Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 31

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 31
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 31 FJÖLMENNING Umræðan um fjölmenningarlega kennslu hefur tekið gífurlegum breyt- ingum á undanförnum áratug, ekki síst síðastliðnum tíu til fimmtán árum. Á sjöunda áratugnum var talið nóg að kenna börnum innflytjenda nýja tungu- málið og hvernig þau ættu að leggja á hilluna allt sem tengdist uppruna þjóð- menningu þeirra. Smámsaman gerðu uppeldisfræðingar og kennarar sér þó grein fyrir því að nem- endur meirihlutahópsins þyrftu einnig að fá þjálfun og æfingu í að lifa og starfa í því fjölbreytta nútímasamfélagi sem beið þeirra fyrir utan skólastofuna. Einnig var farið að skoða menningarhugtakið í mun víðara samhengi en gert hafði verið, þ.e. út frá öðrum þáttum en aðeins þjóðmenn- ingu. Sérstaklega urðu þessar nýju áhersl- ur mikilvægar í þeim löndum Evrópu þar sem nemendur af erlendum uppruna voru af annarri eða jafnvel þriðju kynslóð inn- flytjenda, þ.e. fæddir og uppaldir í viðkom- andi landi en af erlendum uppruna. Þessir nemendur töldu menningu foreldra sinna ekki endilega sína menningu og voru ekki alltaf ánægðir með að vera sífellt gerðir að fulltrúum viðkomandi menningar í skólastofunni. Fjölbreytileiki samfélagsins hefur ekki bara með ólíkt þjóðerni að gera heldur endurspeglast ólík menning ekki síður í þeirri einstaklings- og heimamenningu sem sérhver nemandi tekur með sér inn í skólastofuna. Nemendur fjölmenningar- samfélagsins koma úr ólíku menningar- umhverfi, jafnvel þótt þeir væru allir af ís- lenskum uppruna. Þeir koma til dæmis úr ólíku fjölskyldumynstri þar sem foreldrarn- ir eru ýmist tveir eða eitt foreldri, af ólíku eða sama kyni, fatlaðir eða ófatlaðir, og þeir geta verið hámenntaðir eða með litla menntun, auðugir eða efnalitlir o.s.frv. auk þess sem nemendur hafa ólíka hæfni og getu á mismunandi sviðum. Þessi fjöl- breytileiki gerir að verkum að allir bekkir eru í raun fjölmenningarlegir því allir þess- ir þættir hafa áhrif á menningu nemenda. Það má því segja að mesta breytingin sem varð á umræðunni um fjölmenningarlega kennslu í Evrópu hafi verið tengd þessum tveimur þáttum, þ.e. að allir bekkir séu fjölmenningarlegir og að fjölmenningar- leg hæfni sé nauðsynleg öllum börnum - ekki aðeins börnum innflytjenda. Jafnvel þótt settar hafi verið fram marg- víslegar hugmyndir og kenningar um fjöl- menningarlega kennslu má segja að yfir- markmiðin séu nokkuð samhljóða: • Að nemendur verði fjölmenningar- lega hæfir (intercultural competent) • Að þeir læri að takast á við og meta kosti fjölbreytileikans almennt, m.a. fjöl- breytileika mismunandi þjóðerna. • Að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til að læra og að sköpuð séu skilyrði til að allir hafi jafnan aðgang að lærdómsferl- inu. En auk umræðunnar um markmið fjöl- menningarlegrar kennslu fór einnig af stað mikilvæg umræða um aðferðir, þ.e. hvernig nálgumst við þessi markmið inni í skólastofunni? Margir evrópskir uppeldisfræðingar og kennarar höfðu um árabil leitað að aðferðum sem gætu komið að gagni við að ná þessum ofantöldu markmiðum. Ýms- ar aðferðir hafa verið þróaðar og flestar eiga þær sameiginlegt að leggja áherslu á samskipti og samvinnu ólíkra einstaklinga í fjölbreyttum nemendahópi. Hollenski kennsluráðgjafinn Peter Batelaan ásamt teymi kennara og uppeld- isfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum varð fyrstur til að flytja kenningar Elizabeth Cohen, félagsfræðings við Stanford Uni- versity, til Evrópu og tengja þær fjölmenn- ingarlegri kennslu. Rannsóknir og kenn- ingar Cohen ganga í megin atriðum út á það hvernig skapa megi skilyrði í bekk til að allir nemendur í fjölbreyttum nemenda- hópi hafi jöfn tækifæri til að læra, án þess að gerðar séu minni „akademískar“ kröf- ur til einhverra þeirra og hvernig staða nemenda hefur áhrif á möguleika þeirra til að taka virkan þátt í lærdómsferlinu. Að- ferðina kallar hún „Complex instruction“ (margþætt fyrirmæli) en grunnhugmynd- in í kenningum hennar er: Allir geta eitt- hvað - enginn getur allt. Upplýsingar um námskeið í notkun Clim aðferðarinnar (Cooperative learning in multicultural groups.) má finna á heima- síðu ICI: www.ici.is Guðrún Pétursdóttir verkefnastjóri hjá InterCultural Iceland Nemendur fjölmenningarsamfélagsins koma úr ólíku menningarumhverf i. Þeir koma til dæmis úr ólíku fjöl- skyldumynstri þar sem foreldrarnir eru ýmist tveir eða eitt foreldri, af ólíku eða sama kyni, fatlaðir eða ófatlaðir, og þeir geta verið hámenntaðir eða með litla menntun, auðugir eða efnalitlir o.s.frv. ������������������������������� ����������������������������� ���������� �������������������� ��������� ������������������ ���������� �������������������� ���������������� ������������� ������� Allir geta eitthvað - enginn getur allt Þeir þættir sem Cohen telur þurfa að taka tillit til ef skapa á námsumhverfi þar sem allir hafa jöfn tækifæri til að læra í fjölbreyttum nemendahópi.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.