Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 8
Dagskrá Skólamálaþings var birt í síðasta tölublaði Skólavörðunnar auk þess sem hana er að finna á heimasíðu Kennarasam- bandsins. Jafnframt voru send út vegg- spjöld með dagskránni. Ræðu menntamálaráðherra er að finna í heild sinni á heimasíðu ráðuneytisins en í henni fjallaði hann um upplýsingatækni og rafrænt menntakerfi, dreifskóla, einkavæð- ingu og árangursstjórnun auk annars. Mikill spenningur ríkti fyrir erindi dr. Hargreaves, sem er heimskunnur mennta- frömuður og meðal annars höfundur hinn- ar þekktu bókar Changing Teachers - Changing Times. Hargreaves fjallaði í fyr- irlestri sínum um tengslin milli kennslu og breytinga á menntun og lagði þar þunga áherslu á mikilvægi samvinnu innan hvers skólasamfélags, sérstaklega í kennarahópn- um en einnig að skólinn starfaði í nánu sambandi við ytra samfélag. Helstu breyt- ingar í skólaumhverfinu sagði Hargreaves meðal annars vera þær að námskrár yrðu sífellt staðlaðri en stjórnun dreifðari, aukin áhersla væri lögð á læsi, tengsl skóla og for- eldra ykjust, skil milli einka og opinbera geirans minnkuðu og tölvuvæðing með meðfylgjandi afleiðingum yxi. Hvert er vandamálið sem þetta leysir? „Í þessu umhverfi breytinga er mikilvægt að missa ekki sjónar á á því sem skiptir máli,“ sagði Hargreaves, „aðalatriðið er ekki hvort hlutirnir eru góðir eða slæmir - ákvarðanir verða teknar hvað sem kennur- um finnst um þær - heldur hvernig skóla- samfélagið vinnur úr þeim út frá eigin gild- um.“ Hann tók dæmi af einkavæðingu og sagði lykilatriði að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvert er vandamálið sem einkavæðing er hugsanlega lausnin á? Al- menningur virðist frekar hlynntur einka- væðingu, af hverju? Að mati Hargreaves þurfa skólamenn að hafa áhrif á breytingar á skólakerfinu í takt við það sem almenn- ingur er að hugsa til þess að auka almennan skilning á mikilvægi þess sem kennarar fást við, ella er sú hætta fyrir hendi að kennarar dagi uppi sem einhvers konar tréhestar. Gagnrýninn á skyndilausnir Hargreaves gagnrýndi þann farveg sem umræða um einkavæðingu og rafrænt menntakerfi hefur farið í, hún væri yfir- borðskennd og tæki einungis á ytri þáttum. „Það hættulegasta varðandi breytingar er löngunin í skyndilausnir og skólamenn mega ekki hoppa á þann vagn með yfir- völdum. Með því að kennarar í hverjum skóla taki sér góðan tíma til að ræða málin, til dæmis þegar stöðluðum prófum er kom- ið á, er ávallt hægt að finna dýpri og mikil- vægari mál fyrir viðkomandi skóla sem hann getur unnið að samhliða,“ sagði Hargreaves. „Skólar sem leggja raunveru- lega áherslu á samvinnu búa yfir innri styrk sem gerir þeim kleift að standa gegn breyt- ingum sem eru siðlausar og vondar, þeir geta fundið eigin leiðir og unnið eftir því sem hentar þeim.“ Hann sagði jafnframt að aðalatriðið væri hvernig breytingar nýttust, ekki hverjar þær væru. Eftirleikur þekkingarsamfélagsins Hargreaves renndi sér þessu næst fót- skriðu í gegnum fjögur söguleg stig fag- mennskunnar sem hann hefur auðkennt. Það síðasta kallar hann einfaldlega fjórða stig fagmennsku, það stig sem er í deigl- unni. Meðal einkenna þessa stigs er vax- andi skilningur á því að við þörfnumst hvert annars, plásturinn á yfirborðs- mennsku þekkingarsamfélagsins er sam- hjálp og samvinna. Sú hugmynd skýtur rót- um að góður kennari sé líkur góðum lækni: Það er hægt að treysta þekkingu hans, hann hlustar og spyr, og þegar hann veit ekki svarið viðurkennir hann það. Hann heldur áfram að hlusta þegar skjólstæðing- ur ögrar honum og andmælir, í jöfnunni kennari - foreldri vegna þess að foreldri býr yfir vitneskju um barn sitt sem kennar- inn hefur ekki. Gagnrýni foreldra, segir Hargreaves, gæti verið rétt eða hún gæti endurspeglað vanlíðan foreldris sem finnst það hafa misst tökin á uppeldinu. Góður kennari stekkur ekki í vörn, hann segir sög- ur af eigin mistökum sem uppalandi til þess að mynda tengsl við foreldrana. Þetta leiðir til aukins skilnings og stuðnings foreldra við starf kennarans. „Kennsla er ekkert ein- falt mál. Kennarinn sem einráður kóngur eða drottning í ríki sínu er liðin tíð. Foreldrar geta orðið sterkustu stuðnings- menn sem kennari mun nokkurn tímann eignast,“ sagði Hargreaves að lokum. keg Skólamálaþing „Af kynnum mínum við kennara á undanförnum árum er mér ljóst, að þeim er mikið í mun, að starf þeirra einkennist af sem mestum metnaði og þar með fagmennsku,“ sagði Björn Bjarnason meðal annars í ræðu sinni á Skólamálaþingi í Reykjavík þann 8. september sl. Þingið var gíf- urlega vel sótt og líklega hefur Rúg- brauðsgerðin sjaldan verið jafnþétt- setin og þennan dag. Í dagslok kváðu skólamenn upp úr einum rómi að mjög vel hefði tekist til og fólki þótti sem það hefði fengið vítamínsprautu og mikið veganesti með sér heim aft- ur í skólana. Seinna Skólamálaþing verður haldið á Akureyri 29. september og er yfir- skrift þinganna beggja „Fagmennska kennara og einkavæðing skóla“: Að- alfyrirlesari á þinginu í Reykjavík var Andy Hargreaves og er erindi hans gerð nokkur skil í þessari grein. Ítar- legar verður fjallað um bæði þingin í næsta tölublaði Skólavörðunnar. Að- alfyrirlesari á þinginu á Akureyri verð- ur Christopher Day, sem er víðkunnur skólamaður og mikill fengur að komu hans sem og Dr. Hargreaves. Skólamálaþing 2001 Fagmennska kennara og einkavæðing skóla 9 „Skólar sem leggja raunverulega áherslu á sam- vinnu hafa yfir að búa innri styrk sem gerir þeim kleift að standa gegn breytingum sem eru sið- lausar og vondar,“ segir Andy Hargreaves.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.