Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 22
22 KJARAMÁL FL SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 Á 25. samningafundi Félags leikskóla- kennara og Launanefndar sveitarfélaga þann 22. desember sl. var undirritaður kjarasamningur sem gildir frá 1. desem- ber 2004 - 30. september 2006. Með þessum samningi er tekið skref í þá átt að jafna laun og starfskjör leik- skólakennara við aðra kennarahópa með sambærilega menntun. Þar má, auk launa- hækkana, nefna framlag í Vísindasjóð, mótframlag vegna séreignasparnaðar og aldursviðmið vegna fjölgunar orlofsdaga. Samninganefnd FL lýtur svo á að þetta sé fyrra skrefið í samræmingarátt og það síðara verði stigið í næsta samningi. Önn- ur mikilvæg atriði sem fram náðust voru fastlaunasamningar fyrir leikskólastjóra og bókun um endurskoðun á þörf og fyrir- komulagi á undirbúningstíma/kennslu- skyldu leikskólakennara, sem fram skal fara á samningstímanum. Eftir er að gera kjarasamninga við þá 18 einkaaðila sem reka leikskóla og hafa félagsmenn FL í störfum. Einnig á FL eft- ir að gera kjarasamning fyrir hönd félags- manna sinna sem starfa hjá ríkinu. Björg Bjarnadóttir Skref í átt að jöfnun 1. Um það bil 18 - 19% meðaltalslaunahækkanir, þar á meðal breytingar á röðun í launaflokka, breytingar á viðmiðum vegna símenntunarflokka (eftir 1 ár, 6 ár og 12 ár) og niðurfelling á fyrsta þrepi. 2. 40 þúsund króna eingreiðsla (í samræmi við starfshlutfall) til þeirra sem eru í starfi í desember. 3. Mat á sambærilegri starfsreynslu eftir háskólanám v/ákvæða um símenntunar- flokka. 4. Fastlaunasamningar fyrir leikskólastjóra og heimild sveitarfélaga um að gera fast- launasamning, með sama hætti við þá sem taka mið af röðun leikskólastjóra (ráðgjaf- ar og leikskólafulltrúar). 5. Leikskólasérkennarar fá einn klukkutíma á viku til viðbótar í undirbúning. 6. Undirbúningstími kennara og stjórnunartími aðstoðarleikskólastjóra er skilgreind- ur sem lágmarkstími - bókun um skoðun á samningstímanum á undirbúningstíma/ kennsluskyldu. 7. Starfsheitið leikskólastjóri 6 í leikskólum með yfir 1000 dvalarstundir. 8. Starfsheitið aðstoðarleikskólastjóri 5 í leikskólum með yfir 1000 dvalarstundir, 16 klst í stjórnun á viku fyrir hann. 9. Viðkomandi leikskólastjóri heldur röðun í launaflokka ef dvalarstundum fækkar. 10. Viðmið vegna fjölgunar orlofsdaga lækkar úr 40 ára í 38 ára. 11. Framlag í Vísindasjóð hækkar úr 1,5% í 1,72%. 12. 2% mótframlag vegna séreignasparnaðar. 13. Aukið framlag í Fjölskyldu- og styrktarsjóð. 14. Laun í námsleyfi miðist við meðaltal starfshlutfalls síðustu 3 ár. 15. Staðgengill leikskólastjóra í leikskóla 1. 16. Álagsgreiðslur hækka úr 45% í 55%. 17. Breytt starfsheiti og starfslýsingar vegna sérkennslu. Megin innihald samningsins: Samninganefndir Félags tónlistarskóla- kennara og Félags íslenskra hljómlistar- manna undirrituðu kjarasamning ásamt samninganefnd Launanefndar sveitarfé- laga þann 30. desember sl. með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Fyrri kjara- samningur gilti til 30. september 2004 en hann framlengist til 30. september 2006 með þeim breytingum sem nýr kjarasamn- ingur felur í sér. Nýi samningurinn er tvískiptur. Hann felur annars vegar í sér launabreyting- ar, launahækkanir og vissar breytingar á launakerfi, t.d. niðurfellingu á tveim fyrstu þrepum í launatöflu, símenntunarflokkar koma inn í sex áföngum, við 25, 27, 30, 35, 40 og 45 ára aldur og viðmið í launapott hækkar. Hins vegar samanstendur kjara- samningurinn af sex bókunum sem taka til nokkurra meginatriða sem samningsaðilar eru sammála um að vinna að á samnings- tímanum. Það er von samninganefndar FT að með þessu fyrirkomulagi sé raunveru- lega stefnt að því að nýr kjarasamningur taki við þegar gildistími eldri samnings er liðinn. Kjarasamningar allra kennara skipta miklu þegar litið er til þróunar mennta- kerfisins og menntunar almennt sem undir- stöðu framtíðar. Með kjarasamningum eru laun stéttarinnar ákvörðuð og um leið sá lykilþáttur hve aðlaðandi kennarastarfið þykir og ekki nóg með það því kjarasamn- ingar eru einnig vettvangur skólamálaum- ræðu. Til að þeir nái að endurspegla störf kennara og starfsumhverfi hverrar skóla- gerðar verður að eiga sér stað ítarleg fag- og skólaumræða. Nú hafa tvö félög í Kennarasambandi Íslands skrifað undir kjarasamning sem gildir í tæp tvö ár. Hér tel ég kominn vísi að nýrri leið í kjarasamningum fyrir aðild- arfélög KÍ, styttri samningstími og stöðug umfjöllun um afmarkaða þætti samnings. Slík aðferðarfræði rímar við þá stöðu sem menntun á að hafa í samfélaginu, hún á sífellt að vera til umræðu. Ef horft er til nágrannaþjóða okkar í þessu samhengi er ekki fráleitt að álykta að slík leið myndi einnig skapa meiri sátt um kennarasamn- inga. FT ákvað að nota rafræna atkvæða- greiðslu um nýja kjarasamninginn. Hún tekur styttri tíma og býður upp á nútíma- lega þjónustu við félagsmenn. Atkvæða- greiðslan var frá 17. til 21. janúar. Sam- kvæmt bréfi frá kjörstjórn KÍ voru 494 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 294 eða 59,5% af þeim sögðu 93,5 % já, 3,8% sögðu nei. Auðir seðlar voru 8 eða 2,7%. Sigrún Grendal Vísir að nýrri leið í kjarasamningum KJARAMÁL FT

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.