Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 32
32 ALDARMINNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Eleseus Marís
Sölvason var fædd-
ur 25. september
1915 á Lónseyri við
Arnarfjörð. Hann
lést 22. nóvember
1983.
Hundrað ár eru
því í dag, 25. sept-
ember 2015, frá
fæðingu hans. Ele-
seus eða Elli, eins
og hann var oftast
kallaður, var sonur hjónanna Pál-
ínu Eleseusdóttur og Sölva Ingi-
bjarts Bjarnasonar sem í 20 ár
bjuggu á Steinanesi í Arnarfirði
og síðustu æviár sín á Bíldudal.
Eleseus var þriðji í röðinni af sex
systkinum en fjögur þeirra náðu
fullorðinsaldri en tveir drengir
dóu ungir.
Foreldrar Pálínu voru hjónin
Margrét Kristjánsdóttir og Ele-
seus Höskuldsson, ættaður af
bændahöfðingjum úr Stranda-
sýslu, en móðir hennar var dóttir
Kristjáns á Borg, systir Krist-
jáns í Stapadal, Guðmundar, sem
lengi var skipstjóri á erlendum
skipum og Sigurðar, sem lengi
var skipstjóri hjá Geir Zoega.
Móðir Margrétar var Guð-
björg Markúsdóttir prests á
Álftamýri. Ein systra hennar var
Sigríður, móðir Markúsar
Bjarnasonar stýrimannaskóla-
stjóra og bróðir Matthías faðir
Jensínu Bjargar, móður Ásgeirs
forseta Ásgeirssonar. Pálína og
Jörundur Hjaltason Magnússon
voru systkinabörn, en hann var
skáld og fræðimaður sem varð
Halldóri Laxness uppspretta og
helsta fyrirmyndin að Ólafi Kára-
Eleseus Marís
Sölvason
syni Ljósvíkingi í
Heimsljósi.
Foreldrar Sölva
voru hjónin Bjarni
Bjarnason skip-
stjóri og Jónína
Jónsdóttir á Laug-
arbóli í Mosdal í
Auðkúluhreppi við
Arnarfjörð. Sölvi
var rösklega 18 ára
þegar faðir hans
fórst við tíunda
mann með kútter Þráni frá Ísa-
firði í norðvestan aftakaveðri
þann 1. maí 1897.
Sölvi, faðir Eleseusar, var
sagður skemmtilegur og ágætur
skipsfélagi, skapstór, en hrein-
lyndur og glaðlyndur, mælskur
vel, var orðheppinn, gagnyrtur
og hnífilyrtur svo undan gat svið-
ið þegar því var að skipta, en
fljótur til sátta, sagði ágætlega
frá, hafði undra gott lag á að haga
orðum sínum þannig, að þeir sem
hlýddu, komust í gott skap. Á öll-
um þeim skipum, sem Sölvi var á,
mun hann ævinlega hafa verið
hæstur í fiskidrætti.
Flestar vertíðir var Sölvi með
skipstjóra Pétri Mikael á kútter
Valtý frá Reykjavík, sem var
aflahæsta fiskiskúta landsins í
áraraðir. Sölvi var ráðinn á Valtý
vertíðina 1919, en Pálínu, konu
Sölva, hafði dreymt ískyggilegan
draum um skipið og þrábað hún
mann sinn um að fara ekki um
borð. Sölvi var lengi tregur til, en
að lokum lét hann það eftir konu
sinni og fór ekki. Draumurinn
rættist og Valtýr fórst með allri
áhöfn, 30 mönnum.
Hugur Eleseusar hneigðist
snemma til sjósóknar og árið
1940 létu þeir feðgar, Sölvi, Elli
og Páll, smíða sex tonna bát á
Bíldudal, og tók Elli við for-
mennsku á honum og var með
hann óslitið í 20 ár. Bát þennan
smíðaði Gísli Jóhannsson, báta-
smiður á Bíldudal, og hlaut hann
nafnið Steinbjörg, falleg og mikil
happafleyta.
Upphaflega var Steinbjörg op-
inn bátur, eða aðeins yfirbyggð
að framan og svo yfir vél. Seinna
var hún dekkuð og varð við þá
breytingu öll meiri og hæfari til
sóknar en áður. Það er langróið
frá Bíldudal og má nærri geta að
oft hafa þeir séð hann svartan á
ferðum sínum djúpt út af Kóp eða
Látraröst, og suður á Breiðafjörð
var einnig sótt.
Elli var kjarkmaður mikill,
sem hann átti kyn til og lét sér
ekki allt fyrir brjósti brenna,
glöggur og laginn stjórnandi og
ákaflega fiskinn alla sína for-
mannstíð.
Árið 1960 hætti Elli útgerð og
formennsku á Steinbjörgu og
flutti suður eins og kallað er.
Fyrstu árin syðra fór hann á bát
sínum Örnólfi á heimaslóðirnar
vestur í Arnarfjörð til handfæra-
veiða á sumrin, en hélt suður á
bóginn er hausta tók, og var þá
oftast einn á ferð í misjöfnum
veðrum.
Síðustu árin sem Elli lifði réri
hann með handfæri frá Sand-
gerði á sumrin á litlum báti sínum
sem hét Sædís og aflaði vel. Ele-
seus giftist aldrei og eignaðist
engin börn.
Hagyrðingurinn og veiðimað-
urinn Njáll Sighvatsson, sem bjó
síðustu æviár sín á Auðkúlu í
Arnarfirði, orti eftirfarandi for-
mannsvísur um Eleseus og
happafleytuna Steinbjörgu
BA-273.
Fögur skeið með frækna drengi
ferðagreið um sjá,
Steinbjörg heitir straums á engi,
stefnir landi frá
happasæl á hranna leiðum.
Hefur jafnan léð;
góðan arð af gefnum veiðum
gæfan fylgir með.
Góðan arð af gefnum veiðum
gæfan fylgir henni með.
Eleseus stjórna starfi
stillir vel í hóf,
sigri með hinn sóknardjarfi
sels um víðan skóg,
sækir fram á flyðru leiðum
formanns ötul lund,
aflasæll og vanur veiðum
vogs þó freyði grund.
Aflasæll og vanur veiðum
vogs þó freyði sollin grund.
Steinbjörgin um storðir linda
stefnir út á mið,
þó að kyrji og vaxi vindar
veki þungan nið.
Gæfan leiði fleyið fríða
frekt þó svelli gráð,
út um þaraveldið víða
veri leidd af náð.
Út um þaraveldið víða
veri leidd af Drottins náð.
Níels A. Ársælsson,
Skógum, Tálknafirði.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓNMUNDUR STEFÁNSSON,
Brekkugötu 9, Ólafsfirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku
í Ólafsfirði þann 20. september.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
mánudaginn 28. september kl. 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hornbrekku og slysavarnadeildina í
Ólafsfirði.
.
Snjólaug S. Jónmundsd., Jón Viðar Óskarsson,
Guðrún K. Jónmundsdóttir, Sigtryggur Valgeir Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg systir okkar og frænka,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hörðalandi 14, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala 10. september.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
.
Ragnar Þ. Guðmundsson,
Kristín Guðmundsdóttir,
Bryndís Ragnarsdóttir,
Sigurbjörg Ragnarsdóttir
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
GUÐMUNDUR FRANKLÍN JÓNSSON
byggingarmeistari,
Stekkjarseli 9,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 3S
fimmtudaginn 17. september.
Verður jarðsunginn í Háteigskirkju 28. september kl. 13.
.
Kolbrún Steinunn Gestsdóttir,
Pálmi Franklín, Guðrún Ása Hjálmtýsdóttir,
Þorbjörg Anna,
Jón Franklín,
Guðmundur, Axel, Jóhann og Tómas.
Antík
Antíkhúsgögn og munir í úrvali.
Skoðið heimasíðuna.
Opið frá kl. 10 til 18 virka daga.
Þórunnartúni 6,
sími 553 0755 – antiksalan.is
Sumarhús
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Viðhaldslítil
ferðaþjónustuhús
og sumarhús til sölu
halliparket@hatak.is
sími 894 0048
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Heimilishjálp óskast!
Barngóð, sveigjanleg og heiðarleg
manneskja óskast til að sjá um
heimilisþrif á umfangsmiklu heimili.
Starfstími sveigjanlegur en gjarnan
kl. 12-18 með möguleika á að geta
verið einstaka kvöld með stálpuðum
börnum heimilisins. Viðkomandi þarf
að vera með eigin bíl til umráða. 70%
starfshlutfall.
Vinsamlega sendið kynningarbréf til
heimilishjalp@yahoo.com
Póstsendum
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Kíktu á heimasíðuna
lifstykkjabudin.is
Mikið úrval
Ný
sending
af undirfatnaði og
náttfatnaði frá
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Smáauglýsingar
Hljóðfæri
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar