Skólavarðan - 15.10.2002, Page 22
ingurinn og þriggja ára telpan, sem situr og
mokar í sandkassanum, kljást við sama ferli.
Maður heldur sig við það sem maður kann
til að henda sér síðan út í ringulreið og
finna skyndilega ný form fyrir hugsanir og
reynslu. Fyrstu skref rannsakanda geta ver-
ið þannig að hann veit ekki hver spurning-
in er. Hann byggir og breytir, snýr hlutun-
um fram og aftur, aftur og aftur, bætir við
og hendir út.
Ef list er leikur og heimspeki er leikur, má
spyrja sig hvort þessar greinar séu undirgreinar
leiks? Svo er ekki, heimspeki er sjálfstæð
fræðigrein og sama gildir um listgreinar.
Heimspekingarnir hjá barnaheimspekimið-
stöðinni (IAPC) leggja áherslu á að aðrar
greinar, eins og listgreinar, verði hluti af
heimspekivinnu. Þó verði að fara varlega í
þeim efnum svo að aðrar greinar, eins og til
dæmis dans, myndlist og sálfræði, verði ekki
flokkaðar sem heimspeki, sem þær eru ekki.
Heimspekingarnir segjast tengja aðrar
greinar við barnaheimspeki, til dæmis kom
það fram hjá Sharp, en hún segir: „Þegar
ég skrifaði „Brúðuspítalann“, reyndi ég að
finna eitthvað fyrir hvert þema; hugtak,
dans, leikræna tjáningu, leik, brúðuleik eða
eitthvað þar sem við notuðum líkamann.“
En heimspekingarnir eru sammála um að
greinarnar verði að tengjast umræðunni.
Af fyrrgreindu dreg ég þá ályktun að oft
sé erfitt að greina á milli leiks, heimspeki
og listar, að leikurinn komi þar oft við
sögu, hins vegar er mikilvægt að kalla hlut-
ina sínum réttu nöfnum og flokka fræði-
greinar rétt. Mikilvægt er að greinar eins
og leikur og listgreinar verði hluti af heim-
spekivinnu þó að þær flokkist ekki sem
heimspeki.
Guðrún Alda Harðardóttir
Höfundur er lektor við Háskólann á
Akureyri.
Heimpeki í leikskóla á Akureyri
Heimspekivinna með börnum
Í leikskólanum Lundarseli fléttum
við svokallaðri barnaheimspeki
inn í alla þætti starfsins. Tilgangur
þess að stunda heimspeki með
börnum er í raun að halda í hæfi-
leika barna til að undrast, þróa
þann hæfileika áfram og efla þau
til sjálfstæðrar, gagnrýninnar,
skapandi og umhyggjusamrar
hugsunar.
Börnin mynda með sér samræðufélag þar
sem lögð er áhersla á að þau tjái skoðanir
sínar og hlusti á hugmyndir hvert annars.
Samræðan gengur meðal annars út á að
finna rök fyrir skoðunum sínum, segja sína
hlið á málinu, lýsa hverju þau eru sammála
og ósammála, leiðrétta hvert annað og þróa
hugmyndir sínar og kenningar í samein-
ingu. Vinnubrögð barnaheimspeki eru nú
orðin flestum börnunum töm enda marg-
breytilegar leiðir farnar til að skapa sam-
ræðugrundvöll í skólanum. Við lesum bæk-
ur sem veita möguleika á samræðurann-
sókn - allskonar barnabækur og þjóðsögur.
Við tengjum og notum listir, leiki eða vett-
vangsferðir svo og hið daglega starf við
heimspekina. Þætti eins og:
• Tónlist - hlustun.
• Myndlist - myndsköpun og að lesa í
myndmál.
• Tjáningu og spuna - tilfinningar og dans.
• Leiklist - brúðusýningar, söng og ljóð.
• Hlutverka- og þykjustuleiki - hugmyndir
gripnar á lofti.
• Sköpunar- og byggingarleiki - með
einingarkubbum.
• Vettvangsferðir tengdar náttúru og
umhverfi, menningu og samfélagi -
heimsóknir á söfn og skoðunarferðir.
Við teljum barnaheimspeki vera frábæra
námsleið í leik með börnum og skemmti-
lega viðbót við hið frjóa starf sem fer fram í
leikskólum Akureyrarbæjar.
Leikskólakennarar í Lundarseli
Heimspeki í le ikskólum
23
Dæmi af heimspekivinnu
Við lesum sögu um strák sem býr til snjókarl og snjókarlinn biður hann að fljúga
með sér til fjarlægs lands til að gefa veikum strák leikföng. Í lokin bráðnar svo snjó-
karlinn. Kennsluleiðbeiningarnar með sögunni taka á meginatriðum textans ásamt
verkefnum í listum og leik. Sem dæmi bjóðum við börnunum að teikna snjókarla eft-
ir sögulesturinn og á meðan þau teikna/mála rannsaka þau málin út frá reglum og
tækni heimspekisamræðunnar. Þau pæla í gerð, stærð, eiginleika og hlutverki snjó-
karla, nota spurningar eins og:
• Úr hverju eru snjókarlar?
• Hverjir búa þá til?
• Hvar eiga snjókarlar heima?
• Verður snjókörlum kalt?
• Getur snjókarl hugsað?
• Snjókarlar eru til vegna þess að...
• Getur snjókarl dáið? Hvert fer hann?
• Getur ljósið dáið? Hvert fer það? Hvaðan kemur ljósið?
Skráning úr heimspekivinnunni um snjókarlinn:
Spurning: Hvert fer snjókarlinn þegar hann deyr?
Barn 4: Þá fer hann upp á sjúkrahús.
Barn 5: Nei, upp til himna.
Barn 2: Hann fer til Guðs.
Barn 4: Nei, hann fer á sjúkrahús, á svona bakka í bílinn og svo keyrir bíllinn upp á
sjúkrahús.
Barn 5: Nei, hann fer upp til himna.
Barn 4: Nei, hann fer á bakka.
Spurning: Hvað gerist svo þegar hann kemur upp á sjúkrahús?
Barn 4: Þá fer hann inn á sjúkradeild.
Barn 1: Já og læknast.
Barn 4: Stundum læknast fólk og verður frískur.
Barn 2: Á ég að segja ykkur eitt, snjókarlar geta ekki dáið.
Barn 3: Þegar maður bráðnar fer maður upp.
Áframhaldandi verkefni með snjókarlinn: Teikna ferlið og breytingarnar á snjókarlin-
um, ræða um breytingar: Snjókorn - snjóbolti - snjókúlur - snjókarl - lifandi maður -
slydda - vatn - gufa ...
Spurning: Getur snjókarl hugsað? Hvað er hugsun?
Barn 1: Mér finnst hugsun vera meira eins og umm...
Barn 2: Maður segir hugsun sína með munninum og með röddinni.
Barn 3: Með rödd í huganum.
Barn 2: Maður hvíslar þegar maður talar við sjálfan sig.
Barn 4: Og maður getur hugsað um svo margt.
Barn 5: Hugsun er í heilanum.
Barn 2: Það er hugsun í heilanum.
Barn 3: Heilinn lætur mann gera allt, taka upp dót, opna skápa, þrífa hús og hugsa.
Barn 2: Og hugurinn gerir þetta sem maður er að gera, alltaf.
Spurning: Vitið þið hvernig heilinn fer að því?
Barn 2: Hugurinn er svo sterkur.
Barn 1: Hugurinn er svo sterkur að hann leyfir manni að hreyfa sig og allt.
Barn 3: Ég veit ekki hvort snjókarlar geta þú veist...