Skólavarðan - 15.10.2002, Side 3
4
Leiðar i
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is
Hönnun: Penta ehf.
Ljósmyndun: Jón Svavarsson
Teikningar: Ingi
Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470
Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf.
Forsíðumynd: Jón Svavarsson / Penta ehf.
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Veit hann ekki hver
vindstaðan er?
Ég fór að velta því fyrir mér um daginn - þegar ég var
að fletta aðalnámskrám hinna ýmsu skólastiga - hvað
hún er lævís og lipur þessi krafa um að komast yfir allt.
Gína við og yfir öllu. Í aðalnámskrám er leynt ef ekki
ljóst gerð sú krafa til kennara að þeir fullkomni nemend-
ur sína. Geri þá að eins konar
sjálfvirknivélum sem geti tileink-
að sér mestalla þekkingu, sem
mannsheilinn hefur yfir að ráða,
á árunum fram að stúdentsprófi
og séu aukinheldur búnir sínæm-
um móttökurum til að tileinka sér
hvaðeina annað sem lífið kann
að kokka upp af þörfum fyrir
óvænta þekkingu og kunnáttu síðarmeir. Í hvelli. Það er
nokkuð ljóst að eigi kennarar að búa til sam-
félagsþegna sem vinna svona hratt og yfirgripsmikið þá
gefst ekki mikið svigrúm til ígrundunar.
Í Morgunblaðsviðtali fyrir nokkrum árum sagði
Sveinn Einarsson sísona:
„Það að hugsa þykir ekki par fínt í íslensku leikhúsi.“
Við skulum leyfa okkur rétt sem snöggvast að setja
orðið „samfélag“ í staðinn fyrir „leikhús“ inn í jöfnu
Sveins og halda áfram að grípa niður í orð hans:
„Það að hugsa ekki þykir aftur á móti smart, enda
hafa titrandi glansmyndir gert myrk og leitandi orð
óþörf, er okkur sagt.“
Matthías Viðar Sæmundsson gerði sér síðar mat úr
þessum orðum Sveins á sinn háðska hátt:
„Hugsun!“ hrópar Matthías upp (í pistli frá 1998 á
heimasíðu sinni) og heldur áfram: „Hvar hefur maður-
inn eiginlega verið, spyr ég, hann gæti eins hafa sokkið
með Títaník, því veit hann ekki hver vindstaðan er, að
þekking þykir hallærisleg og að hvergi er minna hugsað
en í leikhúsinu sem hann stjórnaði eitt sinn; því hver
nennir að horfa á hugsanir nú á dögum?“
Ég býð lesendum Skólavörðunnar að setjast niður, ef
þá langar til og ef tími gefst, ígrunda orð þeirra Sveins
og Matthíasar og setja inn þau orð sem þeim hugnast
sjálfum í staðinn fyrir orðið „leikhús“. Leiðarinn er ekki
lengri að sinni.
Kristín Elfa Guðnadóttir
Efni
Greinar
Framtíðarsýn: Samskipan grunn- og endurmenntunar 8
Ingvar Sigurgeirsson segir með ólíkindum hversu illa hafi
gengið að skapa skilning á því hve naum þrjú skólaár séu til
að gera skil öllum viðfangsefnunum sem kennarar þurfa að
hafa á valdi sínu.
Íslenskt menntakerfi á villigötum 10
Í viðtali við Skólavörðuna segja nokkrir skólamenn á Höfn í
Hornafirði að ýmislegt megi betur fara í skólamálum þjóðar-
innar og gagnrýna meðal annars samræmd próf.
Fjölmenningarvefur Breiðholtsskóla 13
Viðtal við Önnu Guðrúnu Júlíusdóttur um frábæran
fjölmenningarvef, kíkið á þennan!
Endurskipulagning tónlistarfræðslunnar aðkallandi 14
Þórir Þórisson og Sigurgrímur Skúlason hafa staðið að stór-
merkilegri tilraun í hljóðfæranámi og meðfylgjandi rannsókn
með þátttöku fjölmargra nemenda, kennara og foreldra.
Einelti á vinnustöðum 18
Eineltismál eru eins konar þema haustsins hjá grunnskóla-
kennurum en sérstök námskeið um þau hafa verið haldin
undanfarið á vegum FG, ýmist í tengslum við haustþing
eða trúnaðarmannanámskeið félaganna.
Honk! Burt með fordómana! 19
Felix Bergsson segir frá nýjum gamansöngleik sem sýndur er
í Borgarleikhúsinu um þessar mundir þar sem tekið er á
eineltisvandanum á eftirminnilegan hátt.
Náms- og starfsráðgjöf í Viku símenntunar 20
Hrafnhildur Tómasdóttir sagði meðal annars frá hugmynd-
inni um ráðgjafarmiðstöð fyrir almenning í erindi sínu á
Viku símenntunar í september síðastliðnum.
Heimspeki - Listir - Leikur 22
Guðrún Alda Harðardóttir heldur því fram að oft sé erfitt að
greina á milli leiks, heimspeki og listar og mikilvægt að tengsl
séu markvisst mynduð þarna á milli í starfi með börnum.
Brottfall nemenda í brennidepli 24
Evrópsk tengslaráðstefna um brottfall úr skólum var haldin
nýverið og þar sagði Eiríkur Brynjólfsson meðal annars frá
Námsveri unglinga í Austurbæjarskóla, sem á sér enga
hliðstæðu hérlendis og þótt víðar væri leitað.
Fastir liðir
Formannspistill 3
Eiríkur Jónsson skrifar.
Gestaskrif 5
Linda Vilhjálmsdóttir í skáldlegum uppáhelling... og það
bragðgóðum.
Skóladagar 6, 27
Tveir skammtar af myndasögu Skólavörðunnar að þessu
sinni!
Smiðshöggið 30
Magnúsi Þorkelssyni finnst hann stundum innilokaður í
kassa en kann sem betur fer ráð við vandanum.
Auk þess hinn eldhressi Elli eldfluga, smáauglýsingar,
kjaramál, leiðari, tilkynningar og síðast en ekki síst fréttir
um allt milli himins og jarðar.