Skólavarðan - 01.01.2001, Side 6

Skólavarðan - 01.01.2001, Side 6
Í upphafi geðheilbrigðisviku barna 10.-17. nóvember sl. stóð Barnageðlæknafélag Ís- lands og Fræðslustofnun lækna fyrir málþingi með yfir- skriftinni: Skörun námsvanda við erfiðleika í hegðun og at- hygli og önnur geðheilbrigðis- vandamál barna. Meðal fyrir- lesara var Rosemary Tannock, sjúkraþjálfari og sérkennari, en hún er aðstoðarprófessor við Hospital for Sick Children í Toronto og brautryðjandi í rannsóknum á geðheilbrigðis- vandamálum barna. Dr. Rosemary Tannock er falleg þriggja barna móðir með silfrað hár og miðað við allt sem hún hefur gert um ævina mætti álykta að hún væri hundr- að ára en ekki bara á sextugs- aldri. Hún hóf feril sinn sem sjúkraþjálfari og í starfinu sótti hún heim fjölda skóla til að leiðbeina kennurum um þjálf- unaráætlanir. Þegar frá leið varð henni ljóst að hún og kennararnir töluðu ekki sama tungumálið og oft kom upp misskilningur í samskiptum. Hún fékk því áhuga á að kynna sér heim kennarans betur og valdi þá leið að hefja nám í sér- kennslu. Hún er breskættuð en hafði flust til Kanada þegar hér var komið sögu og fékk breska námið í sjúkraþjálfun lítið sem ekkert metið inn í kanadíska skólakerfið enda uppbygging gerólík. Hún lét það ekki hindra sig, innritaðist í grunn- nám í háskóla og tók fyrst B.Sc. nám í sjúkraþjálfun og síðan meistara- og doktorsnám í sér- kennslu í beinu framhaldi. „Ég uppgötvaði að ég elska rannsóknir,“ segir Tannock. „Og vegna reynslu minnar af misskilningi í samskiptum lagði ég æ meiri áherslu á málið og tjáskiptin í rannsóknum mínum og starfi eftir því sem á leið. Þá er ég að tala um málið í víðu samhengi, jafnt óorðuð sam- skipti sem orðuð.“ Ný sýn á athyglisbrest með ofvirkni Tannock hefur beitt sér sér- staklega í rannsóknum á athygl- isbresti með ofvirkni (ADHD) og einnig námsörðugleikum al- mennt en segir að niðurstöður rannsókna sinna sem tengist hegðun og líðan í skólanum megi að mörgu leyti heimfæra á börn með ýmis vandamál, og lausnirnar einnig. Hún segir að þótt stimplar á borð við ADHD hafi notagildi þar sem þeir auð- veldi fólki að tala saman þá fylgi þeim einnig vandamál, aðallega ofureinföldun, og ekki megi gleymast að vandi hvers barns fyrir sig sé einstaklingsbundinn og krefjist einstaklingsbundinn- ar meðhöndlunar. „Framan af var talið að ADHD væri fyrst og fremst hegðunarvandamál eða með öðrum orðum truflandi atferlis- röskun,“ segir Tannock, „en þetta viðhorf er á undanhaldi.“ Hún bendir á að í nýrri rann- sóknum, til dæmis dr. Russells Barkleys, berist böndin að því að um líffræðilega röskun sé að ræða og þá í taugakerfinu. Röskun verði á þeim boðleiðum í heila sem stjórni því að ein- staklingur geti sett hömlur á sjálfan sig, sem sagt sjálfsstjórn. Í bókinni Birgir eftir Mar- gréti Þ. Jóelsdóttur, MA í sér- kennslufræðum, er umfjöllun um kenningar Barkleys og þar segir meðal annars um þann hluta þeirra sem lýtur að of- virkni: „Kenning Barkleys byggir í aðalatriðum á því að vegna truflana, sem verða á starfsemi í framheila ofvirkra einstaklinga, eigi þeir í erfið- leikum með að halda aftur af svörun við áreiti og hafi því ekki nægan tíma til að hugsa og yfirvega áður en þeir fram- kvæma. Um sé að ræða truflun á þeirri innri starfsemi sem venjulegt fólk byggir á. Misjafnt sé hvernig ofvirkir einstaklingar bregðist við þar sem ofvirkni þeirra sé mismikil og einnig sé aðstæðubundið hvernig þeim tekst að nýta sitt innra mál. Hann telur að ekki sé endilega um raunverulegan galla að ræða á þeirri innri starfsemi sem fer af stað, heldur að ofvirkum ein- staklingi gefist ekki tækifæri til að nýta sér það sem hann í raun og veru veit. Hann telur að hægt sé að hjálpa mörgum með lyfjameðferð og stuðningi.“ Að ná valdi á tímanum Tannock segir það mikilvæg- an áfanga að hætta að einblína á ADHD í ljósi einkennanna, þ.e. fyrst og fremst sem hegðunar- vandamál. „Þótt hegðunin sé áberandi er hún einungis topp- urinn á ísjakanum. Stærsti vandi þessara barna felst í að vinna úr upplýsingum. Nauðsynlegt er að horfa á barnið og samspil þess við umhverfið í allri sinni flóknu tilvist. Það þarf að skoða námið og vinnubrögðin þar sér- staklega, félagstengslin sér og hegðunina sér,“ segir Tannock. „Einungis á þann hátt getum við skilið hvar styrkleiki barns- ins liggur og hvar þarf að hlúa sérstaklega að því. Þetta er ekki einfalt mál en með góðri sam- vinnu allra sem að barninu koma er það vel gerlegt. Barnið er með ólæti og truflar skóla- starfið vegna þess að það ræður ekki við þær kröfur sem gerðar eru til þess.“ Tannock leggur áherslu á mikilvægan þátt í kenningum Barkleys sem hann gefur sjálfur ekki ofurvægi, en það er tíma- Skólavarðan janúar 2001 Óróle ik i í skó lastofunni Ekki á færi einnar manneskju að laga Börn sem trufla skólastarfið Ráða ekki við kröfur Samvinna foreldra og kennara lykilatriði Þegar vanlíðan hverfur lagast hegðunin 7

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.