Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 22
22 NÁMSGÖGN SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 Út er komið námsefni fyrir framhalds- skóla í fjármála- og neytendafræðslu og varla annað hægt en hrópa húrra. Þörfin er knýjandi, ýmis fyrirtæki og fjármálastofnanir herja af síauknum krafti á unglinga og fólk er í æ meira mæli neytendur, hvernig sem á það er litið. Höfundar Fjárans, Ragnhildur Björg Guðjónsdóttir og Þuríður Hjartardóttir, hafa unnið að gerð námsefnisins árum saman og vandað til þess í hvívetna. Þær hafa ólíkan bakgrunn sem hefur greinilega skilað frjóu samstarfi. Ragn- hildur er framhaldsskólakennari, sagn- fræðingur að mennt og nam viðskipta- fræði sem aukagrein. Hún er varaformaður Neytendasamtakanna og hefur um árabil haldið námskeið í fjármálum heimilanna. Þuríður er framkvæmdastjóri Neytenda- samtakanna og hefur verið í fjármála- tengdum störfum alla tíð. Áður en að samningu Fjárans kom sömdu Þuríður og Ragnhildur heimilisbókhaldsforrit þar sem lögð var áhersla á einfaldleika og gott og þægilegt aðgengi. Námsgögnin eru gefin út á USB lykli (minnislykli) og þeim fylgir meðal annars aðgengilegt bókhaldsforrit sem tekur mið af lífi og neyslu unglinga. Nemandinn hefur því sín eigin fjármál og fjármálanámsefnið á einum og sama stað. Ásamt námsefninu fær kennarinn sérstakt kennaraeintak sem er sett þannig upp að hægt er að taka efnið fyrir óháð tölvuaðgengi hjá nemendum. Einnig fylgja kennsluleiðbeiningar og glærur. Undirrituð var svo ánægð með námsgögnin að næsta skref var að fá þær Ragnhildi og Þuríði í stutt viðtal til að fá ítarlegri upplýsingar. „Okkur finnst brýnt að efla fjármálalæsi ungs fólks,“ segir Ragnhildur. „Þess vegna fórum við nú af stað með þetta. Á námskeiðunum um fjármál heimilanna hef ég oft verið spurð hvort ekki sé eitthvað til fyrir unglinga. Í rannsókn sem gerð var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar kom fram að fjármálalæsi ungs fólks er almennt ekki gott og það eyðir um efni fram. Með því að halda sitt eigið bókhald fá unglingar meiri yfirsýn yfir það í hvað þeir eyða og þar með betri grunn til að gera áætlanir.“ „Í námsefninu skoða unglingar eigin neyslu, færa bókhald og nota svo þennan grunn til að skipuleggja fjármálin út frá eigin áherslum,“ segir Þuríður. „Spurningin sem námsefninu er ætlað að svara er þessi: Hvað þarftu til að reka sjálfan þig? Ef unglingurinn gerir miklar kröfur þarf hann líka að skipuleggja sig betur og gera ráðstafanir til að standa undir kostnaðinum.“ Ragnhildur upplýsir að fjármálafyrirtæki komi stundum í lífsleiknitíma í skólum með fjármálafræðslu. „Það er varhugavert að kalla þetta fræðslu því þetta er meira í formi kynningar hjá þeim,“ segir hún, „ þessi kynning fer aðeins fram í einni kennslustund og við hljótum að gera þá kröfu til fræðslu að hún sé markviss en felist ekki bara í að dreifa markaðstengdu efni. Samvinna skóla og atvinnulífs getur verið af hinu góða en það þarf að skilgreina hana mun betur, þ.e.a.s. hvernig hún fer fram og að hvaða markmiðum er verið að vinna.’’ Námsefnið er samið í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskóla og var kennt til reynslu fyrsta árs nemendum í Kvennaskólanum í Reykjavík í fyrra. „Það tókst mjög vel,“ segir Ragnhildur. „Bókhaldsvinnan breytti neyslumynstri Nemendur læra: • að gera skattaskýrslu • að færa heimilisbókhald • um hlutabréf, tékkareikninga, séreignalífeyri og annan sparnað • allt um vinnumarkaðinn; að lesa launaseðil, réttindi og skyldur, atvinnuleit o.fl. • um lántökukostnað, greiðslukort, vanskil og margt fleira gagnlegt um lán • að vera virkir siðrænir neytendur og hvað það felur í sér • að hafa áhrif sem neytendur • um bílakaup, virðisaukaskatt, tolla og margt fleira sem snýr að neytendum • um þvottamerki og fleiri gagn- legar merkingar • ... og svona má áfram telja Neytenda- og fjármálanámsefni á minnislykli Fjárans fjármálin!

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.