Morgunblaðið - 25.09.2015, Síða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Nýlistasafnið býður til opnunar á
sýningunni Nothing Really Mat-
ters (except me) í Núllinu í dag kl.
17. Á sýningunni verða ný verk
eftir enska myndlistarmanninn
Simon Buckley. Núllið er í Banka-
stræti 0 og fyrir sýningu sína hef-
ur Buckley teiknað á veggi rým-
isins. Teikningarnar sýna
pyntingar líkt og á miðöldum þar
sem kvalarinn beitir villimanns-
legum aðferðum til að draga játn-
ingar upp úr fórnarlambi sínu,
eins og segir í tilkynningu. Í
kringum þessar sögupersónur
spinnist tveggja manna samtal
milli Simon 1 og Simon 2 og í
gegnum þær samræður reyni þeir
að finna eigin tilgang, greina
vægi og þörfina fyrir verk sín og
eigin tilveru, eins og því er lýst.
Furðuskepna Teikning eftir Buckley.
Simon Buckley sýnir í Núllinu
Myndlistarmaðurinn Dagbjört
Drífa Thorlacius opnaði í gær sína
fyrstu, stóru einkasýningu í Galleríi
Gróttu, Seltjarnarnesi. Verkin á
sýningunni varpa ljósi á samferða-
menn Dagbjartar í tímans rás og er
ekki um eiginlegar persónur að
ræða heldur vinnur listamaðurinn
úr samansöfnuðu minni sínu mynd-
ir af fólki sem hefur orðið á vegi
hennar í gegnum lífið, eins og því
er lýst í tilkynningu. Við verkin
fléttast utanaðkomandi þættir sem
hafi áhrif á okkar daglega líf, eins
og tilfinningar, náttúra, litir og tíð-
arandi. Dagbjört útskrifaðist frá
Listaháskóla Íslands með BA-gráðu
í myndlist árið 2004 og með diplo-
magráðu í listkennslufræðum árið
2006. Hún nam ljósmyndun við Kø-
benhavns tekniske skole og hag-
nýta menningarmiðlun við Háskóla
Íslands árið 2013. Sýningin stendur
til 9. október.
Einkasýning Dagbjört Drífa Thorlacius.
Dagbjört sýnir í Galleríi Gróttu
Opnunarmynd RIFF í ár ereinhver sú ævintýraleg-asta sem ég hef séð í háaherrans tíð, enda byggð á
þremur af tugum ævintýra sem
ítalska skáldið Giambattista Basile
safnaði saman í Napólí á 17. öld og
gefin voru út undir heitinu Il Penta-
merone. Ævintýri þessi eða þjóðsög-
ur urðu Grimm-bræðrum og fleirum
síðar innblástur og má því í raun
segja að þau séu frumgerð margra
þeirra ævintýra sem hvert manns-
barn þekkir, sagna sem eru fullar af
hættum, skrímslum, nornum og tröll-
um. Ekki kannaðist ég við þessar sög-
ur Basiles áður en ég sá Sagnasveig,
eins og myndin heitir í íslenskri þýð-
ingu RIFF, og kom hún hressilega á
óvart.
Í myndinni eru rakin ævintýri úr
þremur konungsríkjum sem liggja
hvert að öðru. Í einu fer Salma Hayek
með hlutverk drottningar sem þráir
heitar en nokkuð annað að eignast
barn. Dularfullur maður kemur á
fund hennar og konungs og segir einu
leiðina til barneigna þá að drottningin
leggi sér til munns hjarta úr skrímsli,
eldað af hreinni mey. Þessu töfra-
bragði fylgir auðvitað mikil bölvun. Í
næsta ævintýri segir af kynóðum
konungi (Vincent Cassell) sem heill-
ast mjög af söng ókunnugrar konu og
verður heltekinn af þrá til hennar.
Hann fer á fund hennar en fær aðeins
að sjá af henni einn fingur enda kon-
an öldruð og heldur óhrjáleg að sjá.
Honum tekst að telja hana á að eyða
nótt með sér en sú gamla setur það
skilyrði að algjört myrkur verði allan
tímann. Sú áætlun fer út um þúfur og
sú gamla er feig.
Í þriðja ævintýrinu segir svo af
konungi (Toby Jones) sem verður
heillaður af fló sem hann nærir á blóði
sínu og flóin stækkar með hverjum
deginum sem líður. Dóttir konungs
þráir athygli föður síns en fær ekki,
fellur í skuggann af flónni. Kóngurinn
virðist hafa tapað glórunni og ákveð-
ur að gefa prinsessuna þeim manni
sem leyst geti gátu sem virðist óleys-
anleg. Honum til mikillar furðu og
skelfingar tekst einum manni að
leysa gátuna og er sá langt frá því að
vera draumaprins.
Ítalski leikstjórinn Matteo Garr-
one framreiðir þennan furðuheim
kónga, drottninga, norna, skrímsla og
skaðræðisskepna á einstaklega
skemmtilegan hátt. Leikaravalið er
gott, Reilly því miður í mjög litlu hlut-
verki en þau Hayek, Cassell og Jones
fara á kostum í hlutverkum sínum og
þrátt fyrir að þessar hryllingssögur
eigi sín mjög svo spaugilegu augna-
blik er engu líkara en leikararnir séu
stundum að leika í verki eftir Shake-
speare, slík er alvaran. Það er heldur
ekkert verið að skafa af hryllingnum
til að hlífa áhorfendum, þetta eru
blessunarlega ekki Disney-ævintýri
sem enda vel. Enginn köttur úti í
mýri nema þá ef vera skyldi köttur
sem drekkt er úti í mýri.
Boðskapur sagnanna er í anda
sígildra ævintýra: gættu að því hvers
þú óskar þér, dramb er falli næst
o.s.frv. Hér eru mörg vítin til varn-
aðar og þeir sem eiga skilið sína refs-
ingu fá hana. Andúðin á iðjulausum og
heimskum kóngum er rauður þráður í
tveimur sagnanna en í þeirri þriðju, af
drottningunni, er sjálfselskan tekin
fyrir. Enginn flýr örlög sín.
Á köflum er myndin skemmtilega
gervileg þegar kemur að atriðum sem
fara fram utandyra en sviðsmyndir
innandyra og þá m.a. kastalar eru aft-
ur á móti afar raunverulegar. Ein-
hver atriði munu enda hafa verið tek-
in upp í fornum kastölum.
Sagnasveigur er mikið sjónarspil, lit-
rík en líka drungaleg og stórkostleg-
ar furðuskepnur koma við sögu sem
ættu að fá hárin á mörgum áhorfand-
anum til að rísa. Það er í raun furðu-
legt að ekki skuli fyrr hafa verið gerð
kvikmynd upp úr þessum ævintýrum
og vonandi verða þær fleiri. Sagna-
sveigur er ákaflega skemmtileg
mynd, kemur sífellt á óvart og unn-
endur góðra ævintýra mega ekki
missa af henni.
Ævintýri Salma Hayek í hlutverki drottningar í Sagnasveig. Við hlið hennar skrímsli sem búið er að skera hjartað úr svo drottningin geti gætt sér á því.
Af skrímslum og mönnum
RIFF
Il racconto dei racconti/
Sagnasveigur bbbbn
Leikstjóri: Matteo Garrone. Handrit: Edo-
ardo Albinati, Ugo Chiti, Matteo Garrone
og Massimo Gaudioso. Aðalhlutverk:
Salma Hayek, John C. Reilly, Vincent
Cassell, Toby Jones, Bebe Cave, Christi-
an og Jonah Lees og Shirley Henderson.
Bretland, Frakkland og Ítalía, 2015. 125
mín. Flokkur: Fyrir opnu hafi.
HELGI SNÆR
SIGURÐSSON
KVIKMYNDIR
Bíó Paradís: 26. sept. kl. 19.15
Háskólabíó: 30. sept. kl. 18.00
Háskólabíó: 4. okt. kl. 18.15
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK
Þjóðlagasveitin Hrafnar heldur tón-
leika í kvöld í Hannesarholti, Grund-
arstíg 10. Húsið verður opnað kl.
18.30 og verða léttar veitingar í boði.
Hrafnar hafa starfað frá árinu 2008
og er hljómsveitin skipuð bræðr-
unum Georgi og Vigni Ólafssonum
og bræðrunum Helga og Hermanni
Inga Hermannssonum og Hlöðveri
Guðnasyni. Hrafnar gefa sig út fyrir
að vera þjóðlagasveit og bendir
hljóðfæraskipan hennar sannarlega í
þá átt; að því er segir í tilkynningu.
Hrafnar leika í
Hannesarholti
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is
Láttu drauminn rætast.
EVEREST 3D 5,8,10:30
SICARIO 8,10:30 (P)
HÓTEL TRANSYLV. 2D ÍSL 4
HÓTEL TRANSYLV. 2D ENS 6
MAZE RUNNER 8
NO ESCAPE 10:40
ABSOLUTELY ANYTHING 6
SKÓSVEINARNIR 2D ÍSL 4
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
Miðasala og nánari upplýsingar
POWERSÝNING
KL. 10:30
TILBOÐ KL 5
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 4