Skólavarðan


Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.09.2001, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason Ritstjórn: Ásmundur Örnólfsson, Auður Árný Stefánsdóttir, Eiríkur Jónsson, Helgi E. Helgason, Kristín Elfa Guðnadóttir, Kristín Stefánsdóttir, Magnús Ingvason, María Palmadóttir, Sigurrós Erlingsdóttir Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristinsn@islandia.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson / Penta ehf. Verum viðbúin vandamálum sem upp kunna að koma „Heimurinn er föðurland mitt og góðverk eru mín trúarbrögð,“sagði 18. aldar maðurinn Thomas Paine eitt sinn. Paine var mjög sérstakur maður og framsýnn. Hann reit mikið um mannréttindi og þótt hann væri fæddur í Englandi var hann um tíma þingmaður í Frakklandi, greiddi meðal annars atkvæði sitt gegn aftöku Loðvíks sextánda og vakti með því reiði Ro- bespierre. Óneitanlega koma hugsjónamenn á borð við Thomas Paine og táknmyndir góðmennsku á borð við móður Theresu upp í hugann á tímum eins og nú þegar hatrið virðist um það bil að taka völdin. Viljinn til að trúa því að hægt sé að brjóta hatur á bak aftur er sterkur. „Notum mátt bænar og samfélags til að upplifa dapurleika okkar og sorg, hvetja til vitundar, samhygðar og opna hjörtu okkar... Við viljum ekki ráð- ast á samlanda okkar og brennimerkja þá sem blóra- böggla vegna okkar eigin reiði og vanmáttar. Vinnum saman að því að finna jákvæðar lausnir á þessum erfiðu tímum.“ Eitthvað á þessa leið hljóða skilaboð alþjóðlegra samtaka barna, The Global Children´s Organization, á heimasíðu þeirra. Á Íslandi eru nokkur hundruð menn af arabískum uppruna og/eða múslímar. Félag múslíma á Íslandi er trúfélag sem taldi 164 manns um síðustu áramót. Við höfum þegar fengið fregnir af árásum á þessa samlanda okkar í kjölfar árásarinnar á Banda- ríkin. Hverjir gera slíkt? Vissulega má til sanns vegar færa að það sé óuppalið eða veikt fólk, nema hvort tveggja sé. En við berum öll ábyrgð. Þegar einum blæðir, blæðir okkur öllum. Margir hafa á orði að við séum þumbaraleg og lítt siðmenntuð þjóð. Það kann að vera rétt, það kann að vera rangt. En víst er að við virðumst hálffeimin við að tala um tilfinningar, um kærleika og ást. Við erum líka oft hálffeimin, einhverra hluta vegna, við að taka af skarið og skipta okkur hvert af öðru. Mikill árangur hefur náðst víða í skólum í baráttunni gegn einelti eftir að skóla- fólk gerði sér grein fyrir umfangi þess, fór að þora að horfast í augu við það og bregðast einarðlega við því. Nákvæmlega það sama verðum við að gera andspænis ofbeldi af hvaða toga sem er. En það er ekki nóg að taka hart á kynþáttahatri og árásum tengdum því. Við verðum að fyrirbyggja slíkt sem mest við meg- um. Og við verðum að gera greinarmun á löglegum refsingum fyrir voðaverk og hatursárásum á saklaust fólk, sem oft og tíðum dulbúast sem lögmætar refsingar. Bandarísk samtök sem vinna gegn fordómum í garð Araba (The American-Arab Anti-Discrim- ination Committee) hefur gefið út ábendingar til kennara í tilefni af hryðjuverkunum 11. september. Þær er að finna á slóðinni http://www.adc.org/education/advice.htm Ég hvet kennara til að kynna sér umfjöllunina á þessari síðu, en þar segir meðal annars: „Nemendur af arabískum uppruna og nemendur úr hópi múslíma eru sumir fullir kvíða og óróleika í kjölfar hryðjuverkanna, hræddir við áreitni og finnst þeir vera stimplaðir... Aðrir nemendur eru sumir hverjir viðkvæmir, fullir af réttmætri reiði og leita útrásar fyrir hana... Kennarar þurfa að vera reiðubúnir til að bregðast við vandamálum sem upp kunna að koma... Skólastjórar, skólameistarar og rektorar, forsprakkar stúdentahreyfinga, nemendafélaga o.fl. ættu að koma með yfir- lýsingar opinberlega um að saklaust fólk eigi ekki að gjalda fyrir illvirki annarra. Látum þá sem eru reiðir vita að árásir, áreitni, móðganir og haturstal eru röng viðbrögð við harmleiknum. Hægt er að birta yfirlýsingarnar í fjölmiðlum og sem greinar í skólablöðum, flytja þær á skólafundum og á öðrum uppákomum í samfélaginu.“ Að þessu sinni beinist athyglin að Aröbum. Hverjir verða næst fyrir barðinu á reiði heimsins? Höfnum hatri - fögnum friði. Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Tungumáladagur 26. sept. 5 Evrópskur tungumáladagur, Vika símenntunar og málþing henni tengt. Starfi tónlistarskóla stefnt í hættu 7 Á fundaherferð FT og FÍH hefur komið í ljós mikill samhugur félagsmanna. Þolinmæði tónlistarskólakennara er þrotin og kosið er um boðun verkfalls þessa dagana. Skólamálaþing 2001 9 ber yfirskriftina Fagmennska kennara og einkavæðing skóla. Dr. Andy Hargreaves var aðalfyrirlesari þingsins í Reykjavík en þingið á Akureyri er haldið 29. september. Handleiðsla fyrir starfsmenn skóla 11 eftir Jórunni Sörensen og Toby S. Herman handleiðara. Mín reynsla er að stjórnmálamenn hafi skilning á málefnum grunnskólans 12 segir Hanna Hjartardóttir skólastjóri í viðtali við Helga E. Helgason. Nýbúafræðsla 14 Friðbjörg Ingimarsdóttir segir helstu fréttir af vettvangi nýbúafræðslu í Reykjavík og Hulda Karen Daníelsdóttir segir frá námskeiði um kennslu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Einnig er rætt við þátttakendur á námskeiðinu. Námsvefurinn 18 er nýr og öflugur námsefnisbanki á vefnum. Menn verða að vanda sig til að allt fari ekki í bál og brand 19 Hvernig gengur með framkvæmd kjarasamnings í framhalds- skólum? 50 skólamenn fá 50 mínútur 20 Á fimmtugsafmæli sínu boðaði Ingvar Sigurgeirsson til hugarflugsfundar og hugmyndir flæddu villt og galið. Alþjóðadagur kennara 5. október 24 Vekjum athygli á degi kennara sem víðast í samfélaginu. Öflugt og fjölbreytt félagsstarf 25 í Félagi kennara á eftirlaunum. Fastir liðir Formannspistill 3 Björg Bjarnadóttir skrifar. Gestaskrif 6 Ingólfur V. Gíslason hellir upp á. Fréttir og smáefni 6, 8, 25 Fyrsti karlkyns leikskólakennarinn Dani (6), samið við líkamsrækt- arstöðvar, friðarmínúta í skólum, haustþingum að ljúka, rafræn umsóknareyðublöð fyrir námsorlof (8), frá lagaanefnd KÍ og hlutfallsleg lækkun félagsgjalda (25). Skóladagar 21 Myndasaga Skólavörðunnar. Kjaramál 26, 27 Smáauglýsingar og tilkynningar 29 Skilaboð frá skrifstofu 29 Smiðshöggið 30 Þegar kennari og nemendur ná saman. Ingibjörg Kristleifsdóttir segir starfsgleðina tryggða þegar hópurinn sigrar kennarann sinn.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.