Skólavarðan - 01.04.2005, Page 26

Skólavarðan - 01.04.2005, Page 26
26 SKÓLAVARÐAN 3.TBL. 5. ÁRG. 2005 Comeniusar-áætlunin er hluti af Evrópuáætluninni Sókratesi og lýtur að leik-, grunn- og framhaldsskólum. Markmið hennar er að styrkja samstarf milli evrópskra skóla með því að auka þekkingu á menningu og tungu Evrópuþjóða. Skilyrði er að a.m.k. þrír skólar í þremur löndum vinni saman að verkefninu. Margir íslenskir skólar á öllum þessum skólastigum eru þegar í blómlegu samstarfi innan Comeniusar- áætlunarinnar. Flestir kennaranna hafa farið utan stundum með nemendur og hitt samstarfsaðila sína í öðrum Evrópulöndum. Þátttakendur í könnuninni „Pro Teachers“ og nokkrir áhugamenn um Sókrates/Comeniusar-verkefni komu saman á fund fyrir stuttu þar sem kynnt voru Comeniusar-verkefni sem íslenskir kennarar og nemendur þeirra hafa tekið þátt í undanfarin ár. Nokkrir kennarar héldu stutta framsögu um sín verkefni, gerðu grein fyrir út á hvað þau gengju og hvernig þau hefðu tekist. Þá fóru fram umræður og leitast var við að svara þeirri spurningu hver væri helsti ávinningurinn af því að taka þátt í samþjóðlegum verkefnum. Verkefnin sem unnin hafa verið eru afar margbreytileg og það var samdóma álit þeirra sem til þekkja að vinna af þessu tagi sé afar gefandi og dýrmæt fyrir nemendur og kennara. Á fundinum voru dregin út nöfn þriggja kennara sem munu sækja ráðstefnu sem haldin verður í Lissabon 20. maí nk. og kynna niðurstöður verkefna sinna þar. Þeir eru: Friðbjörn Holm í Öskjuhlíðarskóla, Oddný Yngvadóttir í Hlíðaskóla og Kristín Runólfsdóttir í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í næstu Skólavörðu verður frekari umfjöllun um Comeniusar- samstarfið. Sjá nánar www.ask.hi.is Comeniusar-verkefni kynnt í Lissabon í maí

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.