Skólavarðan - 01.01.2001, Qupperneq 8
ar sætta sig ekki við að hlutirnir
séu ekki eftir þeirra höfði í einu
og öllu. Um daginn mótmæltu
þeir til dæmis próftíma fyrir-
hugaðan dag og sögðu að hann
hentaði þeim ekki. Það er engin
spurning að börn eru orðin
mun frakkari í tali en áður var.“
Að sögn Inga Viðars veldur
ýmis upplausn á borð við til
dæmis hjónaskilnaði röskun í
bekkjarstarfi: „Þau koma bóka-
laus af því að bækurnar gleymd-
ust hjá pabba eftir pabbahelgi.
Að auki eru mörg börn
vansvefta og mæta án þess að
hafa borðað morgunmat. Sum
hver eru særð börn með mikla
vanlíðan. Þau eru að glíma við
mikla erfiðleika heima fyrir og
andspænis þeim er hreinn hé-
gómi að læra heima. Varðandi
fjölskyldumynstrið þá rann upp
fyrir mér ljós í haust hve breyt-
ingarnar eru gífurlegar frá því
sem áður var. Krakkarnir áttu
að skrifa enskuritgerð um
dæmigerðan dag í lífi sínu og
nokkur þeirra tóku það sérstak-
lega fram að foreldrar þeirra
væru giftir, líkt og það væri ekki
lengur eðlilegt ástand.“
Þeim sem líður illa fer
fjölgandi
Inga Mjöll segir að miðju-
hópurinn, börn sem hafa það
bærilegt, fari minnkandi ár frá
ári. Hópurinn sem hafi það
mjög gott og vel sé haldið utan
um að öllu leyti standi í stað en
fjölgunin sé í hópi þeirra sem
líður illa. „Sá hópur er orðinn
sorglega stór,“ segir hún.
Ingi Viðar bendir á að merkja
megi ýmsar breytingar sem hafi
orðið á undanförnum fjórum til
fimm árum þegar grannt er
skoðað, meðal annars óvirðingu
gagnvart skólareglum um mæt-
ingu: „Margir krakkar hafa það
viðhorf að ekki skipti máli
hvort þeir mæta í tíma eða ekki,
og það þrátt fyrir punktakerfi.
Þetta er ný reynsla. Þeir eru á
ganginum þegar bjallan hringir
og leyna því ekki að þeir eru að
skrópa. Gangaverðir eru fáir og
anna ekki eftirfylgni hvað þetta
varðar. Þetta virðingarleysi
gagnvart skipulögðu starfi hefur
komið fram á allra síðustu
árum.“
Að sögn Ingu Mjallar er æ al-
gengara að kennurum sé svarað
með skætingi og úrræði kenn-
ara í stórum bekkjardeildum
séu fá: „Í fyrra vorum við með
opna bekkjardeild hér í skólan-
um og þangað var hægt að vísa
nemendum sem voru með ólæti
í bekkjarstofunni. Sökum þessa
úrræðis leið öllum betur, vinnu-
friður skapaðist hjá bekknum
og þeim sem létu illa leið líka
betur eftir en áður því að opna
deildin var fámennari og betri
aðstæður til að sinna þeim.“
Ingi Viðar bætir við að það sé
skelfilegt en satt að einungis
þurfi einn nemanda til að eyði-
leggja bekkjarstarfið: „Réttur
þeirra sem eru í skólanum til að
læra er stöðugt fyrir borð bor-
inn. Kerfið er þunglamalegt og
virkar allt of seint. Bekkjar-
deildir eru of stórar, hér í skól-
anum eru allt upp í 30 manna
bekkir og lausnir á borð við að
flytja fólk til í sætum eru erfiðar
í framkvæmd og hafa takmörk-
uð áhrif. Að hafa einungis 20
manns í bekk væri draumastaða
miðað við það sem við erum að
berjast við. Í handbók Kennara-
sambandsins er ekki einu sinni
gert ráð fyrir svona mörgum,
þar eru kladdar fyrir 28 manna
bekki og svo þarf maður sjálfur
að bæta hinum neðan við.“
Agi með aðstoð foreldra
Inga Mjöll útskýrir að í
Hagaskóla sé kerfi um hvernig
tekið skuli á agabrotum en þau
eru öll skráð í svokallaða
vammabók. Á heimasíðu Haga-
skóla er að finna eftirfarandi
texta sem skýrir vel þetta kerfi:
Í Hagaskóla er kennara
heimilt að víkja nemanda úr
kennslustund ef hann hefur
valdið verulegri truflun og
ekki látið skipast við áminn-
ingu. Nemanda skal þá jafnan
vísað á ákveðinn stað í skól-
anum, svo sem skrifstofu
skólastjóra eða aðstoðar-
skólastjóra, skrifstofu skólans
eða kennarastofu eftir að-
stæðum. Skal kennari jafnan
ræða málið einslega við nem-
anda og jafnframt hafa sam-
band við forráðamenn hans.
Kennari ræðir mál einstakra
nemenda við umsjónarkenn-
ara / skólastjóra ef ástæða
þykir til og leitast þeir við að
ljúka málinu.
Valdi nemandi verulegum
vandræðum í skólanum með
hegðun sinni ber umsjónar-
kennara að leita orsaka og
reyna að ráða bót á m.a. með
viðtölum við nemanda og for-
ráðamenn hans. Ef sú við-
leitni ber ekki árangur skal
umsjónarkennari vísa málinu
til skólastjóra / nemenda-
verndarráðs.
Því miður er það staðreynd
að sumir nemendur eiga erfitt
með hegðun sína og halda á-
fram að valda öðrum ónæði
og óþægindum í kennslu-
stundum og frímínútum þrátt
fyrir ítrekuð tilmæli starfsfólks
skólans. Eitt þeirra úrræða
sem gripið hefur verið til er
að fara fram á það við for-
ráðamenn að þeir komi með
barni sínu í skólann og gæti
þess í kennslustundum og
utan þeirra. Hefur þetta gefið
góða raun og verður notað í
enn meiri mæli ef ástæða
verður til í von um stórbætta
framkomu nemenda. Stjórn-
endur Hagaskóla vænta þess
því að nemendur og forráða-
menn búi sig undir að vera
saman í skólanum ef þess
gerist þörf.
Viðvera foreldra hefur verið
reynd með góðum árangri, með-
al annars í bekkjardeild þar sem
óvenju margir nemendur ollu
endurteknum truflunum. For-
eldrar hafa komið og setið í tím-
um og viðbrögð þeirra við þess-
ari málaleitan skólans voru und-
antekningalaust mjög jákvæð.
Vandinn undir yfirborðinu
„Það eru gömul sannindi og ný
að þeir sem kalla hæst fá iðulega
mest. Aðrir verða útundan,“ segir
Ingi Viðar. „Krakkar eru eirðar-
lausir og það er óhemjugangur í
þeim, þetta er bara staðreynd.
Þeim er gjarnt að grípa fram í og
þeir hafa ekki þolinmæði til að
bíða. Ef ég er að útskýra eitthvað
á glæru og er efst í textanum eða
dæminu heimta þau sem eru
komin lengra að ég útskýri það
sem er neðst. Þetta er vandamál
sem við rekumst oft á.“
Inga Mjöll segir að krakkar
heimti ekki bara, þeir reiðist líka
um leið ef þeir fá ekki aðstoð
strax: „En svo þarf ekki nema eitt
fallegt atvik og maður gleymir
um leið öllu streðinu í starfinu.“
Ingi Viðar tekur undir þetta.
„Það er eitthvað innbyggt varn-
arforrit í mann, maður man bara
góðu stundirnar.“
„Langstærsti hluti nemenda er
til fyrirmyndar,“ segir Inga Mjöll,
„það má ekki gleymast.“
„Þess vegna er svo grátlegt að
þurfa sí og æ að sýna á sér
skammahliðina,“ segir Ingi Við-
ar. „Sumir nemenda eru við-
kvæmir og slíkt fer illa í þá, þeim
líður ekki vel að sitja undir
skömmum þótt þeim sé ekki
beint að þeim sérstaklega. Þeir
saklausu eru hins vegar stundum
dæmdir til að sitja undir
skammalestri og það er ekki gott.
Meðal annars þess vegna er svo
æskilegt að hafa möguleika á því
að geta fjarlægt tímabundið þá
sem trufla.“
Þau Inga Mjöll og Ingi Viðar
segja að lokum að þessi vandamál
séu of mikið undir yfirborðinu.
Kennarar láti bjóða sér of mikið,
til að mynda kennslu í allt of
stórum bekkjardeildum, og því
komi vandinn ekki upp á yfir-
borðið.
keg
Skólavarðan janúar 2001
Inga Mjöll Harðardóttir og Ingi Viðar Árnason
9
Óróle ik i í skó lastofunni