Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 24
24
ALRÆÐI TÍSKUNNAR
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006
Í nýlegri kvikmynd gefst áhorfendum
kostur á að fá innsýn í líf blaðamanna
og ritstjóra tískublaðs í New York.
Myndin ber heitið „The devil wears
Prada” eða Djöfullinn klæðist Prada, en
fyrir þá sem ekki vita er Prada ítalskur
tískuhönnuður.
Í myndinni kemur fram að á ritstjórn
tískublaðsins gilda afar strangar en þó
óskráðar reglur um útlit og klæðaburð
starfsmannanna. Allt annað en rándýr
merkjavara er á bannlista, skór með
hælahæð undir fimmtán sentimetrum
eru sömuleiðs illa séðir og förðun og
hárgreiðsla lúta afar ströngum lög-
málum. Þetta er eiginlega bara mjög
fyndið, hver nennir eiginlega að eyða
þremur klukkutímum á dag í að hafa sig
til fyrir vinnuna? Ekki ég! Enda vinn ég
ekki á ritstjórn bandarísks tískublaðs,
ég er kennari.
Kennarar hafa orð á sér fyrir hitt og þetta.
Mér skilst að margt fólk telji þá vera
þokkalega vel gefna, undantekningalítið
hafa þeir það álit á sér að hafa gaman
af börnum og svo eru þeir líka taldir
einstaklega fórnfúsir (að minnsta kosti
sýna ýmsar opinberar tölur fram á það,
samanber launatölur). En einhverra hluta
vegna hafa þeir ekki getið sér orðspor fyrir
að vera sérstaklega smart í tauinu. Skyldi
einhver efast um trúverðugleika þessarar
fullyrðingar koma hér til staðfestingar
niðurstöður úr afar óvísindalegri könnun
sem greinarhöfundur gerði nýverið.
„Birkenstock og Bónusbuxur. Þarf að segja
eitthvað meira?” (Karlmaður á fimmtugsaldri).
„Klossar og lopapeysa með flösufjalli á
öxlum.” (Liðlega tvítug kona).
„Kallarnir allir í riffluðum flauelsjökkum
með leðurbætur á olnbogunum og
snjáðum gallabuxum. Áður en það var
bannað að reykja á kennarastofunni var
allt þetta lið með pakka af filterslausum
Camel í brjóstvasanum og lyktaði í
samræmi við það.” (Kona á fertugsaldri).
„Leikskólakennararnir eru ýmist í
kvennahlaupsbolum eða í batíkmussu
(sem þær hafa sjálfar saumað úr gömlum
taubleyjum og segja ÖLLUM frá því, þær
eru svo stoltar af því að hafa hannað
fötin sín sjálfar) og gítarinn er eini
aukahluturinn sem þær punta sig með.”
(Karl á fertugsaldri).
„Hinn týpíski kennari heldur að Karen
Millen sé kanadísk þjóðlagasöngkona eða
dönsk smurbrauðsdama.” (Kona á óræðum
aldri).
Já, niðurstöðurnar eru sláandi. Við
erum greinilega þekkt fyrir margt annað
en smartheit og þetta vandamál þarf að
leysa. Því fyrr, því betra. Það er upplagt að
leita í smiðju annarra þjóða og sjá hvernig
þar hefur verið fengist við þennan vanda.
Við leit á netinu kemur ýmislegt
fróðlegt í ljós. Til dæmis það að árið
2004 setti menntamálaráðherra Ástralíu
reglur um klæðaburð kennara í þeim til-
gangi helstum að auka á virðingu fyrir
kennarastéttinni, sem hafði víst dalað
verulega. Og í námskrá skóla eins í Suður-
Afríku má finna áminningu til kennara sem
hljómar eitthvað á þá leið að vel snyrtur
kennari sé nemendum fögur fyrirmynd og
til augnayndis.
Á vefsíðu bandarískra kennarasamtaka
má finna vinsamlegar ábendingar til
kennara varðandi tilhlýðilegan klæða-
burð, eins og til dæmis að kjósi kennari
að klæðast hlýrabol þá skuli hlýri bolsins
eigi vera mjórri en sem samsvarar þremur
fingurbreiddum. Nú eru fingur fólks býsna
misjafnir að breidd og ekkert sagt um hvort
miða skuli við fingurbreidd kennarans eða
skólastjórans. Eða þarf kannski að kalla til
fræðslustjórann til að fá úr þessu skorið?
Einnig má þar finna reglur varðandi
pilsasídd, en þau skulu ekki vera styttri en
sem nemur fingurgómum, séu handleggir
Kennarinn klæðist
Bónusbuxum og Birkenstock
Goðsagnir um mussuhlussur með gítar og kalla í flauelsjökkum
Kennarar hafa orð á sér
fyrir hitt og þetta. Mér
skilst að margt fólk telji þá
vera þokkalega vel gefna,
undantekningalítið hafa þeir
það álit á sér að hafa gaman
af börnum og svo eru þeir líka
taldir einstaklega fórnfúsir
(að minnsta kosti sýna ýmsar
opinberar tölur fram á það,
samanber launatölur). En
einhverra hluta vegna hafa
þeir ekki getið sér orðspor
fyrir að vera sérstaklega
smart í tauinu.