Skólavarðan - 01.02.2005, Qupperneq 26

Skólavarðan - 01.02.2005, Qupperneq 26
NÁMSFERÐ 26 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Uppbyggingarstefnan er hugmynda- kerfi sem felst bæði í aðferð og stefnu- mörkun skóla til að bæta samskipti. Níu manna hópur frá Íslandi fór í náms- ferð til Minneapolis þar sem skoðaðir voru skólar sem vinna eftir þessari hug- myndafræði. Hópurinn sótti einnig nám- skeið hjá Diane Gossen frá Kanada og Judy Anderson frá Minnesota sem eru hugmyndafræðingar stefnunnar. Skólarnir sem hópurinn heimsótti eru ólíkir og fengu Íslendingarnir innsýn í vinnubrögð með nemendur á ólíkum aldri og í ólíkum skólahverfum.Þeim fannst áberandi hversu skipulagðir kennararnir voru í allri vinnu og hvað agi og agaferli virtust vera skilvirk. Í skólunum var unnið með fjölbreytilegra mannlíf og mun stærri vandamál en þekkjast hér á landi. Þrátt fyrir það virtist kennurunum ganga vel að halda uppi góðum vinnuaga og áhuga hjá nemendum. Hópnum fannst þau vandamál sem við erum að glíma við hérna heima smá- vægileg miðað við þann veruleika sem blasti við þarna. Sem dæmi má nefna að nemandi á framhaldsskólastigi hafði kom- ið með hlaðna byssu í skólann daginn fyrir heimsóknina. Í öðrum skóla töluðu 40% nemenda ekki ensku, meirihluti fjöl- skyldna lifði undir fátæktarmörkum og fjöldinn allur af nemendum hafði alist upp í flóttamannabúðum í Víetnam. Hér er sagt frá ferðinni og uppbyggingarstefn- unni í stuttu máli. Uppbygging - sjálfsagi Megin atriði er að kenna börnum og ung- lingum sjálfsaga og sjálfsstjórn og ýta undir sjálfstraust. Uppbyggingarstefnan leggur áherslu á samskipti fremur en regl- ur, á ábyrgð fremur en blinda hlýðni og á virðingu fremur en stjörnugjöf. Stefn- an treystir á hæfileikann til sjálfsstjórnar og að hver og einn geti hugsað áður en hann framkvæmir og brugðist rétt við aðstæðum. Uppbyggingarstefnan kennir sjálfsaga og hvetur sérhvern til að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Þetta er aðferð til að stjórna bekkjum, aðferð í samskipt- um og aðferð við að ná jafnvægi og innri styrk eftir að hafa beitt samferðarmenn sína rangindum eða lent upp á kant við þá. Aðferðin byggist á að ná samstöðu um lífsgildi til að hafa að leiðarljósi og fylgja þeim síðan eftir með fáum skýrum reglum. Spurt er hvernig við viljum vera og hvað við þurfum að gera. Þrjár meginhugmyndir Sjálfsstjórnarkenningin (Control Theory) segir að stjórnun sé viðleitni manns til að uppfylla þarfir sínar og ná markmiðum sínum í síbreytilegum eigin heimi. Varan- leg gildi, um það hver við viljum vera í mannfélaginu, stýra gjörðum okkar ekki síður en fyrirhyggjulaus eigingirni. Þess vegna er lögð áhersla á að vinna með gildi og sagt að uppbyggingaraðferðin sé gild- ismiðuð fremur en reglumiðuð. Af þessu leiðir einnig sú hugmynd að hver og einn geti í raun og veru ekki stjórnað öðrum - aðeins sjálfum sér. Raunsæismeðferð (Reality Therapy) hjálpar manni að gera sér grein fyrir eigin vilja, óskum og þrám, og finna bestu leið- ina til að fá fram vilja sinn eða óskir sem hvorki hefur neikvæðar hliðar fyrir hann sjálfan eða aðra. Sjálf uppbyggingin (Restitution) tekur til þess þegar maður uppgötvar eftir á að aðferðin, sem notuð var til að fá vilja sínum framgengt, braut á rétti annars. Þá skapast kannski besta tækifærið til að finna nýja og betri leið, bæta fyrir og leið- rétta misgjörðina og verða fyrir vikið meiri maður - vaxa við hverja raun. Þetta nám starfsfólks um grundvallar- hugmyndirnar er nauðsynlegt til að fá nýtt sjónarhorn á það hvað hegðun er og hverfa frá hugmyndinni um að treysta á ytri stjórnun (áreiti-viðbragð) yfir í skiln- ing á hugmyndinni um innri stjórn og sjálf- saga. Þegar starfsmenn skóla hafa farið á námskeið og skilgreint grunnatriði í bekkj- arstjórnun og samskiptum í skólastofunni geta þeir stuðst við þessar vinnuaðferðir og Að kenna nemendum sjálfsaga og sjálfsstjórn og ýta undir sjálfstraust Hverjum getur maður stjórnað? Í ferðina fóru þrír kennarar, tveir skólastjórnendur, forstöðumaður íþróttamiðstöðvar og félagsmálastjóri frá Álftanesi ásamt kennara og félagsráðgjafa frá Hafnarfirði. Efri frá vinstri: Hildur karlsdóttir, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, Ásta Kristín Benediktsdóttir, Guð- finna Dröfn Aradóttir. Neðri frá vinstri: Sveinbjörn Markús Njálsson, Stefán Arinbjarnarson, Magni Hjálmarsson. Frá kennslustund, unnið með þarfirnar.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.