Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 11
Fjölmennasta hóp náms- og starfsráðgjafa finnum við í
grunnskólum en þar falla þeir undir sérfræðiþjónustu skólanna
í stað þess að vera í reglugerð um starfslið skóla, eins og er í
framhaldsskólanum. Þessu verður að breyta til að allir nemendur
eigi rétt á þessari þjónustu.
innan skólasamfélagsins. Mestar líkur eru
á að koma góðu áleiðis með því móti. Við
erum auðvitað málsvarar nemenda en
jafnframt innan stofnunarinnar. Í þessu
starfi snýst allt um að láta verkin tala.“
Aðspurð hvort frumkvæði að ráðgjöf
eigi alfarið að liggja hjá ráðþega segir
Ágústa svo ekki vera. „Nei, alls ekki. Störf
okkar þurfa að vera vel auglýst, bæði
innan skóla og í samfélaginu almennt og
nauðsynlegt að ekki séu of margir ráðþegar
að baki hvers ráðgjafa því ef ráðgjafinn
býr við þröngan kost getur það leitt til
þess ástands að frumkvæðið liggi alltaf
hjá nemandanum. Náms- og starfsfræðsla
er lykilatriði í þessu skyni, en tryggja þarf
henni betri afkomu innan grunn- og
framhaldsskóla. Hópráðgjöf er sá þáttur
ráðgjafastarfsins sem einnig þarf að auka
til muna. Í fræðslu til félagsmanna hefur
FNS lagt áherslu á aukna skilvirkni í starfi
sem meðal annars felst í hópráðgjöfinni.
Sjálf byggi ég mitt starf í vaxandi mæli
á hópráðgjöf og með góðum árangri að
ég tel. Persónuleg ráðgjöf, hópráðgjöf
og náms- og starfsfræðsla fléttast allt
saman og það er ekki hægt að aðskilja
lífsstíl og námsstíl. Ég held að við verðum
að endurskoða af fullri alvöru hvernig
við getum náð til sem flestra. Auka þarf
markvissa náms- og starfsráðgjöf og náms-
og starfsfræðslu innan skólastiganna
þriggja og úti á vinnumarkaðnum.
Aðgengi að upplýsingum um þróun vinnu-
markaðar og framtíðarhorfur samhliða
upplýsingum um framboð menntunar er
einn af grunnþáttum í náms- og starfsvali
einstaklinga.
Í þessum fræðum er lögð mikil
áhersla á að hvert land útbúi heildstæða
gagnabanka um nám og störf og hægt
sé að tengja saman upplýsingar um störf
og starfslýsingar við ákveðna færniþætti,
þ.e. að færniþættir eru skilgreindir í
störfum. Sjálfsnám og sjálfsfræðslu þarf
að auka í miklum mæli undir handleiðslu
náms- og starfsráðgjafa. Dönum hefur
tekist að byggja upp samhæfðan og
óháðan upplýsingavef sem er gegnsær
og undir stjórnvöldum. Þetta skortir
okkur sárlega hér. Svona vef þarf að
uppfæra stöðugt og hann þarf að tengjast
mannaflaþörf í starfsgreinum í landinu. Ef
við hefðum aðgengi að svona vönduðum
upplýsingavef myndi það auka mjög
skilvirkni ráðgjafarinnar vegna þess að í
tækninútímanum þurfum við að leggja
aukna áherslu á að ráðþegar geti leitað
sér upplýsinga. En þær þurfa auðvitað að
vera vandaðar.
Ekki má gleyma eftirfylgninni, að
ráðgjafinn fylgist með ráðþeganum
með reglulegu millibili. Hún mætti vera
meiri en nú er. Rannsóknir sýna að í öllu
meðferðarstarfi skiptir eftirfylgni ekki
minna máli en leiðin að markmiðunum.
Loks er mikilvægt að finna tímann þegar
ráðþegi er reiðubúinn að standa á eigin
fótum. Það getur verið erfiður tímapunktur
hjá mörgum en um leið fær ráðþeginn
að vita að hann getur komið aftur síðar
ef með þarf til að fara yfir stöðuna. Hvað
ráðgjafann varðar er mikilvægt að hann
sé faglegur og laus við að persónugera
hlutina og taka allt inn á sig. Í erli og
áreiti er nauðsynlegt að skipuleggja vel
hvernig maður kemur sem mestu og bestu
til leiðar. Mörg mál eru vissulega erfið og
handleiðslan sem sjúkrasjóður KÍ styrkir
ekki bara kærkomin heldur knýjandi og
raunar óhjákvæmileg. En samskiptin við
ráðþega vega erfiðleikana margfalt upp.
Í þessu starfi lærir maður eitthvað nýtt á
hverjum degi.“
Ágústa segist vera mjög bjartsýn á
framtíð náms- og starfsráðgjafar á Íslandi
en minnir líka á að betur má ef duga
skal. „Við höfum barist fyrir lögverndun
á starfsheitinu vegna þess að við viljum
tryggja að nemendur og aðrir sem þiggja
þjónustuna fái þá þjónustu sem þeir búast
við, frá fagaðila sem hefur menntað sig
á þessu sviði. Nú eru brögð að því að
aðrar fagstéttir starfi undir heiti náms- og
starfsráðgjafa og það er óásættanlegt).
Það þarf að koma fólki betur í skilning um
hvað þarf til og hvers vegna. Með náms-
og starfsfræðslu undir hatti lífsleikninnar
í grunnskólum er mjög ótryggt hvernig og
hvort hún skilar sér, það fer eftir kennurum.
Þar sem lífsleikni nær yfir fjölmörg svið en
eru ætlaðar fáar stundir er ekki auðvelt
fyrir kennara að setja saman dagskrána og
hætta á að mikilvægum þáttum verði gert
mishátt undir höfði.
Það sem gerir okkar störf einstök og
mikilvæg í þjóðfélaginu grundvallast á
því að fagmennska og færni náms- og
starfsráðgjafa byggir á sérhæfðri menntun
þeirra. Starfið felst í að efla færni og víkka
sjóndeildarhring ráðþega með tilliti til
náms og starfs. Ráðþegar verða þannig
betur í stakk búnir til að taka upplýstar
ákvarðanir um framtíð sína sem byggja á
áhugasviðum þeirra, gildum og viðhorfum
og öðlast færni í að leita upplýsinga um
nám og störf,“ segir Ágústa að lokum.
keg
11
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006
NÁMS- OG STARFSRÁÐGJÖF