Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 24

Skólavarðan - 01.04.2005, Blaðsíða 24
24 TÓNLISTARSKÓLAR SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Í Svíþjóð, líkt og á Íslandi, fer tónlistar- menntun fram í sérstökum tónlistar- skólum sem flestir eru reknir af sveitar- félögum og í þeirra eigu. Engin löggjöf er til fyrir tónlistarskóla í Svíþjóð og engin námskrá heldur, því er námsfyrir- komulag með ýmsum hætti í mismun- andi skólum. Námsfyrirkomulag og vinnutími kennara Algengasta námsfyrirkomulagið er að nemendur fá einungis 20 mínútna einka- tíma á hljóðfæri sitt á viku án tillits til hversu langt þeir eru komnir í námi. Þessi tími getur verið styttri og ekki er óalgengt að tveir nemendur deili einni 30 mínútna kennslustund eða að þrír nemendur deili 40 mínútna kennslustund. Óalgengt er að hægt sé að fá lengri kennslustundir, undantekningar eru þó til. Í tónlistarskóla þeim sem undirritaður starfar við getur til dæmis lengd kennslustunda í einkatíma á hljóðfæri verið allt að 60 mínútum á viku. Kennarar í sænskum tónlistarskólum vinna sambærilegan vinnutíma á viku og íslenskir en kenna fleiri nemendum, samanber ofanritað. Kennararnir kvarta yfir því að hafa ekki möguleika á að sinna nemendum nægilega vegna tímaskorts og ná ekki þeim árangri í kennslu sem þeir óska eftir. Gæði kennslunnar verða því ekki eins mikil og kunnátta kennara og geta nemenda gefa efni til. Próf eru yfirleitt ekki haldin í sænskum tónlistarskólum, raunar ekki í grunnskólum heldur fyrstu sjö skólaárin, og skilgreint námsmat líkt og stigakerfi prófanefndar tónlistarskóla á Íslandi er ekki til. Launakjör og kjarasamningar Launakjör sænskra tónlistarskólakennara eru sambærileg við launakjör íslenskra starfssystkina þeirra, þó má segja að í krónum og aurum reiknað séu þau ívið betri. Ekki skal farið út í það hér að bera saman kostnað við framfærslu í þessum tveimur löndum, þó er hún um margt svipuð. Kjarasamningar tónlistarkennara eru hins vegar uppbyggðir á annan hátt í Svíþjóð en á Íslandi. Í Svíþjóð skilgreinir kjarasamningur einungis breiðan laun- aramma, lágmarkshækkanir í prósentum og lágmarksbyrjunarlaun. Hver kennari verður því að semja um sín eigin laun við viðkomandi skólastjóra og getur launa- munur á kennurum í sama skóla verið töluverður, dæmi eru um allt að 50% launamun. Launamunur milli mismunandi skóla og landshluta getur verið líka verið töluvert mikill. Niðurskurður og skipulagsbreytingar Framtíð tónlistarskóla í Svíþjóð er ekki sérstaklega björt. Fjárframlög til skólanna hafa minnkað verulega síðastliðinn áratug eins og raunar fjárframlög til alls opinbers reksturs. Margir skólar hafa minnkað starf- semi sína og sumir hafa verið lagðir niður. Í mörgum bæjarfélögum hefur kennsla í öðrum listgreinum, eins og leiklist dansi og myndlist sem áður fór fram sem sérstök starfsemi á vegum viðkomandi bæjarfélags, verið sett undir hatt tónlistar- skólans sem þá breytir um nafn og heitir listaskóli (kulturskola). Því miður hefur fjárveiting til skólanna í flestum tilfellum ekki verið aukin við þessar skipulagsbreyt- ingar sem þýðir að tónlistarkennslan sjálf hefur í raun verið skorin mun meira niður en beinn niðurskurður fjárframlaga gefur til kynna. Skýringanna á þessum þessum niður- skurði er helst að leita í að sænsk sveitar- félög eiga í erfiðleikum með að valda þeim verkefnum sem ríkið hefur falið þeim. Oft er hér um að ræða málaflokka þar sem lítið samráð hefur verið haft við sveitarfé- lögin um fyrirkomulag og tekjuöflun áður en verkefnin voru þeim falin. Í þessu sambandi eru skólamál sérstak- lega þungur málaflokkur en í Svíþjóð eru skólastigin, leikskóli, grunnskóli og fram- haldsskóli, öll þrjú á könnu sveitarfélaga. Samband sænskra sveitarfélaga (Sveriges kommuner och landsting) hefur í þessari erfiðu stöðu hvatt sveitarfélögin til að skera niður alla starfsemi sem ekki er lög- bundin, eins og starfsemi tónlistarskóla, einfaldlega til að endar nái saman. Að leggja niður tónlistarskóla er hins vegar ekki vinsælt meðal almennings. Í nokkrum tilfellum þar sem sveitarfélög ætluðu að gera það urðu mótmælin slík að ekki var gerlegt fyrir viðkomandi bæjarstjórnar- meirihluta að leggja niður skólann án alvarlegra pólitískra afleiðinga. Haukur F. Hannesson Höfundur er aðstoðarskólastjóri Nacka musikskola í Svíþjóð. Tónlistarmenntun í sænskum tónlistarskólum Haukur F. Hannesson

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.