Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 12

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 12
12 NÁMSERFIÐLEIKAR - HLUSTUNARMEÐFERÐ SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 Tomatis aðferðin felst í stuttu máli í hljóðörvun, hlustun og ráðgefandi sérfræðiaðstoð. Aðferðin kom fram í kringum 1950 í Frakklandi, barst síðan um rómanska málsvæðið og inn á það þýska en ekki fyrr en eftir 1980 til Kanada og síðan til Bandaríkjanna og Englands. Til Skandinavíu barst aðferðin upp úr miðjum tíunda áratug síðustu aldar og var stofnuninni Tomatis Nordiska komið á fót fáum árum seinna. Hingað til lands er aðferðin ekki komin enn að öðru leyti en því að fáeinir einstaklingar hafa á eigin vegum aflað sér hjálpar erlendis með þessari aðferð. Í grein um aðferðina eftir Mariu Lundquist, sem er stjórnandi Tomatis Nordiska í Stokkhólmi, segir hún frá tilurð hennar og þróun: „Tomatis aðferðin byrjaði að þróast í kringum 1950 í París hjá eyrna-, nef- og hálslækninum Alfred Tomatis. Þegar hann hafði til meðferðar óperusöngvara, sem höfðu lent í vandræðum með röddina, fann hann að orsökin var að þeir höfðu misst hæfileikann til að greina ýmis hljóð. Niðurstaða hans var sú að eyra og málfæri hafa mjög sterk taugatengsl sín á milli og þess vegna hafa breytingar á heyrn samtímis áhrif á röddina. Það hve vel einstaklingurinn greinir hljóð hefur þannig mikil áhrif bæði á raddgæði og tal. Þetta leiddi til þeirrar niðurstöðu að mannleg rödd getur bara haft stjórn á að mynda þau hljóð sem einstaklingurinn nemur með heyrninni. Þegar hæfileikinn til að skynja ákveðin hljóð breytist þá breytist röddin sjálfkrafa um leið. Alfred Tomatis þróaði aðferð til að endurheimta þá hljóðskynjun sem tapast hafði með hjálp raftækis, sk. rafeyra, sem hann hannaði. Hann lét óperusöngvarana og aðra sjúklinga með samsvarandi vandamál hlusta á tónlist og talmál, sem hafði verið meðhöndlað á rafrænan hátt, þar sem hljóðið var sent áfram til sjúklings að hluta gegnum venjuleg heyrnartól og að hluta fór það sem sveiflutíðni beint á höfuðbeinin yfir kuðungnum. Með langvarandi hlustun var hægt að endurvekja tapaða hæfni sjúklinganna til þess að heyra hljóð af tilteknum tíðnibilum. Breytingin var varanleg að því tilskildu að þjálfunin stæði nægjanlega lengi. Tomatis fékk alþjóðlegt einkaleyfi á aðferð sinni og hinum háþróaða tæknibúnaði sem ber meðferðina uppi og rannsóknir hans og niðurstöður hlutu viðurkenningu og lof frönsku vísindaakademíunnar árið 1957.“ Nú er Tomatis aðferðin löngu viðurkennd um allan heim, ekki aðeins á frönsku og þýsku málsvæði heldur er að finna yfir eitt hundrað Tomatis miðstöðvar í 29 löndum í Evrópu, Ameríku, Asíu og Ástralíu. Sú uppgötvun Tomatis að kuðungur heilans er það líffæri þaðan sem einbeitingu allrar heilastarfsemi er stjórnað hefur síðar verið staðfest af rannsóknum og jafnframt komið í ljós að mörg umbunarsvæði heilans eru staðsett nálægt kuðungnum. Er hér m.a. um að ræða svæði: • Einbeitingar • Athygli • Sundurgreiningar málhljóða • Uppbyggingar máls • Einstaklingsvitundar • Sk. „biorythma“ Frumkvöðlavinna dr.Tomatis hefur leitt til þess að núorðið: • skiljum við hlustun sem grundvöll að tengslafærni við umheiminn • skiljum við eyrað sem aðal samþættara taugakerfisins • skiljum við hljóðþjálfunartækni sem verðmætt tæki til að nota á margvíslegan sértækan hátt Þroskaþjálfunar- og ráðgjafarmeðferðir hljóðörvunar eru svið sem vex mjög hratt samhliða því sem þekking á heilanum og hvernig hann vinnur úr upplýsingum eykst. TOMATIS AÐFERÐIN Leið til að efla hljóðkerfisvitund, einbeitingu og drifkraft með hjálp hlustunarmeðferðar Síðastliðna tólf mánuði hefur lítil íslensk stúlka sýnt miklar framfarir í námi með hjálp heyrnarþjálfunaraðferðar sem kennd er við franskan lækni að nafni Alfred Tomatis. Ingileif S. Kristjánsdóttir kennari í Vallaskóla er móðir hennar og segir lesendum Skólavörðunnar frá aðferðinni. Sólveig hlustar. Lj ó sm y n d ir f rá h ö fu n d i

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.