Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.12.2006, Blaðsíða 30
30 SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 6. ÁRG. 2006 Stundum finnst mér ótrúlega gaman að vera grunnskólakennari. Ég trúi því ekki að það skemmi fyrir kjarabaráttu kennara að til séu grunnskólakennarar sem eru ánægðir og stoltir af starfi sínu. Mig langar að hrósa Félagi grunnskólakennara fyrir ímyndarherferðina en jafnframt að benda hinum almenna kennara á að virðing fyrir starfinu hlýtur alltaf að koma að innan. Við getum ekki ætlast til að aðrir hafi trú á starfinu okkar ef við höfum hana ekki sjálf. Ný grunnskólalög Eins og lesendum Skólavörðunnar er kunnugt undirrituðu menntamálaráðherra og Kennarasamband Íslands í febrúar sl. samkomulag um skólastarf og skóla- umbætur, tíu skref til sóknar, með það að markmiði að vinna samhent að betra skólakerfi með heildarendurskoðun á námi og breyttri námsskipan skólastiganna. Fjölmargar nefndir eru að störfum og er ég formaður þeirrar sem falið var að endurskoða grunnskólalögin. Mikil undirbúningsvinna liggur nú að baki og m.a. hefur verið rætt við á annað hundrað hagsmunaaðila. Það var ánægjulegt að upplifa að allir hagsmunaaðilar höfðu mikinn áhuga á málinu og mikill sam- hljómur var um fjöldamörg atriði eins og sjá má í áfangaskýrslu nefndarinnar. Þá langar mig einnig að geta þess að hluti nefndarinnar fór til að kynna sér löggjöfina í Danmörku og Noregi þar sem miklar hræringar eru í skólamálum um þessar mundir. Einnig fórum við til Írlands til að kynnast lagaumgjörð nágrannalands sem er með ólíkt skólakerfi og lítil tengsl við Ísland. Skýrslugerð um ferðina er í vinnslu þegar þetta er ritað. Í nefndinni kom þegar í upphafi fram mikill áhugi á því að ráðast í heildarendurskoðun á grunnskólalög- unum með það fyrir augum að breyta ýmsum ákvæðum í ljósi reynslunnar og einnig í tengslum við aukna samfellu í námi og kröfu um meiri sveigjanleika, valfrelsi og sjálfstæði skóla með velferð barna að leiðarljósi. Við erum einnig sammála um að miklir möguleikar eru hér á landi til að þróa enn betri grunnskóla með það að markmiði að vera í fremstu röð í heiminum. Nefndin á að ljúka störfum nú í árslok og ég bind miklar vonir við að full samstaða náist um heildarendurskoðun á lögunum. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er grunnskólakennari. ���� ��������������� ��������������������������� ������������������������ ������������������������������ � ����������� ����������������� � ����������� ����������������� � ����������� ������������������ �������������������������������������� ������� ���������������� �������� �������������� ���������� ������������������������������������ �������������������������������� ����� ���������������������� ������������������ Heimilisiðnaðarfélag Íslands (HFÍ) leitar að samstarfsaðilum til að taka þátt í ráðstefnu sem félagið stendur fyrir á komandi hausti. HFÍ er rótgróið félag, stofnað 1913, sem vinnur að því að varðveita og styrkja lifandi heimilisiðnað og efla þjóðlegt handverk. Félagið gengir nú formennsku í samtökum Norræna heimilisiðnaðarfélaga en í þeim eru auk Íslands, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Færeyjar og Eistland. Af þessu tilefni mun HFÍ halda ráðstefnu í Reykjavík 26.-30. september 2007. Boðið verður upp á fyrirlestra, skoðunarferðir og sýningar sem tengjast þema ráðstefnunnar: Handverkshefðin sem innblástur að hönnun framtíðar. Með þemanu vill félagið leggja áherslu á að koma handverkshefðinni áfram til komandi kynslóða, m.a. með samstarfi við öll skólastig. Þegar hafa nokkrir grunn- og framhaldsskólar auk Listaháskóla Íslands mótað verkefni en við viljum mjög gjarnan bæta fleirum í hópinn. Hugsunin er að leik- og grunnskóla- nemendur vinni á vorönn 2007 verkefni í anda þema ráðstefnunnar, þar sem handverkshefðin er á einn eða annan hátt notuð sem innblástur. Hluti afrakstursins yrði síðan sýndur almenningi og ráðstefnugestum á samsýningu allra skólastiga í september 2007. Við hvetjum alla áhugasama til að hafa samband við skrifstofu Heimilis- iðnaðarfélags Íslands í síma 5515500 (opið alla virka daga kl. 12-16) eða með tölvupósti hfi@heimilisidnadur.is Ásdís Birgisdóttir framkvæmdastjóri HFÍ Handverkshefð í hönnun ÓSKAÐ EFTIR SAMSTARFI VIÐ SKÓLA: SMIÐSHÖGGIÐ

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.