Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 21

Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 21
Í um 50 ár hefur verið stundað framúr- skarandi skólastarf í leikskólunum í Reggio Emilia á Norður-Ítalíu og þar hafa list- greinar verið mikið notaðar. Frá 1987 hef- ur verið starfað í þessum anda í leikskólan- um Marbakka í Kópavogi og nú vinna að minnsta kosti þrettán leikskólar hér á landi á þennan hátt. Rætur skólastarfs í anda Reggio er að finna í leikskólum en það hefur hægt og bítandi verið að færast yfir á grunnskóla- stig. Heimspeki með börnum á hins vegar uppruna sinn í grunnskólum en hefur verið að teygjast yfir á leikskólastigið. Heimspeki með börnum í leikskólum á sér ekki langa sögu á Íslandi, en starfsfólk leikskólans Foldaborgar í Reykjavík ruddi brautina og hóf að stunda heimspeki með leikskóla- börnum árið 19944 og 1999 var svo farið af stað með slíkt starf í leikskólanum Lundar- seli á Akureyri. Við rannsóknarvinnuna dvaldi ég í þrjá mánuði í barnaheimspekimiðstöðinni (IAPC) í Mont Clair í New Jersey fylki í Bandaríkjunum og sex mánuði í borginni Reggio Emilia á Ítalíu. Vinnan fór einnig fram á Akureyri, í Kópavogi og Reykjavík. Helstu rannsóknaraðferðir voru viðtöl, vettvangsathuganir og textagreining á frumtextum. Hvað er heimspekilegt? Hér í þessari stuttu grein verða aðeins dregnir fram nokkrir þættir og leitast við að svara spurningum eins og: Er heimspeki - heimspeki? Er leikur - leikur? Eru listir - list- ir? Og ber að varast að blanda þessu saman? Hvar liggja mörkin á milli þess sem telst vera heimspekilegt og þess sem ekki telst vera það? Hugmyndafræðingurinn að baki heimspeki með börnum, Mathew Lipman prófessor hjá IAPC, segir eitt svar við þeirri spurningu geta verið að samræða sé munnleg rannsókn, rökleg rannsókn sem vaxi líkt og afurð. Það sem geri samræðu heimspekilega telur hann vera tengsl við hugtök sem krefjist heimspeki frekar en annarra greina. Engar aðrar greinar krefjist þess að eiga samræðu um réttlæti eða sann- leika. Hann bendir á að fjöldinn allur af mjög almennum, illa skilgreindum, óhlutbundn- um hugtökum tengist heimspeki. Einstakl- ingar innan annarra greina segi gjarna: „Þið getið átt þau, það er ekkert hægt að gera við þau,“ og heimspekingar segi: „Allt í lagi, við tökum þau.“ Rökfræði, ígrundun um þætti eins og: Hvað er þekking? Hvað er veruleiki? Þekkingarfræði, frumspeki. Hvað er fallegt? og svo framvegis. Lipman telur að ekki sé hægt að skil- greina hvar heimspekin er, hún geti verið alls staðar. Af fyrrgreindu dreg ég þá álykt- un að hægt sé að ástunda heimspeki á öll- um skólastigum. Í lögum um grunnskóla er kveðið á um að í starfi skólans skuli leggja áherslu á að nýta leiki barna sem náms- og þroskaleið. Í lög- um um leikskóla gegnir leikur einnig mikilvægu hlutverki. Í framhaldi af því er rétt að velta fyrir sér hvað leikur er, Knutsdotter-Olofsson skilgreinir leik sem ástand en ekki hegðun. Það er, að einungis sá sem leikur sér veit hvort hann er í leik eða ekki. Barn getur til dæmis verið að þvo dúkku vegna þess að dúkkan er óhrein og það getur verið að þvo henni vegna þess að það leikur að hún sé óhrein. Myndlistarmaður og stelpa að moka Ef leikur er hugarástand getur þá heimspeki verið leikur? Ann Sharp heimspekingur við IAPC telur að heimspeki sé dásamlegur leikur. Leikur sé ein hlið af samræðum, til dæmis að láta sig dreyma um aðra heima, velta fyrir sér með vinum sínum hvort máninn sé grænn og svo framvegis. Einnig kom fram hjá heimspekingunum að eitt grundvallaratriði leiks er rökleikni og í leiknum æfist hún, svo og í samræðu- félagi. Það má segja að listamaðurinn sé sá sem heldur áfram að taka mark á leiknum - trú- ir á mátt hans. Hann notar leikinn meðvit- að og ómeðvitað í listgerð sinni og ef til vill er list ekki list ef hún er ekki leikur. Mynd- listarmaðurinn, tónsmiðurinn, eðlisfræð- Heimspeki í le ikskólum 22 Hér verður í örstuttu máli greint frá hluta af rannsókn sem ég hef nýlega lokið við. Hún er til komin vegna áhuga míns til margra ára (síðan 1985) á leikskólastarfi í ítalska bænum Reggio Emilia og síðar á heimspeki með börnum. Fyrir um sex árum kynntist ég barnaheimspekinni og eft- ir því sem ég öðlaðist meiri þekkingu á henni þóttist ég merkja ýmislegt líkt með henni og þeirri sýn á nám sem ríkir í leikskólunum í Reggio og mér lék hugur á að skoða það nánar. Heimspeki - Listir - Leikur Myndlistarverkefni notað með sögunni ásamt samræðum - þegar verkefnið er komið á stað er beitt heimspekisamræðutækni og rannsókn hafin! Kennarar í Lundarseli Heimspekivinna í myndlist er tengd saman með því að börnin upplifa myndverkin, greina mis- munandi tilfinningar og nota hugmyndir sínar sem kveikju að samræðum. Kennarar í Lundarseli Guðrún Alda Harðardóttir L jó s m y n d ir n a r e ru f rá l e ik s k ó la n u m L u n d a rs e li á A k u re y ri .

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.