Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 7
7
KJARAMÁL
Í síðustu Skólavörðu skrifaði ég um
persónu- og annaruppbót allra félaga
innan KÍ. Þegar greinin var skrifuð var
ekki búið að gera nýjan kjarasamning
við LN þannig að upphæð vegna
annaruppbótar tónlistarskólakennara
og stjórnenda í tónlistarskólum hefur
hækkað miðað við það sem þar kom
fram. Tónlistarskólakennarar og
stjórnendur í fullu starfi fá greidda
annaruppbót í lok hverrar annar, þ.e. í
desember og júní miðað við starfstíma
á hverri önn. Með fullu starfi er átt
við 100% starf tímabilið 1. janúar til
31. desember. Hafi starfsmaður gegnt
hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við
starfshlutfall og/eða starfstíma hvorrar
annar fyrir sig. Upphæðin í ár miðað
við nýjan kjarasamning er kr. 55.742 og
verður greidd 1. desember nk.
Undanfarið hef ég skrifað um yfirvinnu
grunn-, framhalds- og leikskólakennara
og nú er ætlunin að fjalla um yfirvinnu
tónlistarskólakennara. Yfirvinna er
greidd með tímakaupi sem er 1,0385%
af mánaðarlaunum starfsmanns miðað
við launaflokk og þrep og er greidd á
virkum starfstíma skólans.
Kennsluyfirvinna
Hver kennd klukkustund tónlistarskóla-
kennara umfram kennsluskyldu greiðist
sem 1,5 klst. í yfirvinnu í launaflokki
starfsmannsins, þ.e.a.s. launaflokkur x
1,0385% x 1,5. Ef kennsla tónlistarskóla-
kennara fer umfram kenndar yfirvinnu-
stundir á viku samkvæmt fastri stundaskrá
greiðist tímakaup í yfirvinnu, eða 1,0385%
af launaflokki starfsmannsins. Ef brýn
þörf er á að skólastjóri kenni umfram
kennsluskyldu skal hann fá greitt fyrir það
með tímakaupi í yfirvinnu skv. launaflokki
412. Sé millistjórnanda falin kennsla
umfram kennsluskyldu skal hún einnig
greidd með tímakaupi í yfirvinnu skv.
launatöflu skólastjóra í launaflokki 412.
Prófdæming
Tónlistarskólakennari sem fenginn er til
prófdæmingar í öðrum tónlistarskóla en
þeim sem hann kennir við skal fá greidda
kennsluyfirvinnu í sínum launaflokki og
samkvæmt útkallsreglum.
Orlof á yfirvinnu og álagsgreiðslur
Tónlistarskólakennari og stjórnandi skal
fá 10,17% orlofsfé greidd á yfirvinnu,
álagsgreiðslur og tímabundin viðbótarlaun
sem greidd eru á grundvelli eininga,
sbr. 1.3.2. Við 30 ára aldur skal hann
fá 11,59% orlofsfé og við 38 ára aldur
13,04%. Breyting á orlofsprósentu miðast
við aldur frá upphafi næsta mánaðar eftir
afmælisdag.
Vinna utan dagvinnumarka,
vaktaálag
Þegar tónlistarskólakennari innir af
hendi árlega kennsluskyldu sína miðað
við starfshlutfall utan hefðbundinna
dagvinnumarka skal greiða vaktaálag.
Greiðslur fyrir vaktaálag reiknast af
dagvinnukaupi sbr. gr. 1.6.1.
Álagsgreiðsla skal vera:
33,33% kl. 17:00 - 24:00 mánudaga
– fimmtudaga
55,00% kl. 17:00 - 24:00 föstudaga
55,00% kl. 00:00 - 08:00 mánudaga
– föstudaga
55,00% kl. 00:00 - 24:00 laugardaga,
sunnudaga og sérstaka frídaga
90,00% kl. 00:00 - 24:00 stórhátíðardaga
sbr. 2.1.4.3.
Brot úr klst. greiðist hlutfallslega.
Yfirvinna fjarri föstum vinnustað
Ef yfirvinna fjarri föstum vinnustað er ekki
greidd samkvæmt tímareikningi, verður
að semja um þá greiðslu fyrirfram við
viðkomandi starfsmann og í samráði við
stéttarfélag.
Að lokum langar mig að óska ykkur
gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og
minni á netfangið mitt ingibjorg@ki.is ef
þið hafið einhverjar spurningar varðandi
þetta eða annað.
Ingibjörg Úlfarsdóttir
launafulltrúi KÍ
Tónlistarskóli – yfirvinna
Ingibjörg hjá ki.is
Lj
ó
sm
yn
d
: k
eg
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006