Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 6

Skólavarðan - 01.02.2005, Blaðsíða 6
6 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005 það svo að með styttingunni nýtum við tíma nemenda betur.“ Ekki verið að rýra gildi stúdentsprófs heldur styrkja það -Kennarar óttast að náminu hraki frá því sem nú er. Hvernig er hægt að tryggja að gæði stúdentsprófs verði jafn mikil eða meiri um leið og einingum til þess er fækk- að? „Ég lít svo á að tækifæri gefist í námskrár- vinnunni til að huga að nýbreytni og þétta námið. Ég er sannfærð um að þetta er rétta leiðin og við erum ekki að rýra gildi stúdentsprófsins með þessu, þvert á móti erum við að styrkja það.“ -Hvers vegna eru þessar breytingar gerðar svona hratt „Hver lítur sínum augum á tímann. Ég var undrandi á því að þetta gæti ekki gerst hraðar en þetta góða og vana fagfólk, sem vann að gerð skýrslunnar, benti á að þetta þyrfti að fá langan tíma og mikilvægt væri að vanda mjög vel til verksins. Við teljum að við séum að því og að tímaramminn sé mjög rúmur. En ég tek það skýrt fram að ekki er verið að þrýsta þessum breytingum í gegn.“ Starfshópur um framtíðarskipan kennaramenntunar -Úr því að færa á námsefni milli skólastiga hefði þá ekki þurft að byrja á því að auka fagmenntun kennara í efstu bekkjum grunnskólans? „Ég held að mikilvægt sé að við höld- um áfram með verkefnið á grundvelli skýrslunnar en það verður lögð áhersla á endurmenntun kennara í efstu bekkjum grunnskólans strax. Fjármagn hefur verið sett í sjóð til endurmenntunar þeirra sem munu kenna í 9. og 10. bekk 2006- 2007. Þannig verður tryggt að nemendur fái þá kennslu sem þeir þurfa til að standast kröf- ur sem gerðar eru til þeirra í framhaldsskól- unum samkvæmt nýja fyrirkomulaginu. Umræða um endurbætur á kennara- menntuninni er þegar farin af stað og þar kemur fleira en eitt til. Ég vil til dæmis nefna PISA-könnunina en hún er ekki það eina. Mér þykir ánægjulegt að geta þess að ég hef átt mjög góðan fund með Eiríki Jónssyni formanni KÍ þar sem ákveðið var að skipa hóp um framtíð kennaramenntun- ar í landinu. Sigurjón Mýrdal mun veita hópnum forstöðu en að honum koma auk ráðuneytisins Kennarasambandið, sveitar- félögin og Kennaraháskóli Íslands. Mér finnst mjög mikilvægt að vel takist til í þessu máli og það gleður mig að allir sem að því koma hafa mjög mikinn metnað til að gera eins vel og hægt er. Ég held að skipan þessa hóps sé góðs viti í ljósi þess sem gerðist á síðastliðnu hausti. Nú tökum við höndum saman um að bæta kennarastarfið og um leið skóla- starf í landinu.“ Erfiðu vandamálin ekki skilin út undan -Skýrslan fjallar um stúdentspróf af bók- námsbrautum en skautað er yfir stærstu vandamálin í íslenskum framhaldsskól- um. Þar má til dæmis nefna: Brottfall, almennu brautina, menntastefnu um fjar- nám og dreifkennslu, fjölgun skilgreindra námsleiða í framhaldsskólum og nemend- ur sem ekki eiga íslensku að móðurmáli. Hvað stendur til að gera í þessum málum? „Ég er einfaldlega ekki sammála því að skautað sé yfir þau. Við erum að leysa þau á öðrum vettvangi í kerfinu. Í sambandi við brottfallið vil ég nefna að það hefur minnkað mikið og er núna 10-12% í hefðbundnum dagskóla. Það sem hækkar þetta frávik er brottfall í fjar- námi og kvöldskólum. Þar erum við að berjast við mun meira brottfall og það er erfitt viðfangs. Fólk sem komið er af skóla- aldri sækir mjög stíft á þessar námsleiðir og nemendum fjölgar mjög mikið. Þetta leiðir af sér aðrar spurningar og önnur viðfangsefni. Þarna eru vaxtaverkir sem takast þarf á við. Auk þess er álitið að stytt- ingin geti orðið til þess að minnka brott- fallið enn frekar. Þú nefndir almennu brautina. Okkur hér í ráðuneytinu þykir gott að fá að koma því á framfæri að það er stefna okkar að efla almennu brautirnar og leitast við að fá fleiri skóla til að taka þær upp. Það er verið að vinna í málum almennu braut- anna og við viljum undirstrika mikilvægi þeirra því þær hafa gefist mjög vel. Það er komið að því að endurskipuleggja þær í ljósi reynslunnar og þær gagnlegu ábend- ingar sem ég hef fengið frá kennurum í heimsóknum mínum eru ómetanlegar í þá vinnu. Að efla fjarnám og dreifkennslu verður viðvarandi verkefni. Ég held að við stönd- um okkur þokkalega, reyndar mjög vel á þessu sviði, miðað við þá miklu fjölgun nemenda sem er í fjarnámi. Mikilvægi fjar- náms er af tvennum toga, annars vegar er það öflugt menntunartæki og hins vegar til að efla byggðir í landinu. Fjölbrauta- skóli Snæfellinga er gott dæmi um þetta síðarnefnda.“ -Nemendur úr starfsnámi með viðbót- arnám til stúdentsprófs komu að lokuð- um dyrum í Háskóla Íslands í haust. Hvað stendur til að gera til að styrkja stöðu þessa prófs? „Það er lykilatriði að auka áhuga á starfs- og iðnnámi, reyna að breyta hug- arfarinu til þess og fjölga nemendum sem velja þær leiðir. Þetta stúdentspróf er ein leiðin til að ná því markmiði. Ég er hins veg- ar afar ósátt við hvernig háskólarnir tóku á þessu máli. Það er alveg skýrt í mínum huga að þetta stúdentspróf á að vera jafn- gilt öðrum stúdentsprófum. Það er óviðun- andi að nemendur af starfsmenntabraut- um standi frammi fyrir öðrum veruleika en þeir sem taka stúdentspróf af bóknáms- brautum. En ég vil benda á að nemendurn- ir sem gengu á veggi í haust hafa allir feng- ið úrlausn sinna mála og komist í það nám sem þeir óskuðu eftir.“ Þorgerður Katrín var að fara til Ísafjarð- ar á fund kennara þegar við kvöddumst en lokaorð hennar voru: „Það er skylda hvers menntamálaráðherra að vera með skólakerfið í sífelldri endurskoðun. En það á ekki að breyta einungis til að breyta. Það verður að gera að vandlega yfirveguðu ráði. Ef ég tæki ekki þetta skref núna væri ég ekki að fylgja þeirri skoðun eftir.“ Guðlaug Guðmundsdóttir Ég er sannfærð um að þetta er rétta leiðin. Við erum ekki að rýra gildi stúdentsprófsins, þvert á móti erum við að styrkja það. GESTUR SKÓLAVÖRÐUNNAR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.