Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 8
spinna enn þó að það verði
ekki gert hér.
Lenging kennaranáms
er nauðsyn
Í þessu ljósi má halda því
fram að kennaramennta-
stofnanir séu í þeirri stöðu
að þurfa að gera ókjörum
mikilvægra viðfangsefna skil
á alltof naumum tíma. Fátt
verður því skoðað til hlítar
og veruleg hætta á að umfjöllun verði yfir-
borðsleg í kapphlaupinu við að koma öllu
til skila.
Lenging kennaranáms er því fyrir löngu
orðin afar brýn. Engu að síður er ljóst að
því fer fjarri að hún ein og sér leysi þennan
vanda allan.
Þær aðstæður sem hér er lýst og ör þró-
un á öllum sviðum vekur krefjandi spurn-
ingar um hvernig best verði staðið að
kennaramenntun svo að viðunandi sé. Færa
má rök fyrir því að grunnmenntun ein dugi
ekki lengur til að skapa þann þekkingar- og
leiknigrunn sem nauðsynlegur er. Kenn-
arastarf krefst stöðugrar menntunar, þ.e.
öflugrar símenntunar.
Krafan um stöðuga endurmenntun verð-
ur sífellt áleitnari. Hvarvetna í samfélaginu
er verið að huga að símenntunarmálum.
Fyrirtæki sem hvað mestum árangri ná
skilgreina nú endurmenntun sem stöðugt
stærra hlutfall starfa og menntun starfs-
manna jafnvel talin til eignaaukningar fyr-
irtækisins!
Á sama tíma má segja að símenntunar-
mál kennara séu með vissum hætti í upp-
námi. Nýir kjarasamningar virðast hafa
haft neikvæð áhrif á hvatningu til endur-
menntunar og breyttur starfstími skóla
skapar vissa örðugleika á framboði á endur-
menntun. Þá er ljóst að eftir flutning
grunnskólans til sveitarfélaga hefur sí-
menntunartilboðum verið drepið á dreif.
Vonandi er hér um tímabundið ástand að
ræða og víst er að endurmenntunarmál eru
mjög í deiglunni í skólum um þessar
mundir.
„Opinn“ háskóli
Í Kennaraháskólanum fara nú fram um-
ræður um það með hvaða hætti sé best að
byggja upp vandaða símenntun fyrir kenn-
ara og þroskaþjálfa. Helst er litið til hug-
mynda sem kenna má við „opinn“ háskóla.
Þær hafa fengið nokkurn byr í ljósi þess að
fjarnám hefur verið að eflast mjög við skól-
ann á undanförnum árum og er nú svo
komið að meirihluti nemenda stundar nám
sitt við skólann sem fjarnám. Í þessu sam-
bandi má nefna að um 500 kennarar og
þroskaþjálfar eru nú í framhaldsnámi við
skólann sem að hluta til er skipulagt sem
fjarnám og því unnt að stunda það með
starfi. Athygli hefur nú beinst að fjölbreytt-
um símenntunarmöguleikum innan grunn-
deildar skólans. Nefna má möguleika sem
byggjast á nýjum námsbrautum og náms-
leiðum í kjölfar sameiningar þeirra skóla
sem nú mynda Kennaraháskólann, nýjar
uppsetningar á kjörsviðum (sem m.a. tengj-
ast nýrri aðalnámskrá) og stóraukna áherslu
á valnámskeið og frjálst val. Fjölmargir
möguleikar sýnast vera á því að bjóða þetta
nám fram sem sí- eða viðbótarmenntun,
bæði í staðnámi og ekki síður í fjarnámi.
Sem dæmi má nefna að tilvalið sýnist að
starfandi kennarar stundi fjarnám meðfram
starfi þar sem þeir bæta til dæmis við sig
námi á kjörsviði, en um skeið hefur þetta
verið vinsæll kostur meðal kennara í orlofi.
Í þessu sambandi má benda á áhugaverð ný
kjörsvið eins og nám og kennslu yngri
barna og tölvu- og upplýsingatækni. Þá
ætti að vera spennandi að bæta við sig námi
í íslensku og stærðfræði, en þessi kjörsvið
hafa bæði verið stækkuð. Og hví skyldi það
ekki freista kennara að bæta við sig námi í
samfélagsgreinum, náttúrufræði eða list-
greinum? Enn má nefna að
opna kennurum og þroska-
þjálfum námskeið á öðrum
námsbrautum. Það ætti til
dæmis að vera áhugavert fyr-
ir leik- og grunnskólakenn-
ara að bæta við sig námi á
íþrótta-, tómstunda- eða
þroskaþjálfabraut.
Í Kennaraháskólanum er
mikið framboð af námskeið-
um sem nýst gætu sem hluti
símenntunar. Sem dæmi má
nefna að í núgildandi náms-
og kennsluskrá skólans er
boðið upp á fjölda áhugaverðra valnám-
skeiða, til dæmis um það hvernig kennarar
geti komið til móts við ólíkar þarfir nem-
enda, aga og agavandamál, áföll í nem-
endahópnum, gagnrýna hugsun, heildstæða
móðurmálskennslu, karlmennsku og kenn-
arastarf, leikræna tjáningu, heimspekilega
samræðu, ljósmyndun, læsi, miðla og
menntun, námsmat og prófgerð, næringu
og líkamsrækt í skólastarfi, stærðfræði sem
leik, tónlist í skólastofunni, starf umsjónar-
kennarans, bekkjarstjórnun, fjölmenning-
arlegt samfélag, hljóðfæragerð og tónsköp-
un, hnattvæðingu og menntastefnu,
kennslu í fámennum skólum, lífsleikni og
neytendafræðslu, listir í skólastarfi, um-
hverfismennt, samvirkt nám, skapandi
skólastarf, skólastarf og fjölmiðla, tengsl
leikskóla og grunnskóla. Hér eru aðeins
talin þau valnámskeið sem í boði eru á
grunnskólabraut.
Á næstu misserum verður skoðað með
hvaða hætti þessum spennandi endur-
menntunarkostum verður best komið á
framfæri við starfandi kennara og þroska-
þjálfa. Upplýsingar um símenntun á vegum
Kennaraháskólans er að finna á vef hans:
www.khi.is eða á vef Símenntunarstofnun-
ar: http://simennt.khi.is
Ingvar Sigurgeirsson
Kennaramenntun
9
Í Kennaraháskólanum fara nú fram umræður um það
með hvaða hætti sé best að byggja upp vandaða sí-
menntun fyrir kennara og þroskaþjálfa. Helst er litið til
hugmynda sem kenna má við „opinn“ háskóla. Þær
hafa fengið nokkurn byr í ljósi þess að fjarnám hefur
eflst mjög við skólann á undanförnum árum og er nú
svo komið að meirihluti nemenda stundar nám sitt við
skólann sem fjarnám.