Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 9
Vorið 2000 voru útskrifaðir átján nemend- ur úr námi í faghandleiðslu og handleiðslu- tækni hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Þeir starfa á níu ólíkum sviðum. Í hópnum voru námsráðgjafi og kennari. Eftir útskrift stofnuðu þessir átján einstaklingar Handleiðslufélag Íslands sem telur nú þrjá tugi félagsmanna. Í þessari grein er ætlunin að kynna handleiðslu í nokkrum orðum. Hvað er handleiðsla? Í fáum orðum má segja að handleiðsla sé aðferð sem hjálpar einstaklingi, einum eða í hópi, til þess að þroskast í starfi. Handleiðslu- ferlið er samstarf handleiðara og starfsmanns sem þiggur handleiðslu. Þessir aðilar gera með sér samning sem felur m.a. í sér að þeir hittast á ákveðnum stað, á ákveðnum tíma yfir ákveðið tímabil. Samningurinn er rammi utan um handleiðsluferlið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að starfsmaður óskar eftir handleiðslu. Spurn- ingar eins og: Er ég á réttri hillu í lífinu? Hvernig á ég að geta unnið með þessu fólki? Hvernig fæ ég foreldra Maríu til þess að skilja hvað henni er fyrir bestu? Af hverju gat ég engu svarað þegar aðstoðar- skólastjórinn sagði að nemendur hefðu kvartað yfir mér? Eru hæfileikar mínir nýttir til fulls? Ætti ég að taka starfinu sem mér var boðið? Af hverju er ég svona stutt- ur í spuna við alla? Hvernig er hægt að reka skóla í þessari þröngu fjárhagsstöðu? Svona spurningar og það sem kallað er vandamál beinir starfsmönnum skóla oft í handleiðslu en ekki síður sú ósk að ná betri tökum á starfi sínu og samskiptum á vinnu- stað. Ef vel tekst til leiðir handleiðsluferlið til aukins þroska og hugarfarsbreytingar sem felur í sér endurmat á gildum og viðhorf- um og krefst því tíma og skuldbindingar. Markmið Markmið með handleiðslu geta verið margskonar og fara eftir því sem sá fag- maður sem þiggur handleiðslu stefnir að. Handleiðsla er hnitmiðað ferli með það að heildarmarkmiði að aðstoða fagmanninn við að auka færni sína í starfi, styrkja fag- sjálf sitt, skilja atvinnuumhverfi sitt, við- brögð sín og líðan innan þess. Handleiðsla miðar að því að einstaklingur geti nýtt bet- ur hæfni sína í starfi, honum reynist auð- veldara að beita faglegum aðferðum við lausn vandamála og greina á milli einka- sjálfs og starfs. Stefnt er að því að bæta samskipti innan vinnustaðarins og við aðra vinnustaði. Hvernig er unnið? Til þess að geta þroskast í starfi í flóknu starfsumhverfi nútímamannsins verða starfsmenn, sem og þær stofnanir sem þeir vinna hjá, að hafa hæfni til að laga sig að örum breytingum og vera í stöðugri endur- menntun. Í öllum þroska felast breytingar sem geta í fyrstu verið ógnandi og vakið ótta við það sem koma skal. Í handleiðslu- tímum vinnur fagmaðurinn með starf sitt og líðan á vinnustað og aðra þætti sem tengjast starfinu. Að sjálfsögðu er það sem rætt er í handleiðslutímum trúnaðarmál. Hægt er að velja á milli einstaklings- handleiðslu og hóphandleiðslu. Í einstaklingshandleiðslu er einn starfs- maður með handleiðara og fær óskipta at- hygli hans. Í hóphandleiðslu eru nokkrir starfsmenn og einn eða tveir handleiðarar. Hópurinn kemur sér saman um vinnulag og vinnu- reglur. Í honum geta verið samstarfsaðilar eða fólk sem er áður ókunnugt hvert öðru. Að lokum Allir starfsmenn, hvort sem þeir eru yfir- menn, millistjórnendur eða undirmenn, geta haft mikið gagn af handleiðslu. Í ná- grannalöndum okkar færist sífellt í vöxt að yfirmenn séu í handleiðslu og sjái til þess að starfsmenn þeirra séu það líka. Á miklum umbrotatímum í þjóðfélaginu er ætlast til þess að starfsmenn skóla sinni hlutverki sínu og komi börnum og ung- lingum til manns og mennta án þess að láta nokkurn bilbug á sér finna. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það álag sem skapast hjá einstaklingum sem vinna við slíkar aðstæður. Það þekkja allir sem í skóla vinna eða hafa unnið. Handleiðsla starfs- manna er leið til þess að styrkja einstak- linga í starfi og hindra kulnun. Jórunn Sörensen kennari og handleiðari Toby S. Herman fjölskyldu,- náms- og starfsráðgjafi og handleiðari Handle iðs la Handleiðsla starfsmanna er frekar ný hér á landi og hefur til þessa nánast eingöngu verið fyrir þá starfsmenn sem vinna á heilbrigðissviði og innan félagsþjónustu. Stjórnendur annarra stofnana og fyrirtækja gera sér þó í vaxandi mæli grein fyrir nytsemi hennar. Handleiðsla fyrir starfsmenn skóla 11 Er ég á réttri hillu í lífinu? Hvernig á ég að geta unnið með þessu fólki? Hvernig fæ ég foreldra Maríu til þess að skilja hvað henni er fyrir bestu? Af hverju gat ég engu svarað þegar aðstoðarskóla- stjórinn sagði að nemendur hefðu kvartað yfir mér? Eru hæfileikar mínir nýttir til fulls? Ætti ég að taka starfinu sem mér var boðið? Af hverju er ég svona stuttur í spuna við alla? Hvernig er hægt að reka skóla í þessari þröngu fjárhagsstöðu? „Handleiðsla er aðferð sem hjálpar einstaklingi til þess að þroskast í starfi,“ segja þær Toby S. Herman og Jórunn Sörensen.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.