Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 9
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 við höfum gengið í gegnum hvað þetta varðar frá upphafi iðnbyltingar og fram á okkar daga. Þessa frásögn tengdi hann við tilurð og þróun náms- og starfsráðgjafar sem hefur tekið hliðstæðum breytingum í takt við þarfir samfélagsins hverju sinni. „Ég var mjög hrifin af fyrirlestrinum,“ segir Ágústa Elín. „Hans sýn er heim- spekileg að mörgu leyti og mikilvæg fyrir okkur hérlendis. Savickas vinnur mikið út frá frásagnarráðgjöf sem hittir beint í mark á Íslandi en þar er gengið út frá því að sögur móti einstaklinginn, bæði þær sem hann segir sjálfur og þær sögur sem aðrir segja um hann. Savickas vill meina að Ísland sé kjörin miðstöð fyrir þessa tegund ráðgjafar, sem nefnist „narrative therapy“ á ensku, vegna þess að menning okkar á rætur að rekja til sagna. Hann ræddi líka um að við værum alveg komin að mörkunum í sambandi við þennan mikla hraða í samfélaginu, bæði á einstaklingum og í uppbyggingu og þróun í tækni og vísindum. Við förum ekki miklu lengra í þessa átt að mati Savickas heldur leitum til gamalla gilda, ekki síst fjölskyldunnar, og áttum okkur á mikilvægi hennar. Annað sem mér fannst athyglisvert var greining Savickas á þeim eiginleikum og hæfni sem hver einstaklingur þarf að búa yfir í nánustu framtíð. Það sem hann telur að muni skipta mestu máli er hversu hæfur einstaklingurinn er til samvinnu með öðrum. Þetta verði mikilvægara en sérfræðikunnáttan. Aðlögun að nýjum og breyttum aðstæðum er jafnframt mjög mikilvæg og efla þarf sjálfstraust ungs fólks í þá veru að það geti séð ný tækifæri þegar þau liggja handan hornsins. Veröldin sem bíður ungs fólks er öll önnur en var. Áður fyrr var hver starfsmaður hluti af stofnuninni sem hann starfaði við að því leyti að stofnunin eða fyrirtækið hugsaði um starfsmennina og var önnur fjölskylda þeirra og umfaðmaði þá. Skiptingar eru miklu örari núorðið og fólk færist hratt og oft á milli starfa. Að sögn Ágústu er nauðsynlegt fyrir þá sem eru ungu fólki til leiðsagnar í flókum heimi að skoða og skilja þróun sam- félagsins. „Við sjáum okkur sem persónur í því sem við fáumst við og mikilvægt að hver og einn finni áhuga sínum og hæfni stað. Til þess að það geti orðið þarf fólk að horfa inn á við og skoða hvaða gildi það hefur í lífinu og hvað veitir því ánægju og gleði. Til að ná þessu þurfum við að vera svolítið heimspekileg.“ Aðspurð hvort náms- og starfsráðgjafar séu reiðubúnir til að nálgast starfið á þennan hátt segir Ágústa svo vera. „Það er mikill metnaður lagður í kenningalegan bakgrunn og áhersla lögð á breidd. Það er engin ein kenning rétt heldur vinnum við ólíkt og út frá þeim áherslum sem okkur hugnast og á samhljóm við okkur og gildismat okkar og hentar í þessu samfélagi.“ Besta forvörn gegn brottfalli sem völ er á Föstudaginn 15. desember nk. klukkan 13 hefst afmælisfagnaður FNS sem haldinn er í Tónlistarhúsinu Ými. Ráðherrar menntamála og félagsmála munu heiðra samkomuna með stuttum ávörpum ásamt með dr. Gerði Óskarsdóttur, dr. Sif Einarsdóttur, dr. Jóni Torfa Jónassyni og fleira góðu fólki. Veittar verður heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu náms- og starfsráðgjafar. Guðbergur Bergsson verður með hugvekju og loks verða tónlistaratriði. Þeir sem standa að undirbúningi viðburða á afmælisárinu koma úr stjórn og fræðslunefnd félagsins. Í félaginu eru jafnframt starfandi fjögur fagráð; fyrir grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífið. „Fagráðin eru okkar lífæðar inn í hvern starfsvettvang fyrir sig,“ segir Ágústa. „Mikil þróun á sér stað í faginu um þessar mundir, ekki síst með tilkomu meistaranáms í náms- og starfsráðgjöf annars vegar og hins vegar þess að þörfin er svo brýn vegna örra breytinga sem hafa ýmsar afleiðingar. Fjörutíu prósent ungmenna í hverjum árgangi falla brott frá námi hérlendis og við þetta verður ekki unað. Mörg þeirra hafa litlar eða engar hugmyndir um hvað þau ætla að verja lífinu í, þau vita bara að þau finna sig ekki í þessum eða hinum skólanum. Efling náms- og starfsráðgjafar og fjölgun ráðgjafa í skólum er veigamikill þáttur í að snúa vörn í sókn hvað þetta varðar. Það er mjög slæmt að á sama tíma og þörfin er svona brýn hefur náms- og starfsfræðsla dregist saman í skólum á síðastliðnum áratug þannig að nú er hún samkvæmt nýlegum könnunum einungis í boði í um 40% grunnskólanna þar sem náms- og starfsráðgjafar eru starfandi en var í um 70% þeirra. Komið hefur í ljós að vel ígrundað náms- og starfsval er ein besta forvörn gegn brottfalli úr námi sem völ er á og leggur grunninn að ánægjulegum og árangursríkum starfsferli einstaklinga. Vísa má í þessu samhengi til rannsóknarniðurstaðna dr. Guðbjargar Vilhjálmsdóttur þar sem fram kemur að þeir nemendur sem fengu náms- og starfsfræðslu stóðu sig mun betur en aðrir í mikilvægum leikniþáttum sem varða markvisst náms- og starfsval, svo sem starfshugsun og markvissum ákvarðanastíl, ásamt því að vera ákveðnari um framhaldsnám. Um 200 - 1100 nemendur eru á hverja 100% stöðu náms- og starfsráðgjafa í grunnskólum og því segir það sig sjálft að í fjölmennum skólum er stundum erfitt að sinna þeim hluta starfsins sem við viljum leggja mesta áherslu á: for- varnarþættinum. Í eðli sínu er náms- og starfsráðgjöf fyrirbyggjandi starf sem felst í að liðsinna einstaklingum svo að þeir finni hæfileikum sínum og kröftum farveg við hæfi og leiti lausna ef vandi steðjar að í námi eða starfi. Við núverandi aðstæður fer allt of mikið í að laga það sem miður hefur farið. Markmiðið er að aldrei séu fleiri en 300 nemendur á bak við hvern ráðgjafa en við erum langt frá settu marki. Ein leið til að bæta skilvirkni í starfinu við þessar aðstæður er að auka hópráðgjöf. Hún hefur tvo kosti. Annars vegar náum við til fleiri nemenda og hins vegar vill ungt fólk vera í jafningjahópi og lærir betur þannig og við aðstæður þar sem það miðlar hvert öðru.“ Náms- og starfsráðgjöf er grein sem er í mikilli sókn í heiminum og að sögn Ágústu Um 200 - 1100 nemendur eru á hvern náms- og starfsráðgjafa í skólum og stundum erfitt að sinna þeim hluta starfsins sem við viljum leggja mesta áherslu á: forvarnarþættinum. Markmiðið er að aldrei séu fleiri en 300 nemendur á bak við hvern ráðgjafa en við erum langt frá settu marki. Ein leið til að bæta skilvirkni í starfinu við þessar aðstæður er fólgin í að auka hópráðgjöf. Hún hefur tvo kosti. Annars vegar náum við til fleiri nemenda og hins vegar vill ungt fólk vera í jafningjahópi og lærir betur þannig og við aðstæður þar sem það miðlar hvert öðru. 9 NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.