Skólavarðan - 01.02.2005, Side 4

Skólavarðan - 01.02.2005, Side 4
Skólakerfið á að vera í sífelldri endurskoðun 5 Í gestaherberginu er viðtal við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Hljómandi góð ferð 8 Sigursveinn Magnússon skólastjóri Tónskóla Sigursveins segir frá athyglisverðri ferð tónlistarskólakennara til Ungverjalands sl. haust. Leikskólinn fyrsta skólastigið 13 Skólavarðan leitaði til Hildar Skarphéðinsdóttur, deildarstjóra leikskóladeildar hjá Leikskólum Reykjavíkur, og spurði hana m.a. hvort fimm ára börn ættu nú að fara að læra lestur og reikning. Menntun kennaraefna í Finnlandi 14 Finnar komu afar vel út úr PISA-könnuninni á nýliðnu ári. Við skoðum hvernig kennaramenntun í Finnlandi er skipulögð og hvaða kröfur eru gerðar til kennaraefna. Íslenskt stúdentspróf – Virðisauki eða tímaskekkja? 16 Athyglisverðar hringborðsumræður um stöðu og framtíð framhaldsskólamenntunar á Íslandi. Hverjum getur maður stjórnað? 26 Níu manna hópur frá Íslandi fór í námsferð til Minneapolis þar sem skoðaðir voru skólar sem vinna eftir hugmyndafræði sem kallast Uppbyggingarstefnan. Magni Hjálmarsson, Guðlaug Erla Gunnarsdóttir og Sveinbjörn Markús Njálsson segja frá ferðinni og lýsa aðferðinni. NLS fundur um málefni grunnskólans 28 Björk Helle Lassen er í stjórn Félags grunnskólakennara. Hún segir frá fundi fulltrúa kennarafélaga á grunnskólastigi innan NLS sem haldinn var í Helsinki rétt fyrir jólin. Megin málefni fundarins voru samstarfsverkefni um rétt barna til tómstunda og niðurstöður PISA-könnunarinnar. Leikskólinn Kjarrið hlaut Múrbrjótinn 2004 30 Landssamtökin Þroskahjálp veita árlega viðurkenningu sem kallast Múrbrjóturinn. Þeir sem hafa skarað fram úr í að ryðja fötluðum nýjar brautir í jafnréttisátt hljóta hann. Við litum inn hjá verðlaunahöfunum á Leikskólanum Kjarrinu. Allir geta eitthvað – enginn getur allt 31 Guðrún Pétursdóttir verkefnastjóri hjá InterCultural Iceland skrifar um um markmið fjölmenningarlegrar kennslu. Formannspistill 3 Hermann Jón Tómasson, formaður Félag stjórnenda í framhaldsskólum skrifar. Smiðshöggið. Að horfa fram á við 34 Valgerður Eiríksdóttir kennari í Fellaskóla skrifar stöðu kennara eftir erfitt verfall og nauðsyn þess að horfa björtum augum fram á veginn. Skóladagar 15 Myndasaga Skólavörðunnar. Að auki Fréttir af kjaramálum, fundahöldum og fleiru fróðlegu fyrir kennara. Forsíðan Forsíðu þessa tölublaðs vísar til megin þema blaðsins sem er íslenska stúdentsprófið. Ljósmyndari er Jón Svavarsson. Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson / motiv-mynd, nema annað sé tekið fram. Teikningar: Ingi Jensson Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Forsíðumynd: Jón Svavarsson Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi). Laufásvegi 81, 101 Reykjavík „Sonur mín spurdi meg ein dagin, hvat mær dámdi best í skúl- anum, tá eg var lítil. Eg hevði ilt við at finna nakað. Men til end- ans fann eg fram til, at eg elskaði tímar, har eg fekk nakað nýtt at vita. Tá lærarin í evnafrøði bleiv uppslúktur av atomteori og sveimaði av stað í frásøgn síni, uttan at hugsa um torleikastig ella lærubók. Ella tá sanglærarin fór at fortelja um søguna, sum lá í kvæðinum, og kappar stríddust, og vegin var ormurin, mitt í skúlastovuni. Tímar, tá vit fóru út um tað, ið loyvt var.“ Þessi orð skrifar Katrin Petersen blaðamaður og gestapenni í nýjasta tölublaði Skúlablaðsins frá Færeyjum sem er „málgagn fyri heim og skúla“. Það er gaman að glíma við að lesa á færeysku og þar að auki mælir Karin hér orð að sönnu. Hver kannast ekki við að eiga minningu um kennara sem fór á flug og sagði frá einhverju sem ekki stóð í bókinni. Kannski sjá einhverjir lesendur Skólavörðunn- ar sig sjálfa í þessum sporum og minnast þess hve indælt það er að eiga fulla athygli nemenda sem hlusta hugfangnir þegar sagt er frá einhverju sem ekki stendur í bókinni. Þetta leiðir hugann að því hvað það er mikilvægt að hafa góða og vel menntaða kennara sem eru margfróðir og varpa ljósi á heiminn sem við búum í. Lengsta grein sem birt hefur verið í Skólavörðunni hingað til er í þessu blaði og fjallar um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Þetta stóra mál er þema í blaðinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir menntamálaráðherra veitti viðtal um málið og fimm mætir skólamenn mættu til hringborðsumræðna um styttinguna. Það er von mín að þessi skrif og annað efni blaðsins verði fóður fyrir kennara til skoðanaskipta. Skólavarðan er núna stærri en venjulega eða 36 síður. Ástæðan er sú að sala auglýsinga hefur enn tekið heljarstökk undir styrkri stjórn Stellu Kristinsdóttur. Því er einnig meira svigrúm fyrir ann- að efni og útgáfan er öll hagkvæmari. Húrra fyrir Stellu! Framundan er svo þriðja þing KÍ og öll aðildarfélögin halda aðal- fundi sína áður en að því kemur. Um leið og ég óska öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegs nýs árs vil ég hvetja þá til að hafa samband, skrifa og benda mér á gott efni í blaðið. Guðlaug 4 LEIÐARIEFNISYFIRLIT FASTIR LIÐIR GREINAR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.