Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 14
14 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 hjá okkur stúlka frá Þýskalandi. Þegar vetraði sá hún erfiðleika dótturinnar við lesturinn og sagði okkur þá frá Tomatis meðferðinni. Sonur nágranna hennar hafði farið í gegnum þessa meðferð og fengið þar umtalsverða bót meina sinna. Ég fór nú að leita mér upplýsinga á netinu og fann Tomatis Nordiska í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þar sem fjölskyldan hefur alltaf haft mikið samband við Svíþjóð þá varð úr að þangað var leitað. Ég hafði samband við þessa stofnun og fengum við tíma í greiningu um miðjan nóvember. Í greiningarferlinu kom meðal annars í ljós að dóttir mín var með dempaða heyrn á tíðnibili málhljóða og vinstra eyra ráðandi, sem enn frekar útskýrði lélega úrvinnslu málhljóða. Að greiningu lokinni var sett upp hlustunaráætlun sem miðaði að því að laga heyrnina til að öll málhljóð yrðu stúlkunni heyranleg. Þá tók við þriggja vikna hlustunartíma- bil þar sem unnið var eftir ákveðinni áætlun. Fékk ég leyfi að leigja ferðatæki til nota á Íslandi og var hlustað í tvær klst. á dag (4x30 mín). Tækið var síðan sent til baka að notkun lokinni og beðið átekta með hvernig þróun heyrnarinnar yrði. Í mars fórum við mæðgur síðan aftur utan. Aftur var greint, ný hlustunaráætlun sett upp og tækið leigt á ný. Í júní var síðan lokahnykkur heyrnar- þjálfunarinnar. Dvöldum við úti í Svíþjóð í tvær vikur og var var þá greint fyrst og ný hlustunaráætlun sett upp, en einnig bættist við 30 mínútna upplestur í stúdíói á dag þar sem unnið var með texta og hlustað á eigin upplestur. Skemmst er frá að segja að þessi litla átta ára stúlka hefur á síðustu tólf mánuðum tekið ótrúlegan þroskakipp. Hún hefur tekið verulegum framförum í lestri og heyrir nú öll málhljóð, einnig hefur hún öll styrkst sem einstaklingur auk þess sem félagsfærni hennar hefur aukist til muna. Ég lýk þessari umfjöllun með annarri tilvitnun í grein Mariu Lundquist: „Þegar dr. Tomatis fór að beita hlustunarmeðferð við sjúklinga sína gerði hann byltingar- kennda uppgötvun sem leiddi til þess að hann þróaði með frekari rannsóknum kenningar um þýðingu eyrans og heyrnarinnar fyrir starfsgetu og vellíðan einstaklingsins. Virk hlustun gegnum raf- eyrað hafði áhrif á einbeitingarhæfni og athyglisskerpu sjúklinganna sem leiddi til þess að þeir bættu marktækt málhæfni sína, sköpunargleði og félagsfærni. Niðurstöður heilarannsókna seinustu ára á sviði heilaþroska sýna að heilinn heldur áfram að breytast og þroskast langt fram á fullorðinsár vegna örvunar skynfæranna. Nú er það einnig orðið ljóst að heilinn getur bætt mikið af þeim brestum sem þar geta orðið á langri ævi. Ofangreindar niðurstöður er það sem liggur til grundvallar þeim meir en eitt hundrað Tomatis miðstöðvum sem nú eru starfandi vítt og breitt um heiminn. Þar hafa sérfræðingar einbeitt sér að þeim hindrunum sem eiga sér rætur í skerðingu á getu heilans til þess að taka á móti og vinna úr upplýsingum. Góður árangur hefur náðst til hjálpar einstaklingum með ýmiss konar vandamál þegar sam- nefnarinn hefur verið að auka hæfni heilans til þess að nema nákvæmar og forgangsraða skynjunarboðum heyrnar. Talþroski, málþroski og hreyfiþroski, hegðunarfrávik, einbeitingarörðugleikar og taugalífeðlisfræðileg endurhæfing vegna höfuðáverka og blóðtappa og síðast en ekki síst ólíkar gerðir streituvanlíðunar eru allt dæmi um svið þar sem hægt hefur verið að hjálpa einstaklingum með mismunandi gerðir þroskafrávika. Aðferðin hefur einnig verið talsvert notuð af listamönnum til þess að bæta rödd og framkomu. Margir frægir óperusöngvarar eins og María Callas og Placido Domingo og leikarar eins og Gérard Depardieu hafa notið hjálpar Tomatiskerfisins til að öðlast meiri færni í list sinni. Ingileif Steinunn Kristjánsdóttir Komið til Svíþjóðar með systur og vinkonu. Sólveig í hljóðveri. Hlustunarsalur hjá Tomatis Nordiska, þar sem hægt er að hvílast meðan hlustað er. NÁMSERFIÐLEIKAR - HLUSTUNARMEÐFERÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.