Skólavarðan - 01.04.2005, Page 4
Er skólinn á ábyrgð okkar allra? 5
Þorsteinn Gunnarsson rektor Háskólans á Akureyri er gestapenni. Hér birtist
grein byggð á erindi sem hann hélt við setningu 3. þings KÍ.
Sendur í Kennaraskólann í geymslu 8
Viðtal við Eirík Jónsson formann Kennarasambands Íslands. Eiríkur fylgir hér
eftir ýmsum mikilvægum málum sem tekin voru til umfjöllunar á þriðja þingi
KÍ. Við fáum auk þess að kynnast minna þekktum hliðum á Eiríki.
Góður grunnur að frekari kjarabótum 15
Viðtal við Finnboga Sigurðsson fráfarandi formann Félags grunnskólakennara.
Einelti í starfsumhverfi kennara 17
Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Guðbjörg L. Rafnsdóttir, sérfræðingar á
rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins varpa ljósi á hinar dökku
hliðar mannlegra samskipta. Er einhver lagður í einelti í þínum skóla?
Iðkun lista er undirstaða allrar menntunar 18
Yfirskrift þessara greinar er tilvísun í Plató en Leikskólinn Fagrabrekka í
Kópavogi starfar í þessum anda. Skólavarðan kynnti sér líflegt og fallegt starf
þar og fékk að kynnast því hvernig listir eru í hávegum hafðar.
Lesa handrit og skrifa á bókfell með fjöðurstaf og jurtableki 20
Skólavarðan fór í heimsókn í til Svanhildar Gunnarsdóttur safnkennara
á handritasýningu Stofnunar Árna Magnússonar. Þar tekur hún á móti
skólafólki á öllum skólastigum og leiðir það gegnum aldirnar með fjöðurstaf
í hönd.
Viðhorf til stærðfræðináms 22
Guðbjörg Pálsdóttir aðjúnkt í KHÍ fjallar um niðurstöður rannsóknar sinnar á
viðhorfi unglingsstúlkna til stærðfræðináms.
Tónlistarmenntun í sænskum tónlistarskólum 24
Haukur Hannesson hefur víðtæka reynslu sem tónlistarskólakennari og
skólastjóri. Hann stjórnar nú tónlistarskóla í Svíþjóð og gefur okkur nasasjón
af því hvernig tónlistarkennsla hefur þróast þar í landi. Viljum við fara sömu
leið og Svíar?
Formannspistill 3
Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands skrifar.
Smiðshöggið 30
Samræmdu prófin ganga þvert á framtíðarsýn
fræðsluyfirvalda.
Jóhannes Skúlason kennari í Seljaskóla talar tæpitungulaust um samræmdu
prófin. Hann flutti tillögu um að þau yrðu lögð af í núverandi mynd á
aðalfundi FG í vetur.
Að auki
Fréttir af þriðja þingi Kennarasambands Íslands og fleiru sem
kennurum og öðrum sem áhuga hafa á skólamálaumræðu
kemur við.
Forsíðan.
Forsíðumyndina tók Jón Svavarsson í miðaldakennslustofu Svanhildar
Gunnarsdóttur í Þjóðmenningarhúsinu þegar hún tók á mót nokkrum góðum
gestum.
Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir gudlaug@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson / motiv-mynd, nema annað sé tekið fram.
Teikningar: Ingi Jensson
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Svansprent
Forsíðumynd: Jón Svavarsson
Skólavarðan, s. 595 1118 (Guðlaug) og 595 1119 (Helgi).
Útgáfumál Kennarasambandsins voru rædd á nýliðnu þingi þess.
Eins og oft áður var rökrætt um hvernig best væri staðið að
útgáfumálum KÍ. Af umræðunni er ljóst að kennarar eru marglitur
hópur með ólíkar þarfir og skoðanir. Sumir eru tölvuvæddari en
aðrir og segjast ekki vilja sjá prentmiðil eins og Skólavörðuna,
telja nóg að gefa úr fréttir á vef. Aðrir vilja fá sitt blað í hendur,
sem þeir lesa uppi í sófa eftir að hafa hreiðrað um sig með
kaffibolla. Úr einum skólanum heyrðist að blaðið lægi í hrúgum
inni á kennarastofu þar til því yrði hent á meðan rödd úr sama
skóla sagði að legið væri yfir Skólavörðunni á kennarastofunni í
öllum pásum.
Baldur Sigurðsson lektor í KHÍ lagði inn þessi orð um útgáfu
Skólavörðunnar:
Kennarinn er mikið einn í starfi sínu og kennarahópar í stökum
skólum eru iðulega „einir“ að glíma við vandamál sín. Mikilvægt
er að kennarar finni að þeir séu ekki einir í starfi sínu, heldur séu
hluti af stóru og öflugu samfélagi þar sem tekist er af krafti á
við öll viðfangsefni skólastarfs. Nauðsynlegt er að kennarar hafi
lifandi vettvang þar sem fjallað er um öll þessi viðfangsefni, þar
sem unnt er að sækja hugmyndir og fá upplýsingar og fróðleik.
Til þess að slíkur vettvangur þjóni hlutverki sínu þarf að
blanda saman léttlesnu efni og alvarlegra efni, viðtölum, reynslu-
sögum, faglegum og fræðilegum greinum, jafnt um almenn
efni sem snerta alla kennara og sérhæfðari viðfangsefni sem
tengjast kennslu einstakra námsgreina. Ekki má heldur gleyma
umræðunni, deilumálunum. Á slíkum vettvangi þurfa að vera
átök, því átök eru merki um líf, skoðanir - og ekkert er verra en
skoðanaleysið, því það er ávísun á stöðnun.“
Á þingi KÍ komu ekki fram róttækar breytingatillögur um
útgáfuna og því verður haldið áfram á svipaðri braut enn um
sinn. Kennarar verða að sækja sér hugmyndir, fá upplýsingar og
fræðast um það sem er efst á baugi í skólum landsins. Að mínu
mati kemur þess vegna ekki annað til greina en að gefa út vandað
blað sem er slíkur vettvangur. En málgagnið þeirra verður að
standa undir nafni og þjóna tilgangi sínum. Félagsmenn eiga að
halda okkur, sem stöndum að útgáfunni, við efnið og allar góðar
ábendingar eru vel þegnar.
Það er einlæg von mín að Skólavarðan uppfylli þær kröfur
sem félagsmenn gera til hennar og að fólk gefi sér þessa stund
uppi í sófa til að lesa um skólamál. Hvernig væri að benda næsta
manni á grípa líka blaðið sitt hafi hann gleymt því?
Bestu kveðjur, Guðlaug
4
LEIÐARIEFNISYFIRLIT
FASTIR LIÐIR
SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005
GREINAR
Að sækja sér hugmyndir,
upplýsingar og fróðleik