Skólavarðan - 01.01.2001, Blaðsíða 11
„Árið 1974 kynntist ég trúnað-
armannakerfi norskra grunn-
skólakennara, sem er mjög gott,“
segir Valgeir Gestsson, skrif-
stofustjóri Kennarasambandsins,
um upphaf trúnaðar-
mannakerfis kennara hér-
lendis. „Í Noregi var þá
mikið talað um atvinnulýð-
ræði og þátttöku launamanna í
félagsmálum sínum og eins í
stjórnun stofnana og fyrirtækja.
Trúnaðarmannakerfin eru svo
grein af þessum meiði. Í fram-
haldinu lagði ég til í stjórn Sam-
bands íslenskra barnakennara að
hliðstæðu kerfi yrði komið á hér
en staða og störf stéttarfélaga op-
inberra starfsmanna voru mjög
til umræðu á þeim tíma. Fyrsta
verkefnið sem við gengum í, árið
1975, var að semja trúnaðar-
mannabók. Skref fyrir skref fór-
um við svo í það að koma á trún-
aðarmannakerfi og héldum trún-
aðarmannanámskeið sem var ný-
mæli. Upphafið var mjög erfitt
að því leyti að vinnustaðirnir
höfðu ekki mikinn áhuga á þessu
og það tók um tíu ár að koma
kerfinu á. Það er enn stundum
erfitt að fá fólk í þetta enda ó-
launað starf og erfitt, ekki síst í
fámennu skólunum sem eru
mjög persónulegir.“
Valgeir segir að fyrst hafi reynt
á kerfið í verkfalli opinberra
starfsmanna 1977 en það var svo
við stofnun Kennarasambandsins
hins eldra, 1980, sem staða trún-
aðarmanna var tryggð í lögum
þess. Í verkfalli BSRB 1984 kom í
ljós að trúnaðarmannakerfi kenn-
ara var það langbesta á landsvísu,
enda mikið notað. „Pósturinn
stoppaði, miðlun ljósvakans ras-
kaðist og tölvusamskipti voru
ekki komin. Frétta- og upplýs-
inganet BSRB treysti á trúnaðar-
mannakerfið okkar til að miðla
því sem miðla þurfti.“
Að sögn Valgeirs þykir trún-
aðarmannakerfið nú sjálfsagt og
gengið út frá því sem vísu. „Þeg-
ar margt er í gangi, eins og um
þessar mundir, treysta félögin á
þetta samband út á vinnustaðina
og nota það mjög mikið. Mis-
munandi er milli skóla hvernig
staðið er að kjöri trúnaðar-
manna,“ segir Valgeir, „sumir
skipta þessu á milli sín og endur-
nýja á tveggja ára fresti en á öðr-
um stöðum sitja trúnaðarmenn
árum saman og öðlast mikla
reynslu.“
Íslenska trúnaðarmannakerfið
þykir til fyrirmyndar og á árun-
um 1985-1990 var Norræna
kennarasambandið, NSL, með
átaksverkefni í Nígeríu sem gekk
út á að styrkja kennarafélögin
þar. „Meðal annars þurfti að
koma á trúnaðarmannakerfi. Þá
fór ég utan í mánuð til að halda
námskeið ásamt sænskum félaga
mínum. Ástæða þess að ég var
fenginn í þetta var einvörðungu
góð uppbygging á og reynsla af
kerfinu hérna heima,“ segir Val-
geir. „Þetta átak styrkti nígeríska
kennara mjög en auðvitað eru
launþegasamtök þar í landi ekki
sterk vegna langrar einræðis-
stjórnar og að auki er öll menn-
ing og viðmið gerólík okkar og
ekki auðvelt að flytja venjur og
siði á milli. En þetta var mikil-
vægt fyrir þá,“ segir Valgeir að
lokum.
keg
Skólavarðan janúar 2001
Trúnaðarmenn
13
Leiklist er mannbætandi. Um þetta hef ég lengi verið sannfærð.
Líkaminn, röddin, tjáning tilfinninga, félagsleg tengsl, siðferði - allt
eru þetta þættir sem leikræn tjáning eflir og örvar. Þátttaka í leiklist
styrkir sjálfsmynd og sjálfstraust.
Því gladdi það mig mjög þegar námskrá í leikrænni tjáningu fyrir
grunnskóla var gefin út fyrir nær tveimur árum. Loksins yrði farið að
beita aðferðum leiklistarinnar markvisst í íslenska skólakerfinu. Loks-
ins yrði leiklist, líkt og tónlist og myndlist, sjálfsagður hluti af skóla-
starfinu. Eða hvað?
Þverfagleg og án námsefnis
Námskráin er við fyrstu sýn að mörgu leyti vel útfærð og býður
upp á fjölbreytta möguleika. Því miður er leikrænni tjáningu hins
vegar ekki ætlaður ákveðinn tími á viðmiðunarskrá grunnskóla.
Greinin er skilgreind sem þverfagleg og þar með er skólastjórnend-
um í raun í sjálfsvald sett hversu mikil eða lítil áhersla er lögð á leikræna tjáningu í þeirra skóla.
Öllu verra er að vegna þessa hefur greinin engan forgang hvað varðar útgáfu námsefnis og nám-
skeiðahald fyrir kennara.
Mér þykir þó súrt í broti ef málinu er ekki fylgt eftir af sama myndarskap og lagt var upp með.
Einmitt vegna þess greinin er þverfagleg þarf að sjá kennurum fyrir verklegum námskeiðum og
ítarlegum leiðbeiningum til að þeir geti fléttað leikræna tjáningu inn í sitt daglega starf.
Í námskránni eru til dæmis ítrekað notuð stikkorð eins og spuni, kyrrmyndir og látbragðsleikur.
Þótt ég búist við að flestir kennarar viti hvað þessi orð þýða sem slík er ekki þar með sagt að við-
komandi kunni að beita aðferðunum. Spunaæfingar geta til dæmis verið frábær leið til að varpa
ljósi á og leysa ýmis samskiptavandamál en þá er alls ekki sama hvað er lagt upp með.
Staðreyndin er sú að fæstir kennarar á Íslandi hafa þann grunn sem þeir þurfa til að geta beitt
þessum aðferðum af öryggi. Hér er lítil hefð fyrir notkun leikrænnar tjáningar sem aðferðar við
kennslu, enda ekki kennd í KHÍ nema sem valáfangi. Hvernig stendur á því?
Leikhús og skóli
Þótt leiklist, eins og hún er stunduð í atvinnuleikhúsi, sé annar handleggur en leikræn tjáning
sem kennsluaðferð í skólum er grunnurinn sá sami. Listgreinin sem slík og hagnýtt gildi hennar
verða ekki aðskilin. Margir þeirra sem starfa í íslensku leikhúsi hafa háskólamenntun á sínu sviði
og ég er sannfærð um að þekking þeirra gæti nýst beint í því þróunarstarfi sem hlýtur að fylgja í
kjölfar nýju námskrárinnar. Þó veit ég ekki til þess að hérlendis hafi hingað til verið nokkurt upp-
lýsingaflæði milli skóla og leikhúsheimsins um þessi mál.
Ég geri að tillögu minni að komið verði á samráðshópi leikhúslistamanna, kennara og stjórn-
enda í menntakerfinu um leikræna tjáningu í skólum. Ég er ekki í vafa um að slíkt samstarf myndi
nýtast öllum aðilum og verða til þess að flýta fyrir útgáfu námsefnis og námskeiðahaldi fyrir
kennara.
Í valfrelsi nútímasamfélags er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að missa ekki sjónar á sjálfum
sér og eigin gildum. Því segi ég: Því fyrr sem leikræn tjáning verður sjálfsagður hluti af skóla-
starfinu og fær sitt pláss á viðmiðunarskrá grunnskóla - því betra.
Ahugaverð vefslóð: http://www.kentaylor.co.uk/
Vigdís Jakobsdóttir.
Höfundur er
leiklistarfræðingur og leikstjóri.
Leikræn tjáning í grunnskólum
Gestaskr i f
„Þegar margt er í gangi treysta
félögin á þetta samband út á
vinnustaðina og nota það mjög
mikið,“ segir Valgeir Gestsson um
trunaðarmannakerfið