Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 8
8 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Það var þungbúið og dimmt þegar hóp- urinn kom til Búdapest í lok dags. Mikið um að vera í borginni, Evrópuþing vinstri flokka og yfirvofandi fjöldaganga nýfas- ista sem daginn eftir ætluðu að ganga eftir Endresi breiðgötunni í átt að Hetju- torginu. Til mótvægis ætluðu friðarsinn- ar að ganga sömu götu í gagnstæða átt með fangið fullt af blómum. Hótelið okkar var steinsnar frá torginu og gullni friðarengillinn blasti við frá herberg- isgluggunum. Hvarvetna var lögregla á verði, lokaðar götur, vælandi bílalestir á ógnarhraða með herfylgd í bak og fyrir. Þessi órói var víðsfjarri þegar við heimsótt- um Franz Lizt Akademíuna daginn eftir. Húsið er byggt upp úr síðustu aldamótum í íburðarmiklum stíl, dæmi um Art Nouveau í byggingarsögu Ungverja. Orgelið stóra reis eins og kóróna yfir 1200 sæta tónleika- sal skólans sem er bjartur og hlýlegur og gegnir enn stóru hlutverki í tónlistarlífi borgarinnar. Það mun án efa breytast inn- an nokkurra mánaða eftir að nýtt tónleika- hús verður tekið í notkun. Eftir stuttan fyrirlestur var litið inn í stofur og starfsum- hverfi skoðað. Skólinn er hápunkturinn í tónlistarmenntun Ungverja og hann sækja nemendur frá flestum heimshlutum. Skól- arnir sem við skoðuðum eru kenndir við þá Ungverja sem lagt hafa hvað þyngstu lóð á vog heimsmenningarinnar, Franz List, Zoltán Kodály og Béla Bartók, en við þann síðastnefnda er tónlistarmenntaskól- inn kenndur, sá næsti sem við heimsóttum. Byggingin státar ekki viðlíka glæsileika og Akademían en þar var flest á sínum stað, kennsla í fullum gangi og eftir greinargott yfirlit rektors skiptu tónlistarkennararnir frá Íslandi liði og hurfu inn í stofur skól- ans til að fylgjast með ungverskum starfs- bræðrum leiðbeina nemendum um vand- rataða vegi listarinnar. Meðan við gengum milli kennslustofa buldi regnið úti og myndaði ár og læki um götur borgarinnar. Það var notalegt að vera inni þennan dag, en nú var kom- ið að því að spenna regnhlíf og hefja næstu heimsókn sem var í tónlistarskóla sem starfar á grunnskólastigi, Tónlistar- skóla Tóth Aladar. Að sögn skólastjórans nýtur skólinn viðurkenningar fyrir frábært starf á sínu sviði. Það kemur í hlut kennara þessa skóla að leggja grunninn að mennt- un margra sem síðar fara í framhaldsnám og bera uppi tónlistarmenningu þjóðarinn- ar. Þessar fróðlegu heimsóknir voru svolít- ið stór biti fyrir okkur enda á einum degi búið að spanna þrjú skólastig ungverskrar tónlistarmenntunar og sum okkar enn ekki alveg laus við ferðahrollinn. Leiðbeinandi okkar þennan viðburðaríka dag og fyldar- maður í ferðinni, Ferenc Utassy, reyndist okkur hinn besti fræðari og lagði sig fram um að leysa hvers manns vanda. Þegar út á götu kom var óeirðalögregl- an víða á götuhornum í viðbragðsstöðu með suðandi talstöðvar. Ekki urðum við vör við annað en að allt hefði farið frið- samlega fram og ekki skorist í odda með fasistum og friðelskendum að þessu sinni. Helgin var notuð til að skoða borg- ina og umhverfið. Af mörgu er að taka: Ópera, ballett, tónleikar, listasöfn, tyrk- nesk baðhús, fagrar byggingar, markað- ir og kaffi- og veitingahús í háum gæða- flokki. Búdapest reyndist hafa mikið að NÁMSFERÐ Hljómandi góð ferð Ferð tónlistarskólakennara til Ungverjalands 14. - 18. október 2004. Tónlistarkennarahópurinn í Kecskemet

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.