Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 20
Hugarf lugsfundur 22 1. Leggja niður núverandi bekkjarkerfi og taka upp aldursblandaða hópa. 2. Kennarar eiga í auknum mæli að fá að kenna á þeim sviðum þar sem þeir eru sterkastir. 3. Veita fjármagni í þróunarskóla sem gera tilraunir með ólíkar gerðir skólaskipulags. 4. Efla námsvitund nemenda - þeir þurfa að læra að læra - þetta verði markvisst fléttað inn í allt nám. 5. Styrkja kennaramenntun, sér- staklega fjarnám. 6. Pakka niður stöðluðum vinnubókum og fá nemendur til þess að vinna meira að eigin frumkvæði og skilningi. 7. Hugtakið læsi er aðeins bundið við prentmiðla um þessar mundir - það þarf að víkka út og ná til allra miðla sem fólk notar. 8. Vinna markvisst að því að koma endurmenntun inn í sjálfa skólana, til að það sé hægt þurfa skólarnir að fá fjármagn. 9. Hjálpa nemendum að mynda sér skoðanir og rökræða - kenna rökræðu. 10. Stofna skóla sem byggist á hug- myndum kennara um hvað er góður skóli en ekki ákveða það fyrirfram. 11. Setja af stað herferð í því skyni að fræða foreldra um markmið og eðli menntunar. 12. Kennaramenntastofnanir, mennta- málaráðuneyti og fjármálaráðuneyti myndi samstarfshóp um þrjá til fjóra tilraunaskóla á Íslandi. 13. Hugsa þarf kennaramenntun upp á nýtt og byggja hana á starfsreynslu. 14. Stórefla samstarf kennaramennta- stofnana og grunnskóla. 15. Virkja þriðja aflið (grenndarsamfé- lagið, atvinnulífið, kirkjuna, gamla fólkið) í þágu skólanna. 16. Grunnskólar verði vel búin mennta- setur, opin allt árið og þar starfi ekki aðeins kennarar. 17. Stofnaður verði samráðsvettvangur um að bæta líðan nemenda í skólum. 18. Meiri fjárveitingar til skólakerfisins. 19. Draga fram rannsóknir á kennurum og þróun fagvitundar til að varpa ljósi á við hvaða skilyrði skólastarf breytist. 20. Kennaramenntastofnanir og kennarasamtök í samstarfi við foreldra gefi út bók þar sem skil- greind eru þau hugtök og orð sem notuð eru í skólastarfi. Markmiðið með slíkri útgáfu er að auka gagn- kvæman skilning og greiða fyrir samskiptum. 21. Fá tilraunaskóla sem byggjast á þeim grunni sem er að verða til með upplýsingabyltingunni (fjölvíðir textar) - skóla sem byggjast á því að við erum farin úr tvívídd í fjölvídd. 22. Leikskólakennarar verði ráðnir inn í grunnskóla til að vinna í byrjenda- kennslu. 23. Færa ábyrgð af námsmati algerlega yfir á hendur hvers skóla samhliða því að komið verði upp matsstofnun (inspektorati). 24. Styðja betur við kennara í að ígrunda kennslu sína. 25. Styðja kennara við að efla félags þroska og samskiptahæfni nemenda. 26. Sérskólinn verði lengdur og starfi tíu til ellefu mánuði á ári. 27. Gerð verði tilraun í nokkrum skólum með að opna stofur fyrir foreldra, eins konar foreldramiðstöð, þar sem námsefni liggur frammi, foreldraráð kemur saman og námsráðgjafar geta hitt foreldra. 28. Vinna þarf gegn þeirri andúð sem uppeldisstéttir virðast hafa á sér- fræðingum. 29. Endurskoða þarf kennaramenntun og endurmenntun til þess að byggja upp meiri kunnáttu í að vinna viss störf inni í uppeldiskerfinu. 30. Uppeldisstéttir viðurkenni að fleiri geta gert hlutina vel en þær. Kennar- ar þurfa að viðurkenna sérfræði og berjast fyrir aukinni fagkunnáttu. 31. Við verðum að læra af reynslunni, til dæmis þeim þróunarverkefnum sem reynsla er fengin af. 32. Efla listkennslu í skólum - gera þarf miklu meira af því að fá listamenn út í skólana. 33. Koma þarf mun betur til móts við nemendur þar sem þeir standa („hætta að kenna nemendum þ sem kunna þ“). 34. Flytja þarf áherslu frá því að kenna námsgreinar yfir á menntun og upp- eldi - horfa þarf á einstaklinginn og þarfir hans. 35. Vinna þarf gegn daufyflishætti ... efla umræðu um hvernig skóla við viljum ... kennarar verða að læra að kenna á skapandi hátt ... út frá að- stæðum ... með hliðsjón af ólíkum þörfum nemenda. 36. Litla gula hænan verði kölluð aftur til sögunnar ... menn læra af því að gera hlutina sjálfir ... 37. Draga þarf úr áherslu á greiningu og vinna þess í stað heildstætt. 38. Taka þarf til hendi á unglingastiginu ... við verðum að koma með tillögur sem byggjast á því að litið sé á tíma- bilið frá þrettán til átján ára sem sér- staka heild ... verðum að fara að gera eitthvað fyrir þennan aldurshóp svo að nemendur fái í auknum mæli við- fangsefni við hæfi og geti fengist við námið hver með sínum hraða ... auka þarf verklega menntun á þessu ald- ursstigi ... við eigum ekki að gera sömu kröfur til allra. 39. Efla þarf verklega kennslu, sérstak- lega á unglingastigi ... við þurfum að virkja umhverfi og atvinnulíf í þágu skólans. 40. Endurskoða þarf ráðningarferli og hætta að ráða kennara og stjórnend- ur á flokkspólitískum forsendum. 41. Nota þarf hrós mun oftar en gert er ... hrósa kennurum og nemendum ... beina athyglinni að jákvæðum atriðum. 42. Draga þarf fram rannsóknir sem sýna jákvæðar hliðar á skólanum. 43. Stórauka þarf ráðgjöf til skóla um það hvernig unnt er að standa að sjálfsmati. 44. Afnema lögverndunarlögin. 45. Auka áherslu á siðræn gildi og siðferðisþroska. 46. Kalla þarf fólk til ábyrgðar vegna hlutskiptis fósturbarna sem eiga víða undir högg að sækja. 47. Kennslufræðin þarf uppreisn æru ... uppeldis- og kennslufræðin þarf að verða það vopn sem hún hefur verið í gegnum tíðina. 48. Auka virðingu fyrir nemendum. 49. Leita verður allra leiða til að koma í veg fyrir ofuráhrif ómerkilegra myndbanda og tölvuleikja. 50. Foreldrum yngstu barnanna verði gert að koma reglulega með þau á skólasöfnin til að fá lánaðar bækur. 51. Við þurfum að halda með skólanum. 52. Afnema þarf aldursmörk við inntöku í grunnskóla ... fá börnin inn í skól- ana þegar þau eru tilbúin ... sveigj- anleg skólabyrjun og sveigjanleg skólalok. 53. Stórauka þarf áherslu á ritun í íslenskukennslu. 54. Stofna þarf embætti farkennara á Íslandi ... úrvalskennara sem fara á milli skóla. 55. Dustum rykið af prófgráðunum okkar og þekjum veggina í skólunum með þeim! 56. Við verðum að búa nemendur undir nýtt vitundarumhverfi. 57. Stofna þarf málgagn kennara ... efla þarf faglega umræðu ... endurreisa þarf Ný menntamál. 58. Fylla þarf það skarð sem mæður skildu eftir sig þegar þær fóru út af heimilunum. 59. Kennaramenntastofnanir þurfa að taka upp merkið. 60. Efla þarf rannsóknir kennara sjálfra í grunnskólanum. 61. Bekkjarmiðað nám þarf að víkja fyrir einstaklingsmiðuðu og kennarar eiga að mynda teymi um kennsluna. 62. Kennarar við kennaramenntastofn- anir sinni rannsóknaskyldu sinni inni í grunnskólanum. 63. Eflum Námsgagnastofnun. 64. Námsgagnastofnun þarf að byggja útgáfu sína á nýjustu rannsóknanið urstöðum um nám og kennslu. 65. Stórefla þarf samráð þjónustustofn- ana í skólakerfinu ... samráðsþing ... uppeldismálaþing ... 66. Nýta þarf þekkingu kennara á eftir- launum. 67. Hver skóli felli inn í starfsáætlun sína fjármagn til starfsemi foreldra- félags, foreldraráðs, samstarfsfunda kennara, nemenda og foreldra. 68. 26. nóvember verði samráðsdagur skólakerfisins!!! Fimmtíu leiðir (og nokkrar til viðbótar) til að bæta grunnskólann:

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.