Skólavarðan - 15.10.2002, Qupperneq 27
Stuðningur við Sigrúnu Maríu og fjölskyldu í
Dalsgerði 1k á Akureyri
Lovísa Jónsdóttir er félagsmaður í KÍ. Hún lenti
ásamt fjölskyldu sinni í alvarlegu umferðarslysi í Dan-
mörku í byrjun júní sl. Vinir hennar og Óskars Þórs
Halldórssonar hafa ákveðið að efna til átaks til stuðn-
ings Sigrúnu Maríu dóttur þeirra og fjölskyldu hennar
í Dalsgerði 1k á Akureyri og reyna þannig eftir mætti
að létta þeim róður eftir bílslysið. Opnaður hefur ver-
ið hlaupareikningur í Sparisjóði Svarfdæla til að taka
við framlögum.
Framfarir Sigrúnar Maríu hafa verið verulegar og allir sem
að því verki koma gera hvað þeir geta til að hún nái sem mest-
um og bestum bata til frambúðar. Hún er enn sem komið er
með skerta hreyfigetu og þarf á hjólastól að halda, hvað sem
síðar verður. Það er því ljóst að hennar bíður langt og strangt
endurhæfingarferli með tilheyrandi álagi á hana sjálfa og nána
aðstandendur.
Slysið og afleiðingar þess hafa bein áhrif á afkomu fjölskyld-
unnar þar sem saman fara tekjusamdráttur vegna vinnutaps
og útgjöld vegna slyssins sem ekki fást bætt eftir tryggingar-
leiðum. Einnig vega þungt kaup á stórum bíl og nauðsynlegar
breytingar á húsnæði (fjölskyldan býr á tveimur hæðum).
Hér kemur samhjálpin til sögunnar sem við vonum að muni
stuðla að því að draga sem mest úr fjárhagslegu höggi sem
fjölskyldan verður óhjákvæmilega fyrir.
• Hlaupareikningur í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík undir
heitinu Stuðningur við Sigrúnu Maríu og fjölskyldu í
Dalsgerði (1177-26-4242).
• Bankanúmer: 1177
• Höfuðbók: 26
• Reikningsnúmer: 4242
• Kennitala reiknings: 280463-2139
Ábyrgðarmaður stuðningssjóðsins er Friðrik Friðriksson,
sparisjóðsstjóri í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík.
Ársþing Samtaka fámennra skóla
Samtök fámennra skóla halda ársþing sitt á Hallormsstað 2.
nóvember nk. Í samtökunum eru kennarar, leiðbeinendur og
skólastjórnendur í fámennum skólum á leik-, grunn- og fram-
haldsskólastigi og aðrir sem áhuga hafa á skólamálum. Dag-
skrá þingsins verður kynnt nánar þegar nær dregur.
Hlutverk samtakanna er að efla samstarf og samskipti fá-
mennra skóla, stuðla að bættu og fjölbreyttara skólastarfi og
standa vörð um hagsmuni skólanna. Samtökin hafa starfað frá
því 1989 . Nánari upplýsingar um samtökin er að finna á
heimasíðu þeirra, http://www.ismennt.is/vefir/sfs
Formaður Samtaka fámennra skóla er Sif Vígþórsdóttir,
sif@ismennt.is, skólastjóri á Hallormsstað, og varaformaður er
Helga M. Steinsson, helga@ismennt.is, skólameistari í Nes-
kaupstað.
FG semur við Suðurhlíðaskóla
Félag grunnskólakennara hefur gert kjarasamning fyrir hönd
Kennarasambands Íslands um launakjör kennara og skóla-
stjórnenda Suðurhlíðaskóla. Kjarasamningurinn gildir frá und-
irskriftardegi til 31. mars 2004 en fellur þá úr gildi án sérstakrar
uppsagnar.
Um kaup og kjör grunnskólakennara og skólastjórnenda
Suðurhlíðarskóla fer skv. kjarasamningi Kennarasambands Ís-
lands við Launanefnd sveitarfélaga sem undirritaður var 9. jan-
úar 2001. Þannig gilda ákvæði hans bæði um laun svo og önn-
ur launakjör eins og orlof, uppsagnarfrest, fæðingarorlof,
vinnutíma og veikindarétt fyrir kennara og skólastjórnendur
Suðurhlíðarskóla.
Um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda í Suður-
hlíðaskóla fer samkvæmt. ákvæðum laga nr. 72/1996 um rétt-
indi og skyldur kennara og skólastjórnenda. Tekið er fram að
ákvæði í ráðningarsamningi sem veitir lakari rétt en um getur í
kjarasamningnum sé ógilt.
Samkvæmt samningnum sér Suðurhlíðaskóli um að halda
eftir og skila til KÍ félagsgjöldum starfsmanna sem samningur-
inn tekur til. Einnig greiðir skólinn gjald í Verkefna- og nám-
styrkjasjóð KÍ eins og ákveðið er í kjarasamningi þess við
Launanefnd sveitarfélaga.
Nýr vefur KÍ
Hin nýja heimasíða Kennarasambandsins er komin í loftið.
Lögð verður áhersla á öflugan fréttaflutning á sviði menntunar
og skólamála, einnig á sviði kjaramála, vinnuverndar og ann-
ars þess sem ætla má að kennarar hafi áhuga á og komi þeim
við.
Í stiku efst á vefnum eru heimasíður allra félaga Kennara-
sambandsins og til hliðar vinstra megin eru hagnýtar upplýs-
ingar sem félagar þurfa að hafa greiðan aðgang að, svo sem
um orlofssjóð, sjúkrasjóð, fæðingarorlof og endurmenntun auk
frétta, tilkynninga og annarra upplýsinga. Það er von okkar hér
í Kennarahúsinu að félagsmenn hafi mikið gagn af vefnum og
við hvetjum fólk til að hafa samband við útgáfu- og kynningar-
svið ef það hefur ábendingar varðandi efni hans eða vill lýsa
skoðun sinni á honum.
Netföng starfsmanna útgáfu- og kynningarsviðs eru helgi@ki.is
og kristin@ki.is, símanúmer eru 595 1119 (Helgi) og
595 1118 (Kristín).
Lifðu í lukku en ekki krukku
„Lifðu í lukku en ekki í krukku” er heiti ráðstefnu sem faghópur
leikskólastjóra efnir til í Súlnasal Hótel Sögu í Reykjavík föstu-
daginn 1. nóvember. Aðalfyrirlesari á ráðstefnunni verður Sue
Baldwin en hún er þekktur fyrirlesari og ráðgjafi í Bandaríkjun-
um og hefur sérhæft sig í umfjöllun um vellíðan í starfi. Yfir-
skrift fyrirlesturs hennar er „Managing for Success and
Sanity”.
Sue Baldwin hefur ritað nokkrar bækur, m.a. bókina „Lifesa-
ver”. Þeim sem áhuga hafa á að kynnast henni betur er bent á
heimasíðu hennar. Slóðin er: www.suebaldwin.com.
Samskiptaleikni - öflug liðsheild
„Samskiptaleikni - öflug liðsheild” er yfirskrift fyrirlesturs sem
Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur heldur á vegum skóla-
málanefndar Félags leikskólakennara í Breiðagerðisskóla í
Reykjavík fimmtudaginn 31. október.
Í auglýsingu frá félaginu segir að í fyrirlestrinum muni
Jóhann fjalla um hvernig ná megi árangri í starfi sem leiðtogi
ungra barna við uppeldi og kennslu.
Fyrrlesturinn er opinn öllu starfsfólki leikskóla. Aðgangseyrir
er kr. 500. Allur ágóði rennur í Rannsóknarsjóð leikskóla.
Frétt i r, smáauglýs ingar og t i lkynningar
28