Skólavarðan - 01.01.2001, Qupperneq 2

Skólavarðan - 01.01.2001, Qupperneq 2
Nú er loks að líta dagsins ljós nýtt blað Kennarasambands Íslands sem hlotið hefur nafnið Skólavarðan. Öllum er ljóst mikilvægi þess að samtök eins og Kenn- arasamband Íslands eigi sér öflugt mál- gagn þar sem hægt er að koma á framfæri stefnu sambandsins ásamt því að miðla upplýsingum um starfsemina. Þá er ekki síður mikilvægt að til sé blað þar sem fé- lagsmenn geta komið sjónarmiðum sín- um á framfæri, blað sem er vettvangur skoðanaskipta og þar sem birtast greinar um þau margvíslegu mál sem tengast starfi kennara og skóla. Það er von þeirra sem nú eru í forystu Kennarasambands Íslands að Skólavarð- an verði blað sem félagsmenn og aðrir hafa bæði gagn og gaman af og það ásamt heimasíðu Kennarasambandsins uppfylli óskir félagsmanna um öfluga upplýsinga- miðlun. Nú er liðið ár síðan Kennarasamband Íslands var stofnað í núverandi mynd. Þetta ár hefur um margt verið viðburða- ríkt og ekki er hægt að segja að logn- molla hafi ríkt í samningamálum félag- anna sem mynda sambandið. Markmiðið með stofnun Kennarasambandsins var að tryggja sjálfstæði félaganna í samninga- málum og öðrum sérmálum þeirra en tryggja um leið að sameiginleg mál yrðu til lykta leidd. Samtakamátturinn hefur þegar sannað gildi sitt, til dæmis í samn- ingum um bætt réttindi í fæðingarorlofi og veikindum, en á þeim vettvangi náði Kennarasamband Íslands mjög góðum árangri í samstarfi við BSRB og BHM. Kjaramál einstaka félaga hafa verið á ábyrgð samninganefnda þeirra og hafa félögin vissulega farið ólíkar leiðir til þess að ná markmiðum sínum. Fram- haldsskólakennarar og stjórnendur neyddust til að grípa til verkfallsvopnsins til þess að fylgja eftir kröfum sínum og eru nú að sjá árangur erfiðisins eftir átta vikna verkfall. Kennarar og stjórnendur í grunnskólum hafa náð samningum án þess að grípa til aðgerða og er það vel. Margir samverkandi þættir ráða því sjálf- sagt að svo vel tókst til en rétt er að benda á að samninganefnd Launanefndar sveitarfélaga mætti að samningaborðinu með fullt umboð til að gera kjarasamning sem er nýlunda í samningasögu kennara, a.m.k. svo langt aftur sem undirritaður man. Að því gefnu að tónlistarskólakennarar nái ásættanlegum árangri í samningum við viðsemjendur sína ætti að ríkja bjart- sýni um framtíð skólanna og mætti þá loks segja að kennarar væru komnir með laun sem jöfnuðust á við þau sem al- mennt eru greidd hópum með svipaða menntun og ábyrgð. Kjörorð sameiningarinnar var: Sjálf- stæði í samningamálum — samstaða í réttindamálum. Nú er komið á daginn að félagsmenn í Kennarasambandi Íslands eru tilbúnir að vinna undir þessu kjör- orði og jafnframt hafa þeir sýnt að vinna í þeim anda skilar góðum árangri. Við skulum því horfa björtum augum til framtíðar. Eiríkur Jónsson Skólavarðan janúar 2001 Formannspist i l l 3 Nýtt blað — nýtt Kennarasamband Íslands

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.