Skólavarðan - 15.10.2002, Síða 26
Kjaramál
Vegna fjölda fyrirspurna um út-
reikning á fermetrum, barngild-
um og stöðugildum í leikskólum
taldi undirrituð brýnt að benda á
eftirfarandi ákvæði úr reglugerð
um leikskóla.
Leikskólastjórum og leikskólakenn-
urum er jafnframt bent á að hægt er að
fá upplýsingar og túlkun á lögum og
reglugerð hjá menntamálaráðuneyti.
Húsnæði - fjöldi barna
Samkvæmt reglugerð um leikskóla skal húsnæði í leikskóla
miðað við 6,5m_ brúttó fyrir hvert barn samtímis utan þess
tíma sem hópar skarast og þar af verði nettó leik- og kennslu-
rými a.m.k. 3m_ fyrir hvert barn. Þetta hvort tveggja þarf að
reikna út og miða síðan við þá tölu sem lægri er. Dæmi: Leik-
skóli er 650m_ að brúttóstærð og rúmar samkvæmt því 100
börn. Leik- og kennslurými er 270m_ og rúmar því 90 börn.
Þessi skóli tekur því að hámarki 90 börn. Í reglugerðinni er ekki
að finna ákvæði um hvað á að telja til leik- og kennslurýmis.
Húsnæði leikskóla er afar mismunandi og því verður að
ákvarða út frá nýtingu og faglegum forsendum í hverjum leik-
skóla hvað telst til leik- og kennslurýmis.
Barngildi
Gefum okkur að aldurssamsetning í hópn-
um dreifist jafnt, þ.e. að átján börn séu í
hverjum árgangi. Í reglugerð um leikskóla
segir:
Fimm ára barn reiknast sem 0.8 barngildi
(0.8 x 18 = 14,4 barngildi), fjögurra ára barn
reiknast sem 1 barngildi (1 x 18 = 18 barn-
gildi), þriggja ára barn reiknast sem 1,3 barn-
gildi (1,3 x 18 = 23,4 barngildi), tveggja ára
barn reiknast sem 1,6 barngildi (1,6 x 18 =
28,8 barngildi), eins árs barn og yngra sem 2
barngildi (2 x 18 = 36 barngildi).
Í þessum skóla eru því samtals 120,6 barn-
gildi. Í reglugerðinni er ekki að finna ákvæði um hvenær skuli
reikna út barngildin, hvort það skal gert einu sinni á ári eða oft-
ar. Flest sveitarfélög hafa sett sér þá vinnureglu að reikna út
barngildin að hausti þegar nýtt skólaár hefst og nýr árgangur
hefur leikskólagöngu. Er þá miðað við fæðingarár barnsins
hvort sem það er búið að eiga afmæli eða ekki.
Stöðugildi
Stöðugildafjöldi fer eftir barngildafjölda, þ.e. eftir því hversu
mörg barngildi þessi 90 börn hafa samtals. Í reglugerð fyrir
leikskóla segir að fyrir hvert stöðugildi leikskólakennara sem
sér um umönnun, uppeldi og menntun barna í leikskóla skuli
vera 8 barngildi. Samkvæmt því eiga að vera 15 stöðugildi á
deildum (skipting niður á deildir fer eftir barngildafjölda á
hverri deild) í leikskóla sem telur 120,6 barngildi. Félag leik-
skólakennara hefur gengið út frá því að miðað sé við átta
stunda vinnudag en það er ekki tekið fram í reglugerðinni. Allt
þar fyrir utan kallar á viðbótarstöðugildi og einnig önnur störf,
þ.e. stjórnun (utan deildarstjórnunar), sérkennsla, afleysingar,
ræsting og eldhús.
Björg Bjarnadóttir formaður FL
Leikskóli
Útreikningur á húsnæði, fjölda barna og stöðugildum
27
Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli Félags leikskólakennara og
Launanefndar sveitarfélaga um kjör leikskólaþjálfa og rétt þeirra til að eiga að-
ild að Félagi leikskólakennara. Um er að ræða starfsfólk leikskóla með 45 ein-
inga háskólanám í leikskólafræðum til diplómu. Nú liggur fyrir bráðabirgða-
samkomulag um að leikskólaþjálfar grunnraðist í launaflokk 93 samkvæmt
samningi FL.
Bráðabirgðasamkomulagið gildir frá 4. október 2002. Í bréfi frá Félagi leik-
skólakennara eru leikskólaþjálfar sem hyggjast sækja um aðild að FL hvattir til
að gera það hið fyrsta og eru þeir um leið boðnir velkomnir í félagið. Jafnframt
er þeim bent á að tilkynna viðkomandi launadeild og núverandi stéttarfélagi
um ákvörðun sína.
Bráðabirgðasamkomulag um kjör
og félagsaðild leikskólaþjálfa
Frétt