Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 2

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 2
Þetta blað sem þú hefur nú í höndum lesandi góður er fyrsta tölublað Skólavörðunnar eftir að stétt leikskólakennara hefur gengið til liðs við kennara og skólastjórnendur grunn-, framhalds- og tónlistarskóla í Kennarasambandi Íslands. Félag leikskólakennara á nú aðild að sambandinu og eru félögin innan þess þá orðin sjö. Þetta eru vissulega tímamót sem ber að fagna. Að þeir hópar sem hér um ræðir séu saman í samtökum sem þessum á sér varla hliðstæðu annars staðar enda hefur sameiningin vakið mikla athygli á norrænum vettvangi. Staðsetning Félags leikskólakennara hefur ver- ið með ýmsum hætti frá því að það var stofnað 1950 af 22 leikskólakennurum, þeim sem þá höfðu lokið námi. Í þá daga var félagið innan raða ASÍ og samdi við Barnavinafélagið Sumar- gjöf sem rak leikskólana sem þá voru starfræktir. Strax á fyrstu árum stéttarfélagsins kom fram sú skoðun að þessi hópur væri sambærilegur öðr- um kennurum og var það m.a. notað í kjarabar- áttunni strax á fyrsta samningafundi félagsins. Ið- unn Gísladóttir sem sat í fyrstu stjórn lýsir þeim fundi á skemmtilegan hátt þrjátíu árum síðar: „Nú - á þessum fundi mættum við svo algjöru skilningsleysi á kröfum okkar að okkur rak í rogastans. M.a. fengum við framan í okkur að það væri makalaus ósvífni af þessari nýju stétt að gera kröfur um kaup og kjör. Og þegar við vog- uðum okkur að bera okkur saman við kennara og hjúkrunarkonur þá gengum við alveg fram af viðsemjendum okkar. Við fengum að heyra að það góða fólk sem barist hafði fyrir stofnun Uppeldisskóla Sumargjafar hefði aldrei trúað því að námsmeyjar ættu eftir að haga sér svona ósvíf- ið. Í blómstruðum kjólum.“ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, virð- ing og skilningur eru öll önnur þótt enn sé vissu- lega á brattann að sækja þegar verðmæti starfa er metið og á það við um fleiri hópa en leikskóla- kennara. Sú skoðun að þessi stétt eigi samleið með öðr- um kennurum hefur komið fram í umræðum um starfsheiti hennar allt frá upphafi. Þær hafa alltaf tengst hugsjóninni um samsömun með kennur- um á einn eða annan hátt. Strax komu fram til- lögur eins og forskólakennari og leikskólakenn- ari en þó liðu rúm fjörutíu ár þar til starfsheitið leikskólakennari var tekið upp 1994. Aðild leikskólakennara að Kennarasambandi Íslands nú á sér nokkurn aðdraganda. Til gam- ans má geta þess að 1977 sótti félagið um aðild að viðræðum um stofnun Kennarasambands Ís- lands en var þá hafnað vegna mótmæla Sam- bands íslenskra barnakennara. Er félagið sótti um aðild að „nýju“ Kennarasambandi Íslands 1999 voru viðbrögð á annan veg. Sameiginleg nefnd var sett á laggirnar til að undirbúa hugsan- lega aðild sem nú er orðin. Allt er breytingum háð. Viðhorf breytast í ár- anna rás og aðstæður í samfélaginu hafa áhrif á skoðanir manna. Nú finnst flestum eðlilegt að leikskólakennarar skipi sér í sveit með öðrum kennurum. Talað er um samfellda skólagöngu allt frá leikskóla til háskóla og litið á leikskólann sem mikilvægan hlekk í þeirri keðju. Menntun leik- og grunnskólakennara fer nú fram í sömu stofnunum og er sambærileg. Vinnuveitandi er sá sami og síðustu ár hafa þessir hópar fundið æ fleiri sameiginlega snertifleti sem kalla á nánara samstarf. Já, nú erum við saman í liði. Um það gildir, eins og öll önnur lið, að liðsheildin skiptir öllu máli um hvernig tekst að mynda öflugan samstiga hóp sem vinnur að þróun skólamála og bættum kjör- um kennara á Íslandi. Það er skoðun leikskóla- kennara að með því að sameinast öðrum kennur- um og vera í samfélagi með þeim, bæði um fag og kjör, styrkist heildin og um leið sjálfstæði og sér- einkenni hvers skólastigs/hóps fyrir sig. Ég vænti þess að Kennarasamband Íslands verði enn sterkara afl við þann liðsauka sem leik- skólakennarar eru, við munum leggja okkar af mörkum til að svo megi verða. Ég óska sambandinu og félagsmönnum þess allra heilla í framtíðinni. Björg Bjarnadóttir Formannspist i l l Saman í liði 3

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.