Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 Á fulltrúafundi Félags framhaldsskóla- kennara sem haldinn var 10. nóvember sl. var farið yfir mál sem unnið er að í nefndum vegna svonefnds 10 punkta samkomulags Kennarasambands Ís- lands og menntamálaráðherra frá 2. febrúar síðastliðnum. Í ályktun sem samþykkt var í fundarlok segir að fundurinn beri fullt traust til nefndar- fólks sem leggi sig fram í störfum sínum. Hins vegar lýsi fundurinn áhyggjum af stöðu þessa stóra sam- starfsverkefnis samtaka kennara og menntamálaráðherra. Lítið hafi enn komið út úr vinnunni í formi stefnumörkunar og ákvarðana mennta- málayfirvalda um það í hvaða breytingar og umbótaverkefni verði ráðist, hvernig verði unnið að þeim í skólum og hvernig umbótastarfið verði fjármagnað. Aðalheiður Steingrímsdóttir formaður FF leggur áherslu á að það sé brýnt að ráðherra skýri afstöðu sína til vinnunnar hið fyrsta og þá ekki síst til skýrslu starfsnámsnefndar sem Þorgerður Katrín hafi tekið jákvætt í. „Ráðherra hefur ekki tjáð sig um á hvaða grunni umbæturnar verði, það er hvort þær séu og verði unnar á grunni bláu skýrslunnar svokölluðu eða skýrslu starfsnámsnefndar. Þorgerður Katrín þarf að segja hug sinn.“ Aðalheiður segir jafnframt að það sé alveg ljóst að kennarar muni aldrei samþykkja skerðingu eða styttingu náms sem menntastefnu, en hins vegar sé fólginn í 10 punkta samkomulaginu grunnur að góðri menntastefnu sem menn eigi að sameinast um og vinda sér í að vinna hana. „Nú þarf að vinna hratt og vel,“ segir Aðalheiður, „ og fá svör strax frá ráðherra við þessum spurningum: Hvenær verður ráðist í umbætur, hvernig verður það gert og hvað með fjármögnun? Ályktun fulltrúafundar Félags framhaldsskólakennara 10. nóvember 2006 Fulltrúafundurinn hefur farið yfir málin sem unnið er að í nefndum vegna sam- komulags Kennarasambands Íslands og mennta- málaráðherra 2. febrúar sl. Þar er unnið að stefnumörkun um flest meginmál í menntakerfinu; námskipan í grunn- og framhaldsskóla, inntak náms og fjölbreytni í námi, námsmat, náms- og starfsaðstæður nemenda og kennara, náms- og starfsráðgjöf, námstíma nemenda og sveigjanleika í námslengd á grunn- og framhaldsskólastigi. Fulltrúafundurinn ber fullt traust til nefndarfólks og efast ekki um að það leggi sig fram við að setja fram hugmyndir um skóla til framtíðar. Fulltrúafundurinn lýsir hins vegar áhyggjum af stöðu þessa stóra samstarfsverkefnis samtaka kennara og menntamálaráðherra. Lítið hefur enn komið út úr vinnunni í formi stefnumörkunar og ákvarðana menntamálayfirvalda um það í hvaða breytingar og umbótaverkefni verður ráðist, hvernig unnið verður að þeim í skólum og hvernig umbótastarfið verður fjármagnað. Dæmi um mál sem kosta fé vegna aukinnar starfsemi og þjónustu eru: Aukin fjölbreytni í námi og námsframboði, sveigjanlegur námshraði og námstími og ráðstafanir til að bæta námsárangur, til dæmis með aukinni ein- staklingsmiðaðri námsaðstoð og aukin náms- og starfsráðgjöf. Fulltrúafundurinn bendir á að nei- kvæð teikn eru á lofti um hug og vilja stjórnvalda um málefni framhaldsskólans í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár. Þar er boðaður 300 milljón króna niðurskurður á framlögum til framhaldsskóla í landinu. Fundurinn telur brýnt að tekin verði af öll tvímæli um vilja menntamálaráðherra til nauðsynlegrar eflingar og framsóknar í menntakerfinu. Niðurstaða þarf að nást um breytingar og umbætur á grundvelli stefnumála 10 punkta samkomulagsins frá 2. febrúar 2006 og á nánari stefnumörkun um málið sem aðilar samkomulagsins unnu síðastliðið vor. Fulltrúafundurinn ítrekar þá skoðun Félags framhaldsskólakennara að aldrei verður sátt um fyrri áform menntamálaráðherra um að stytta náms- tíma til stúdentprófs með því að skerða nám í framhaldsskóla. Ráðherra þarf að segja hug sinn Á fulltrúafundinum var margt fleira til umræðu en hér er sagt frá. Þar á meðal hélt Oddur S. Jakobsson erindi þar sem hann skýrði frá samanburðarrannsókn sinni á stofnanasamningunum í öllum framhaldsskóla og óskaði eftir athugasemdum frá samstarfsnefndunum. Enn eru gögn að berast og grein um stofnanasamningana er væntanleg í fyrsta tbl. Skólavörðunnar eftir áramót. Þá sagði Bragi Halldórsson frá fyrirhuguðum breytingum í námsgagnamálum sem boða ekki gott í þessum málaflokki, hvorki hvað varðar grunnskóla eða framhaldsskóla. Fylgist með umfjöllun um þetta á www.ki.is ATHUGIÐ! Stjórn FF vill koma því á framfæri við formenn félagsdeilda að hafa sem fyrst samband við sína erind- reka í stjórn félagsins til að fastsetja fundi. Fjölmargir innihaldsríkir viðburðir á sviði skólamála hafa átt sér stað á þessu hausti. Fylgist vel með á www.ki.is því þar eru og verða mörgum þeirra gerð margvísleg skil í vetur með styttri umfjöllunum, greinum og viðtölum. Þar má telja meðal annars málþing Félags framhaldsskólakennara sem haldið var 11. nóvember í kjölfar fulltrúafundarins, námstefnu um listsköpun í leikskólum, ráðstefnuna Menntun í mótun, 10. málþing RKHÍ: Hvernig skóli – Skilvirkur þjónn eða skapandi afl, ráðstefnu Samtaka áhugafólks um skólaþróun um lýðræði í skólastarfi og málþing um heilsueflingu í leikskólum. Þá verður sagt frá ráðstefnu Flatar í sumar um stærðfræði, umræðu um fagmennsku tónlistarskólakennara á svæðisþingum, nánar frá fjölmenningarnámstefnu Skólastjórafélags Íslands og ráðstefnu á Akureyri um samræðu allra skólastiga. Einnig verða til umfjöllunar málefni námsgagnagerðar, málstofa Kennarafélags Reykjavíkur undir yfirskriftinni „Eru til aðstoðarkennarar“ og loks málþing um endurskoðun grunnskólalaga. Þetta og fleira á www.ki.is Skólamálaviðburðir á haustönn – fylgist með á www.ki.is! FRAMHALDSSKÓLAKENNARAR FUNDA OG ÞINGA

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.