Skólavarðan - 01.01.2001, Side 13

Skólavarðan - 01.01.2001, Side 13
líta á það sem nokkurs konar námsmat. Megináhersla kennslunnar er á söng, takt og hrynþjálfun, samspil og rythmik/dans. Auk þess læra nemendur að fara með rafhljóðfæri, hljóðnema og magnarakerfi. Í Sabro var þar að auki blómlegt leiklistarlíf innan skólans sem tónlist flétt- ast verulega saman við. Skólinn setur upp nokkra söngleiki á ári, síðastliðið ár m.a. Grease, og nú var unnið af kappi að dönskum söngleik sem heitir Bölle Bob. Í Sabro var nótna- lestur ekki kenndur sérstaklega en í Hinnerup var hann kennd- ur jafnhliða blokkflautuleik. Úrval námsefnis er mjög mikið og allmismunandi hvað kennt var. Eldri kennarar kenndu til dæmis gjarnan danska alþýðusöngva, sambæri- lega við fjárlögin okkar, og gamla danska alþýðudansleiki en yngri kynslóðin valdi heldur nýtískulegri söngva og dansa. Börnin sýndu hvoru tveggja sambærilegan áhuga og nutu þess greinilega að syngja og dansa saman. Suður-amerískir taktar og dansar voru ofarlega á dagskrá hjá yngri kennurum og taktar eins og calypso, cha cha cha og salsa voru mikið leiknir, klappaðir, stappaðir, stignir og sungnir. Brenna út ef þeir kenna of mikið Stefna beggja skólanna er að einungis þeir kenni tónmennt sem hafa lært til þess. Allir tón- menntakennararnir höfðu haft tónmennt sem valgrein í kenn- aranámi sínu og síðan endur- nýjað og haldið þekkingu sinni við með því að sækja námskeið. Í báðum skólunum var sú stefna að tónmenntakennarar skyldu einnig vera bekkjarkennarar, ekki endilega í þeim bekkjum sem þeir kenndu tónmennt. Það var samdóma álit þeirra níu tónmenntakennara sem ég ræddi við að tónmennt mætti ekki vera meira en u.þ.b. þriðj- ungur af kennsluskyldu þeirra þar sem tónmenntakennsla væri svo krefjandi og útheimti svo mikla og stöðuga einbeitingu, bæði andlega og líkamlega, að enginn héldi meira út til lengd- ar. Því væri veruleg hætta á að tónmenntakennarar brynnu út, kenndu þeir of mikla tónmennt. Hafi nemendur vilja til að nema meiri tónlist en grunn- skólinn getur boðið þeim verða þeir að kaupa tíma í einkaskól- um eða einkatímum. Þó býður frístundaskólinn (ungdoms- skolen) í Sabro, sem er rekinn af nokkrum nágrannabæjarfé- lögum í Árósasýslu, upp á leik- list þar sem tónlist er einnig verulegur þáttur. Þar leiðbeina starfandi tónlistarmenn í sam- starfi við tónmenntakennara þeim nemendum sem taka þátt í söng og hljóðfæraleik í leiksýn- ingunum. Þetta starf stendur öllum unglingum á aldrinum 13 til 18 ára til boða ókeypis og nýta margir sér það. Mér var þessi ferð afskaplega innihaldsrík. Móttökur í skólun- um báðum voru mjög góðar og ég fékk að fara um skólana alla og kynna mér aðbúnað þeirra. Virtist mér sem almennt væri allmiklu betur búið að því starfi sem fram fer í skólunum en víða hér á landi. Aftur á móti var enginn íburður í skólabygging- um, þær voru einungis snyrtileg skel um það starf sem fram fer innan dyra. Listskreytingar inn- an skólanna voru allar unnar af nemendum og vel vandað til umbúnaðar þeirra sem endast skyldu lengur en árið. Ég þakka öllum þeim er lögðu mér lið við undirbúning og framkvæmd ferðarinnar. Höfundur er Sunnlendingur, fæddur 1949, lauk kennara- prófi 1969 og prófi í sér- kennslu 1971. Hann hefur kennt alla tíð síðan, fyrst við Gagnfræðaskólann á Hellu (yfirkennari þar 1971-72), síð- an við Heyrnleysingjaskólann 1972-78 og loks við Kirkjubæj- arskóla á Síðu frá 1978, en þar hefur hann m.a. kennt tónmennt síðustu fimmtán ár. Skólavarðan janúar 2001 Tónmennt í tve im dönskum grunnskólum 15 Námslaun Rétt til námslauna hafa fullgildir félagar í FT og FÍH sem greitt er fyrir í sjóðinn. Sjóðsstjórn er heimilt að veita náms- laun í allt að tólf mánuði. Skilyrði fyrir umsókn er: Að umsækjandi hafi starfað í tíu ár við tónlistarkennslu. Að umsækjandi hafi ekki fengið full námslaun úr starfs- menntunarsjóði FT og FÍH síðastliðin tíu ár. Að nám sé endurmenntun, viðbótarmenntun eða framhalds- menntun og nýtist umsækjanda að námi loknu. Umsóknarfrestur um námslaun er til 15. febrúar ár hvert. Sjá nánar um Starfsmenntunarsjóð á heimasíðu Kennara- sambandsins. Starfsmenntunarsjóður tónlistarskólakennara

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.