ekki kona margra
orða og ekki mikið að flíka þín-
um tilfinningum. Þú sýndir þinn
hug á annan hátt og mér er
minnisstætt að fyrir hver jól
hafðir þú mikið fyrir að koma til
okkar sérreyktum hangikjöts-
lærum og þú bakaðir spesíur
fyrir drenginn þinn og lést senda
honum til Danmerkur. Það var
alveg sama hvernig ég reyndi að
baka þessar kökur, hjá honum
jöfnuðust þær aldrei á við spesí-
urnar hennar mömmu. Húmor-
inn var aldrei langt undan þegar
þú varst annars vegar og oft tísti
í þér þegar eitthvað spaugilegt
bar á góma og það var ekki
tepruskapnum fyrir að fara. Þú
komst til dyranna eins og þú
varst klædd og varst aldrei að
þykjast vera neitt annað en þú
varst.
Ég bar alltaf virðingu fyrir
þér og fannst til þess koma hve
traust og góðhjörtuð þú varst.
Þú gladdist alltaf yfir velgengni
annarra og varst stolt af barna-
börnunum þínum. Þú varst með-
vituð um að ríkidæmi fólst ekki í
eignum, völdum eða mannvirð-
ingu og sóttist heldur aldrei eftir
því. Þú varst börnum og barna-
börnum góð fyrirmynd. Þú varst
ekki að íþyngja öðrum með þín-
um vandamálum og það var ekki
þinn stíll að vorkenna þér eða
kvarta. Þú hélst ró þinni sama
hvað gekk á og gerðir ekki stór-
mál úr smámunum.
Ég veit að þér líður vel núna,
ég sé fyrir mér að þú sért í
Fljótunum þínum heittelskuðu,
hoppandi og skoppandi að reka
kýrnar í haga.
Ég er þakklát fyrir okkar
kynni og óska þér Guðs bless-
unar.
Lára Björk.
„Drengurinn ætlar ekki að
hafa sig í að kynna þig fyrir mér,
svo nú kynni ég mig fyrir þér –
Þórelfur heiti ég, mamma hans
Hjartar.“ Þetta var upphafið að
kynnum mínum af tengda-
mömmu minni fyrir rétt um 15
árum, þegar ég og yngsti sonur
hennar vorum að hefja okkar
samband. Í fyrstu þótti mér nafn
hennar óvenjulegt en mér fór
fljótt að þykja það afar hlýlegt
og fallegt, rétt eins og Þórelfur
var sjálf – hlý, falleg og óvenju-
leg á jákvæðan hátt. Mér lærðist
fljótt að hún var afskaplega
trygglynd og góð við sitt fólk,
hvort sem voru synir hennar
fjórir og fjölskyldur þeirra, vinir
eða börnin sem hún kenndi. Hún
hóf starf sitt með börnum á Sil-
ungapolli en í gegnum árin starf-
aði hún á mörgum leikskólum í
Hafnarfirði.
Um tíma var hún dagvistar-
fulltrúi Hafnarfjarðar, en starf-
aði síðar sem kennari við Hjalla-
stefnuna. Hún var einstaklega
flink að tala við börn, og hún var
fljót að sjá hvað átti hug og
hjarta barnabarnanna hverju
sinni og talaði þá gjarnan við þau
um þeirra hugðarefni. Til að
mynda hafði Gunnar sonur okk-
ar mikið dálæti á ruslabílum
þegar við fluttum til Íslands, en
hann var þá tæplega fjögurra
ára. Þegar amma hans heimsótti
okkur, sem hún gerði oft á
sunnudögum, sat hún gjarnan
með hann í fanginu eða við hlið
sér og teiknaði fyrir hann rusla-
bíla af ýmsum stærðum og gerð-
um. Anna Dúfa, dóttir okkar,
hefur hins vegar alltaf heillast
meira af ójarðbundnari hlutum
en ruslabílum og öðrum farar-
tækjum, svo hún og amma henn-
ar sátu oft saman og sömdu sög-
ur um álfa sem amma hennar
myndskreytti samviskusamlega.
Hún var flink handverkskona og
góður teiknari, og ég er mjög
þakklát fyrir að eiga eftir hana
bæði teikningar af blómum
prýddum ruslabílum og sögur af
álfum í álögum, því þessir hlutir
eru okkur sem gersemar í dag.
Eitt af því sem ég tók fljótt
eftir í fari Þórelfar var hvað hún
var mikil og góð mamma, og af-
skaplega umhugað um að strák-
arnir hennar hefðu aldrei
áhyggjur af henni, jafnvel ekki
eftir að hún veiktist. Í hvert
skipti sem við heimsóttum hana
meðan á veikindum hennar stóð
tók hún á móti okkur með sínu
hlýja og fallega brosi, og gladd-
ist einlægt við að hitta barna-
börnin, og hló dátt að því þegar
hinn tækja- og takkaglaði son-
arsonur hennar var búinn að
eiga fullmikið við stillingarnar á
sjúkrarúminu hennar.
Þórelfur sagði mér oftar en
einu sinni, að hún hefði aldrei
óskað þess að synir hennar yrðu
miklir menn heldur að þeir yrðu
góðir menn. Ég náði aldrei að
segja þér það, elsku Þórelfur
mín, að ég er afskaplega þakklát
fyrir að hafa kynnst yngsta
stráknum þínum, því betri
manneskju, föður og eiginmann
er ekki hægt að hugsa sér. Hann
hefur erft mikið af þínum góðu
eiginleikum – er yfirvegaður og
skynsamur, góður hlustandi og
ráðagóður. Ég vil líka þakka þér
fyrir hvað þú varst mér alltaf
góð og börnunum mínum ynd-
isleg amma.
Að lokum votta ég fjölskyldu
Þórelfar allri sem og vinum sam-
úð mína.
Ég kveð þig með söknuði og
trega í hjarta, elsku Þórelfur, og
lofa að passa vel upp á strákinn
þinn. Þín,
Ragnhildur.
Elsku amma Tóta. Við vitum
að þú ert komin á betri stað en
minning þín mun alltaf lifa hjá
okkur. Þú varst alltaf góð við
alla og okkur góð fyrirmynd. Það
var fallegt að sjá hvað þú varst
lagin við börn og við vorum öll
svo heppin og erum þakklát fyrir
að hafa fengið að vera með þér á
Hjalla.
Þú varst alltaf forvitin um
hvað við værum að gera, hvort
sem það voru íþróttir eða handa-
vinna, og varst áhugasöm um
hvernig okkur vegnaði. Við mun-
um svo vel brosið þitt, góðlega
glampann í augunum og hvernig
þú talaðir á þinn sérstaka hátt.
Það var notalegt að koma heim
til þín og okkur leið vel þar.
Það var líka gott að tala við
þig, því þú talaðir við okkur eins
og jafningja og gafst þér tíma til
að hlusta á hvað við höfðum að
segja. Þegar við vorum lítil töl-
uðum við stundum um ömmu-
lyktina sem væri svo góð, en það
var lyktin sem við fundum þegar
við voru í ömmufaðmi og þar var
gott að vera.
Elsku amma, við söknum þín
og vonum að þér líði vel þar sem
þú ert núna. Þú verður áfram
með okkur í hjörtum okkar og
við munum aldrei gleyma þér.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín barnabörn,
Heiða, Jóhann Karl og Dav-
íð Stefán Reynisbörn.
Kær vinkona hefur kvatt og
er hennar sárt saknað. Við höf-
um átt samleið um áratuga skeið
en hún fluttist með foreldrum
sínum og systkinum til Akraness
þegar hún var 10 ára gömul.
Þórelfur var hlédræg en hafði
góða og hlýja nærveru. Við fet-
uðum líka braut í lífinu og helg-
uðum börnum starfskrafta okk-
ar.
Á barnaheimilinu Silungapolli
treystust vináttuböndin. Þórelf-
ur hafði einstakt lag á börnum,
varfærin, hlý og elskuleg við
hvert einasta barn. Hún spurði
spurninga og umfram allt hlust-
aði og var sérlega umhyggjusöm
þegar eitthvað bjátaði á.
Þórelfur var alla tíð leitandi
og hugleiddi málin frá ýmsum
hliðum, en þegar hún hafði kom-
ist að niðurstöðu þá var hún föst
fyrir.
Hún trúði á réttlætið og
ákveðnar hugsjónir og hug-
myndafræði og fórnaði jafnvel
vinnunni frekar en að láta af
hugsjónum sínum. Þetta gerði
hún án fyrirgangs eða hávaða –
hún stóð með sjálfri sér.
Þórelfur var einstaklega list-
ræn og kunni ýmislegt fyrir sér í
höndum, hún prjónaði og heklaði
fallegar flíkur og hannaði ýmsa
fallega muni. Anna mamma
hennar hefur vafalítið kennt
þeim systrum handverkið því all-
ar eru þær mjög skapandi og
listrænar. Mér er minnisstætt
frá unglingsárunum þegar þau
systkinin voru orðin 10 talsins,
að þá voru þau öll í fallegum
heimasaumuðum fötum sem
sómt hefðu sér vel á hönnunar-
sýningum um víða veröld.
Þórelfur hafði góða kímnigáfu
og skemmtum við okkur oft vel í
saumaklúbbnum okkar sem við
höfum haldið gangandi í um 50
ár eða frá því að við stelpurnar
unnum á Silungapolli forðum
daga. Það er skarð fyrir skildi í
saumaklúbbnum nú þegar fjórða
vinkonan kveður. Við söknum
hlýju, elskulegu Þórelfar og
sendum sonum, tengdadætrum,
barnabörnum og systkinum
hennar innilegar samúðarkveðj-
ur.
Hrafnhildur Sigurðardóttir.
Þórelfur Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Þórelfu Jónsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
BALDUR LOFTSSON,
Selvogsbraut 33,
Þorlákshöfn,
lést á sjúkrahúsinu á Selfossi
föstudaginn 18. september. Útförin fer fram frá Þorlákskirkju
laugardaginn 26. september kl. 14.
.
Alda S. Joensen
og aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KETILL VILHJÁLMSSON,
fyrrv. bifreiðastjóri,
Túngötu 5, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
mánudaginn 21. september. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 1. október klukkan 13.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hans er bent á styrktarsjóð Kirkjuvogskirkju í Höfnum,
0542-26-2902, kt. 690169-0299.
.
Sigrún B. Ólafsdóttir
Magnús Ketilsson, Auður Tryggvadóttir,
Sigurgísli Ketilsson, Halldóra Jóhannesdóttir,
Páll Ketilsson, Ásdís B. Pálmadóttir,
Valur Ketilsson, Hjördís Hilmarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
SONJA GEORGSDÓTTIR
myndlistarkona
lést á líknardeild Landspítala í Kópavogi
21. september.
.
Hólmfríður Gunnarsdóttir Guðmundur B. Sigurgeirsson
Georg Ahrens Hauksson Ingibjörg Sveina Þórisdóttir
Ingi Haukur Georgsson Sigrún Guðný Pétursdóttir
Ágústa Ruth Ahrens Þorsteinn Þórsson
Georgsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUNNLAUG KRISTJÁNSDÓTTIR,
GULLÝ,
Hamraborg 14, Kópavogi,
lést á heimili sínu sunnudaginn
20. september. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 30. september klukkan 13.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
.
Gunnar Már Óskarsson,
Brynhildur Stella
Óskarsdóttir,
Óskar Elvar Óskarsson, Charlotte Vest Pedersen,
Óskar Finnur Gunnarsson, Harpa Sif Arnarsdóttir,
Bryndís Gunnarsdóttir, Steingrímur Sigurðarson,
Daði Freyr Gunnarsson,
Leifur Óskarsson, Karen Ósk Björnsdóttir,
Kristján Már Óskarsson,
Ísak Funi, Hrafn og Hjörtur.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
HREIÐAR ÁRSÆLSSON,
fyrrum knattspyrnumaður og KR-ingur,
Kirkjulundi 8, Garðabæ,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 23.
september. Útför hans verður auglýst síðar.
.
Guðbjörg Jóhannsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.