Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 15.10.2002, Blaðsíða 9
Lögð er áhersla á að innleiða nýja hugs- un, tækni og vinnubrögð í menntun, þró- unarstarfi og styrkingu atvinnulífs á svæð- inu. Byggt er á þverfaglegum vinnubrögð- um, notkun upplýsingatækni og sveigjan- legu rými sem auðvelt er að laga að sí- breytilegum kröfum. Hornafjörður skartar sínu fegursta þenn- an hlýja septemberdag sem Skólavarðan heimsækir Nýheima. Útsýnið er stórkost- legt, fjallasýn er mögnuð og jökullinn speglast í öllu sínu veldi í haffletinum. Það er víst ekki oft sem lognið er svona mikið á þessum slóðum. Hornafjörður er stórt sveitarfélag, nær frá Skeiðarársandi í vestri og austur fyrir Hvalnes. Íbúar eru um 2400 talsins, þar af búa um 1800 í þéttbýlinu Höfn. Sveitarfélagið rekur fimm grunnskóla, þrjá leikskóla auk tveggja leikskóladeilda, sem reknar eru í tengslum við grunnskóla, og einn tónlistarskóla. Í skólunum fer fram metnaðarfullt starf og áhersla er lögð á að tryggja öllum börn- um fræðsluúrræði og möguleika á tóm- stunda- og íþróttastarfi. Með einsetningu skóla hefur öllum börnum í sveitarfélaginu verið tryggður samfelldur skóladagur og lögð áhersla á að þau börn sem stunda tón- listarnám geti gert það samhliða öðru námi og að skipulagt tómstundastarf fari fram að skóla loknum. Annar og þriðji bekkur fá tónlistarkennslu í skólanum, nemendur úr sveitum fá að sækja tónskólann á skólatíma en allur gangur er á því hvenær aðrir sækja hann, oft er það eftir skóla. Grunnskólinn í Hofgarði og Hrollaugs- staðaskóli eru í dreifbýli og þar sækja fyrstu sjö árgangarnir skóla. Fámennið og mikil samkennsla greina þessa skóla frá þeim sem eru í þéttbýlinu úti á Höfn. Í skólunum þremur, sem eru allir á Höfn, er viss verka- skipting. Í Nesjaskóla er fyrsti, annar og þriðji bekkur, í Hafnarskóla fjórði til sjö- undi bekkur og í Heppuskóla er unglinga- stigið, áttundi til tíundi bekkur. Þrátt fyrir þessa skiptingu er lögð mikil áhersla á nána samvinnu skólanna svo að skólagangan verði sem samfelldust frá upphafi til loka grunnskólans. Á Höfn er einnig Framhalds- skólinn í Austur-Skaftafellssýslu og er allná- in samvinna með honum og Heppuskóla. Guðmundur Ingi Sigurðsson skólastjóri Heppuskóla, Eyjólfur Guðmundsson skólameistari framhaldsskólans, Hulda Laxdal Hauksdóttir aðstoðarskólastjóri Nesjaskóla og Þórgunnur Torfadóttir að- stoðarskólastjóri Hafnarskóla mættu til fundar í Nýheimum til að ræða um verka- skiptinguna á milli skólanna, samanburð við höfuðborgarsvæðið og annað sem brennur á skólafólki á svæðinu. Þrískipting grunnskólans „Sérstaða skólanna hér markast af því að grunnskólinn er þrískiptur,“ segir Þór- gunnur. „Þetta er sjöunda árið sem svo hagar til og við höfum notað þann tíma til að prófa okkur áfram. Kostirnir við skipt- inguna eru fyrst og fremst þægilegar stærð- ir eða vinnueiningar. Hægt er að einbeita sér að einum nemendahópi og auðveldara að laga skólastarfið að þörfum nemenda þegar um er að ræða afmarkaða aldurs- dreifingu. Gallarnir eru þeir veggir sem geta risið á milli þessara stofnana, undan- farið höfum við lagt mikla vinnu í að brjóta þá niður og eigum þar nokkurt verk óunn- ið. Annað sem flækir málin er að við erum með sameiginlega kennara en það getur reynst erfitt í skipulagningu.“ Grundvöllurinn fyrir því að þessi skipt- ing gangi er mikil samvinna hjá skólunum, hún snýr fyrst og fremst að unglingastiginu og skólamenn leggja áherslu á að hún nái alla leið upp í framhaldsskólann. „Samstarf framhaldsskólans og grunn- skólastigs er í Heppuskóla, við höfum til dæmis getað samnýtt sérgreinakennara. Samstarfið snýr líka að því að við höfum gert sértækan samning við Heppuskóla um að nemendur hans geti byrjað framhalds- nám í grunnskólanum. Útfærslurnar eru misjafnar en yfirleitt fá nemendur kennslu í Heppuskóla en námsefni hjá okkur og taka sömu próf og okkar nemendur. Út úr þessu fá þeir framhaldsskólaeiningar. Þessi til- högun hefur verið í nokkrum greinum, meðal annars þýsku, stærðfræði og bók- færslu,“ segir Eyjólfur skólameistari og Guðmundur skólastjóri Heppuskóla tekur undir: „Þetta er merkilegt starf sem við erum að vinna. Til eru nokkrir svona samningar um samstarf grunn- og fram- haldsskóla en þessi hefur nokkra sérstöðu. Framhaldsskólinn tekur ábyrgðina svo að nemandinn er, að uppfylltum skilyrðum, óhjákvæmilega búinn að ljúka því námi sem hann hóf í grunnskólanum og ekki hægt að véfengja það. Þetta er veruleg gulrót fyrir góða nemendur. Samstarfið við framhalds- skólann er því mjög þýðingarmikið fyrir okkur.“ Samræmd próf tímaskekkja Í kjölfar samræmdra prófa kemur iðulega upp umræða um mismunandi árangur nemenda eftir landshlutum og oftar en ekki bera menn landsbyggðina saman við höf- uðborgarsvæðið. Hverjum sýnist sitt um Skóla l í f á Höfn 10 Á dögunum var opnað nýtt og glæsi- legt menningar- og menntasetur á Höfn í Hornafirði sem fékk nafnið Ný- heimar. Þar eru til húsa Framhalds- skólinn í Austur-Skaftafellssýslu, bókasafn, Hornafjarðarsetur Háskóla Íslands og Nýheimabúðir. „Íslenskt menntakerfi á villigötum“ - umræður um skólamál í Nýheimum, Höfn í Hornafirði Guðmundur: Við getum slegið því föstu að engin þjóð í heiminum, í það minnsta sem við viljum bera okkur saman við, gerir skólakerfi sitt út með þessum hætti. Það byrjar enginn að brjóta nemendur niður kerfis- bundið í fjórða bekk. 30% af árganginum fá einkunn undir fjórum. Og þessi einkunn fylgir þér það sem eftir er í grunnskóla, fylgnin er um það bil 80% samkvæmt rannsóknum, og því hlýtur maður að spyrja hver sé tilgangurinn með þessum prófum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.