Skólavarðan - 01.02.2005, Side 17
17
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 5. ÁRG. 2005
stóra spurningin er: Hvernig er hægt að
auka veg verknáms?
Egill: Það er mikil gróska í samfélaginu
og hún endurspeglar góða grunnmennt-
un í landinu. Þeir sem ljúka stúdentsprófi
hafa breiðan og margvíslegan grunn til
að standa á. Þess vegna held ég að stúd-
entsprófið standi nokkuð vel. En það er
pottur brotinn hvað varðar framhalds-
menntun iðnnema. Ég tek undir það að
stúdentspróf af starfsmenntabrautum er
ákaflega veikt og það er mjög óljóst skil-
greint. Í reglugerð frá ráðuneytinu er sagt
að bæta skuli rúmlega tólf einingum við
iðnnám. Við erum hins vegar með tækni-
stúdentspróf í Iðnskólanum í Reykjavík og
þar hafa menn fengið mjög gott nám og
notið velgengni í háskólum. En nú er ráðu-
neytið búið að taka af þessa leið. Við erum
bara að klára hana og stöndum eftir með
aðeins eina leið og hún veitir réttindi til að
fara í listnám.
Atli: Mig langar að bæta við þetta.
Þegar stúdentspróf eftir verknám var skil-
greint fannst mér sem virðing fyrir verk-
námsbrautum ykist í því umhverfi sem ég
þekki. Þá varð auðveldara að fá foreldra
til að fallast á að börnin þeirra færu á þær.
Möguleikinn að bæta við einu ári upp í
stúdent var þó fyrir hendi.
Mér fannst svo aftur heyrast sá tónn að
verknám væri ekki eins fínt þegar fréttist
að háskólinn tæki ekki við þessum nem-
endum.
Þegar hingað var komið í samræðunum
varð fólki tíðrætt um vinnu nemenda með
námi. Þar komu fram margvísleg sjónar-
mið sem endurspegluðu enn frekar hversu
ólíkir skólar eru hér á landi og hve fram-
haldsskólanemarnir eru ólíkir. Það má
draga þessar umræður saman með orðum
Atla sem sagði að nemendur gætu lært
og þroskast af að stunda vinnu og hún
gæti stutt við námið, til dæmis ef nem-
andi í húsasmíði væri í byggingarvinnu
með skóla, en auðvitað væri ekki gott ef
nemendur ynnu svo mikið að námið sæti
á hakanum.
Aldís benti á m.a. að nemendur á Íslandi
þyrftu sjálfir að kosta nám sitt en nemend-
ur á Norðurlöndum fengju til dæmis náms-
gögnin frítt.
Námstími til stúdentsprófs
er mislangur
Þá var rætt um það hversu lengi stúdentar
væru núna að ljúka stúdentsprófi úr hin-
um ýmsu skólum og spurt hvort tímabært
væri að stytta námstíma til stúdentsprófs?
Sagði Atli að hugtakanotkunin þriggja
eða fjögurra ára stúdentspróf ætti aðeins
við um þá sem væru í bekkjakerfinu. -Stúd-
entar hjá okkur klára ekki eftir þrjú eða
fjögur ár heldur eftir sex, sjö, átta eða níu
annir.
Hjördís: Það ljúka því heldur ekkert all-
ir á fjórum árum hjá okkur í MS en flestir
gera það. Sumir ljúka á þrem árum og aðr-
ir á fimm eða sex árum. Sumir fara milli
skóla, aðrir taka hlé frá námi eins og þið
þekkið. Guðmundur sagði að almenna
reglan í MR væri fjögur ár en það kæmi
jafnvel fyrir að einstaka nemendur tækju
eitt, jafnvel tvö ár utan skóla.
Of hröð breyting
-Er tímabært að stytta námstíma til stúd-
entsprófs?
Atli: Verði það raunin að nemendur byrji
fyrr í háskóla og fleiri fari í framhaldsnám
á háskólastigi lít ég svo á að þetta sé fram-
faraskref. Ég held ekki að erfiðleikarnir
við þessa breytingu liggi á framhaldsskóla-
stiginu, þeir liggja á unglingastigi grunn-
skólans. Þess vegna ættu grunnskólamenn
að vera hér að ræða þetta mál en ekki
framhaldsskólamenn.
Hjördís: Mér finnst alveg tímabært að
stefna að því að stytta framhaldsskólann
en ég held að við þurfum að gera ýmis-
legt áður en við gerum breytingar á að-
alnámskrá eins og lagt er til í skýrslunni.
Við þurfum að byrja á því að breyta kenn-
aramenntuninni, sérstaklega menntun
kennara í 8. til 10. bekk. Rektor KHÍ hef-
ur sett fram þá skoðun að kennaranemar
ættu að ljúka meistaranámi áður en þeir
hæfu kennslu. Ég tek undir þetta og tel
að leggja þurfi miklu meiri áherslu á fag-
menntun kennara í 8. til 10. bekk. Mats-
Ég myndi helst vilja að breytingin fengi að ganga yf ir á tuttugu
árum, þ.e. eins löngum tíma og það tekur nemandann að fara
gegnum skólakerf ið. -Hjördís.
VIÐ HRINGBORÐIÐ
Frá vinstri sitjandi: Hjördís Þorgeirsdóttir, Atli Harðarson og Aldís Guðmundsdóttir.
Frá vinstri standandi: Egill Guðmundsson og Guðmundur J. Guðmundsson.