Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 7
Einn helsti vandi við skipulagningu kennaramenntunar er hversu fjölþættar kröfur eru gerðar til kennara. Þennan vanda verður einnig að skoða í ljósi þess hve stutt kennaranámið er, eða aðeins þrjú háskólaár, miðað við almenn kennslurétt- indi á leik- og grunnskólastigi. Er með ólíkindum hve illa hefur gengið að skapa skilning á því hversu naum þrjú skólaár eru til að gera skil öllum þeim fjölmörgu við- fangsefnum sem kennarar þurfa að hafa á valdi sínu. Og varla þarf að útlista fyrir les- endum Skólavörðunnar að kröfur til kenn- ara fara stöðugt vaxandi. Tökum dæmi af umsjónarkennara á mið- stigi grunnskóla. Hann þarf auðvitað að kunna vel allar þær greinar sem hann á að kenna, en það eru gjarnan fimm til átta námsgreinar. Auk kunnáttu í greinunum þarf hann að hafa kennslu- og námsmats- aðferðir vel á valdi sínu, þekkja og geta beitt kennslutækni, kunna aga- og bekkjar- stjórnun, geta kennt í blönduðum nem- endahópum, hafa þekkingu á sértækum námsörðugleikum, búa yfir leikni til að geta komið til móts við ólíka nemendur, kunna að taka á samskiptavandamálum, einelti og áföllum í nemendahópnum og geta átt gefandi og uppbyggileg samskipti við foreldra, svo að fátt eitt sé nefnt af þeim fjölmörgum viðfangsefnum sem kennari þarf að takast á við í daglegu starfi. Þá má nefna nýjar kröfur í tengslum við skólanámskrárgerð, sjálfsmatsaðferðir, þró- unarstarf, tölvu- og upplýsingatækni og fjölmenningarkennslu, að ekki sé minnst á nýjar námsgreinar (t.d. lífsleikni, tækni- mennt og leikræna tjáningu). Enn má nefna kröfur um þekkingu og hæfni í for- varnastarfi, þekkingu á fjölmiðlum, um- hverfismennt og umferðarmálum. Þá þarf vel menntaður kennari vitaskuld einnig að þekkja uppeldis- og skólasögu, þroskasál- fræði, námssálarfræði, félagsfræði, heim- speki menntunar og hafa innsýn í mennta- rannsóknir. Og varla er hægt að hugsa sér menntaðan kennara nema hann þekki lista- sögu og hafi innsýn í listmenntir og fagur- fræði. Rannsóknum á námi og kennslu fleygir hratt fram og þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með þeim fjölmörgu áhugaverðu straumum sem nú flæða um skólakerfið. Og þennan þráð má lengi Kennaramenntun 8 Kennaramenntun er í stöðugri mótun enda brýnt að nemendur í grunn- skóla, jafnt sem á öðrum skólastigum, hafi aðgang að úrvalskennurum með gott nám að baki sem gerir þeim kleift að takast á við fjölbreyttar kröfur í samfélagi örra breytinga. Skólavarð- an fékk Ingvar Sigurgeirsson prófess- or í kennslufræði við Kennaraháskóla Íslands til að segja lesendum frá þeirri gerjun sem á sér stað í kennara- náminu. Framtíðarsýn: Samskipan grunn- og endurmenntunar „Það er með ólíkindum hve illa hefur gengið að skapa skilning á því hversu naum þrjú skólaár eru til að gera skil öllum þeim fjölmörgu viðfangsefnum sem kennarar þurfa að hafa á valdi sínu,“ segir Ingvar Sigurgeirsson.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.